Þarf að breyta Seðlabankanum til að koma starfsfólki fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:00 Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið eru nú ein stofnun sem starfar undir nafni seðlabankans. Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin. Ný lög um stofnunina tóku gildi í gær og samkvæmt þeim eru verkefni seðlabankans eðli málsins samkvæmt orðin heldur fleiri en áður. Sameinuð stofnun á meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og fylgjast með starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti. Varaseðlabankastjórar verða þrír og er Unnur Gunnarsdóttir, sem hefur verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ein þeirra. Þá mun fjármálastöðugleikanefnd mun taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúð. „Helsti kosturinn er að núna verður bara ein stofnun sem verður í ábyrgð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, sem þá fylgist með fjármálakerfinu frá öllum hliðum," segir Ásgeir og bætir við að samlegðaráhrifin séu einnig mikil varðandi mannauð. Þegar allir starfsmenn seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru taldir saman veðrur heildarfjöldi starfsmanna nýrrar stofnunar 290. Ásgeir segir von á einhverri hagræðingu. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Yfirlýst markmið þessarar sameiningar er ekki að fækka starfsfólki. Við erum í raun að auka skilvirkni í því starfi sem við erum að sinna. Það verður náttúrulega einhver breyting á því hvernig stofnunin starfar en það eru engar fjöldauppsagnir eða verulegar breytingar," segir Ásgeir. Starfsemin er enn rekin á tveimur stöðum; í Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg og við Katrínartún þar sem Fjármálaeftirlitið hefur verið til húsa. Stefnt er að því að sameina starfsemina alla í seðlabankanum og er undirbúningur að því hafinn. Ásgeir segir að skoðað hafi verið hvort stækka eigi seðlabankahúsið. Það verði þó væntanlega ekki gert á næstunni heldur verður reynt að nýta húsakostinn betur. „Það liggur fyrir að ef við ætlum að koma öllu þessu fólki fyrir í einu húsi þurfum við að fara í ákveðnar breytingar og endurskipulagningu á húsakostinum hér. Það mun taka einhvern tíma. Það er erfitt að segja nákvæmlega um hvaða tímaramma við erum að tala en það verður vonandi ekki innan margra ára," segir Ásgeir. Reykjavík Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin. Ný lög um stofnunina tóku gildi í gær og samkvæmt þeim eru verkefni seðlabankans eðli málsins samkvæmt orðin heldur fleiri en áður. Sameinuð stofnun á meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og fylgjast með starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti. Varaseðlabankastjórar verða þrír og er Unnur Gunnarsdóttir, sem hefur verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ein þeirra. Þá mun fjármálastöðugleikanefnd mun taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúð. „Helsti kosturinn er að núna verður bara ein stofnun sem verður í ábyrgð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, sem þá fylgist með fjármálakerfinu frá öllum hliðum," segir Ásgeir og bætir við að samlegðaráhrifin séu einnig mikil varðandi mannauð. Þegar allir starfsmenn seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru taldir saman veðrur heildarfjöldi starfsmanna nýrrar stofnunar 290. Ásgeir segir von á einhverri hagræðingu. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Yfirlýst markmið þessarar sameiningar er ekki að fækka starfsfólki. Við erum í raun að auka skilvirkni í því starfi sem við erum að sinna. Það verður náttúrulega einhver breyting á því hvernig stofnunin starfar en það eru engar fjöldauppsagnir eða verulegar breytingar," segir Ásgeir. Starfsemin er enn rekin á tveimur stöðum; í Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg og við Katrínartún þar sem Fjármálaeftirlitið hefur verið til húsa. Stefnt er að því að sameina starfsemina alla í seðlabankanum og er undirbúningur að því hafinn. Ásgeir segir að skoðað hafi verið hvort stækka eigi seðlabankahúsið. Það verði þó væntanlega ekki gert á næstunni heldur verður reynt að nýta húsakostinn betur. „Það liggur fyrir að ef við ætlum að koma öllu þessu fólki fyrir í einu húsi þurfum við að fara í ákveðnar breytingar og endurskipulagningu á húsakostinum hér. Það mun taka einhvern tíma. Það er erfitt að segja nákvæmlega um hvaða tímaramma við erum að tala en það verður vonandi ekki innan margra ára," segir Ásgeir.
Reykjavík Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira