Fyrsta transofurhetja Marvel lítur brátt dagsins ljós Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2020 17:51 Kevin Feige er hér við hlið leikstjóranna Anthony og Joe Russo, til vinstri, og Robert Downey Jr., Brie Larson og Jeremy Renner, til hægri. EPA/KIM HEE-CHU Kvikmyndasöguheimur Marvel mun brátt fá sína fyrstu transofurhetju. Kevin Feige, yfirmaður kvikmyunda Marvel, sagði á fyrirlestri í New York í vikunni að það gerðist fljótt og tökur á myndinni væru þegar hafnar. Fyrsta samkynhneigða karlkyns ofurhetja Marvel mun birtast í myndinni The Eternals, sem frumsýnd verður á þessu ári. Valkyrie, persóna Tessu Thompson, sem er ný drottning Ásgarðs, er tvíkynhneigð. Á áðurnefndri ráðstefnu í dag spurði gestur Feige hvort von væri á fleiri LGBT-ofurhetjum og þá sérstaklega trans. „Já, svo sannarlega. Já,“ svaraði Feige. Hann tíundaði þó ekki um hvaða kvikmynd væri að ræða, hvaða persónu eða hvenær myndin yrði frumsýnd. Feige var sérstaklega spurður út í viðleitni Marvel til að auka fjölbreytileika í kvikmyndasöguheiminum og sagði hann það hafa gefið jákvæða reynslu. „Sjáið bara velgengni Captain Marvel og Black Panther. Við viljum að kvikmyndirnar endurspegli áhorfendur og við viljum að áhorfendur okkar um heim allan geti séð endurspeglun af sjálfum sér á skjánum,“ sagði Feige. Hægt er að horfa á fyrirlesturinn hér að neðan. Bíó og sjónvarp Disney Hinsegin Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndasöguheimur Marvel mun brátt fá sína fyrstu transofurhetju. Kevin Feige, yfirmaður kvikmyunda Marvel, sagði á fyrirlestri í New York í vikunni að það gerðist fljótt og tökur á myndinni væru þegar hafnar. Fyrsta samkynhneigða karlkyns ofurhetja Marvel mun birtast í myndinni The Eternals, sem frumsýnd verður á þessu ári. Valkyrie, persóna Tessu Thompson, sem er ný drottning Ásgarðs, er tvíkynhneigð. Á áðurnefndri ráðstefnu í dag spurði gestur Feige hvort von væri á fleiri LGBT-ofurhetjum og þá sérstaklega trans. „Já, svo sannarlega. Já,“ svaraði Feige. Hann tíundaði þó ekki um hvaða kvikmynd væri að ræða, hvaða persónu eða hvenær myndin yrði frumsýnd. Feige var sérstaklega spurður út í viðleitni Marvel til að auka fjölbreytileika í kvikmyndasöguheiminum og sagði hann það hafa gefið jákvæða reynslu. „Sjáið bara velgengni Captain Marvel og Black Panther. Við viljum að kvikmyndirnar endurspegli áhorfendur og við viljum að áhorfendur okkar um heim allan geti séð endurspeglun af sjálfum sér á skjánum,“ sagði Feige. Hægt er að horfa á fyrirlesturinn hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Disney Hinsegin Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein