Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan 21:50 þegar eldur sást í leikskólanum Laugasól. Eldur hafði komið upp í rusli í ruslageymslu við leikskólann.

Vel tókst að slökkva eldinn og var það gert á nokkrum mínútum samkvæmt slökkviliðinu. Slökkviliðið er enn á staðnum og er verið að ganga úr skugga um að eldur sé alveg slökktur.
Ekki lítur út fyrr að reykur hafi borist inn í leikskólann sjálfan en allir bílar slökkviliðs voru kallaðir út. Verið er að kalla bíla til baka þar sem alvarleikinn var töluvert minni en talið var.