Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. janúar 2020 15:30 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi. Vísir/Frikki Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi, segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum vegna málsins. Spennan í Mið-Austurlöndum fer vaxandi eftir að Bandaríkin réðu háttsettan herforingja í sérsveit byltingarvarðliðs Írans, Qasim Solemani, af dögum í sprengjuárás í Írak aðfaranótt föstudags. Spennan er sögð jafnast á við ástandið fyrir Persaflóastríðið og innrás Bandaríkjanna í Írak. Hóta grimmilegum hefndum Íranir hafa hótað Bandaríkjunum grimmilegum hefndum og í gær var nokkrum flugskeytum skotið á græna svæðið í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, þar sem sendiráð Bandaríkjanna er meðal annars staðsett. Þá hefur Írökum verið sagt að forðast bandarískar herstöðvar í landinu frá klukkan fimm í dag. Merki um aukna spennu á svæðinu sjást meðal annars á því að skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa til að fylgja olíuskipum sem sigla undir breskum fána. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem fyrirskipaði árásina á Solemani, sagði á blaðamannafundi eftir árásina að hershöfðinginn hefði haft áform uppi um árás á bandaríska hermenn og embættismenn í Bagdad. Í Twitter-færslum í nótt sagði Trump að ef Íranir létu verða af hótunum sínum hefði Bandaríkjaher fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran. Árásum yrði svarað af fullri hörku, þær yrðu þungar en myndu standa stutt yfir. Talan fimmtíu og tveir er vísan í sama fjölda bandarískra gísla sem Íranir tóku í bandaríska sendiráðinu í Teheran, höfuðborg Írans, árið 1979. Árás á gamlársdag fyllti mælinn Albert Jónsson sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að kveikjan að ákvörðun Trumps hafa haft langan aðdraganda en árás á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad á gamlársdag hafi fyllt mælinn. „Sendiráð, í fyrsta lagi í prinsippinu, skipta miklu máli. Að öll ríki líti svo á að friðhelgi sendiráða sé grundvallaratriði. Fyrir Bandaríkin, stórveldi, sem þar að auki á nú að hafa í Írak með herlið og allt sem þar á undan er gengið að þá er það alveg óþolandi tilhugsun að sendiráðið þitt verði fyrir árás og að þeirra áliti skaða stórlega trúverðugleika Bandaríkjanna og ímynd og ég tala nú ekki um pólitíska áhrif heima og svo framvegis.“ Lík hershöfðingjans verður flutt til höfuðborgar Teheran í kvöld þar sem æðsti klerkur Íran, Ali Khamenei, mun verða viðstaddur minningarathöfn. Á þingi landsins hrópuðu þingmenn að fall Bandaríkjanna væri yfirvofandi. Efast um að hernaður á landi verði mikill vegna málsins „Aðalatriðið sem ég er að benda á er að ég held að Íranir hafi ekki getu til þess að bregðast við með þeim hætti sem mundi kalla á viðbrögð Bandaríkjamanna með að senda einhverja tugi þúsunda hermanna. Við erum ekki að horfa framan í Persaflóastríðið. Mér finnst afar ólíklegt að við séum að horfa framan í möguleikann á stórfelldum átökum á landi. Trump ætlar að vera Bandaríkjaforseti áfram og það kemur ekki til greina slíkt,“ sagði Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Bresk herskip fylgja breskum skipum í Persaflóa Skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa vegna ólgunnar sem myndast hefur eftir að Bandaríski herinn réð Íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum. 5. janúar 2020 10:32 Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 "skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast "mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. 4. janúar 2020 23:45 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi, segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum vegna málsins. Spennan í Mið-Austurlöndum fer vaxandi eftir að Bandaríkin réðu háttsettan herforingja í sérsveit byltingarvarðliðs Írans, Qasim Solemani, af dögum í sprengjuárás í Írak aðfaranótt föstudags. Spennan er sögð jafnast á við ástandið fyrir Persaflóastríðið og innrás Bandaríkjanna í Írak. Hóta grimmilegum hefndum Íranir hafa hótað Bandaríkjunum grimmilegum hefndum og í gær var nokkrum flugskeytum skotið á græna svæðið í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, þar sem sendiráð Bandaríkjanna er meðal annars staðsett. Þá hefur Írökum verið sagt að forðast bandarískar herstöðvar í landinu frá klukkan fimm í dag. Merki um aukna spennu á svæðinu sjást meðal annars á því að skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa til að fylgja olíuskipum sem sigla undir breskum fána. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem fyrirskipaði árásina á Solemani, sagði á blaðamannafundi eftir árásina að hershöfðinginn hefði haft áform uppi um árás á bandaríska hermenn og embættismenn í Bagdad. Í Twitter-færslum í nótt sagði Trump að ef Íranir létu verða af hótunum sínum hefði Bandaríkjaher fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran. Árásum yrði svarað af fullri hörku, þær yrðu þungar en myndu standa stutt yfir. Talan fimmtíu og tveir er vísan í sama fjölda bandarískra gísla sem Íranir tóku í bandaríska sendiráðinu í Teheran, höfuðborg Írans, árið 1979. Árás á gamlársdag fyllti mælinn Albert Jónsson sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að kveikjan að ákvörðun Trumps hafa haft langan aðdraganda en árás á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad á gamlársdag hafi fyllt mælinn. „Sendiráð, í fyrsta lagi í prinsippinu, skipta miklu máli. Að öll ríki líti svo á að friðhelgi sendiráða sé grundvallaratriði. Fyrir Bandaríkin, stórveldi, sem þar að auki á nú að hafa í Írak með herlið og allt sem þar á undan er gengið að þá er það alveg óþolandi tilhugsun að sendiráðið þitt verði fyrir árás og að þeirra áliti skaða stórlega trúverðugleika Bandaríkjanna og ímynd og ég tala nú ekki um pólitíska áhrif heima og svo framvegis.“ Lík hershöfðingjans verður flutt til höfuðborgar Teheran í kvöld þar sem æðsti klerkur Íran, Ali Khamenei, mun verða viðstaddur minningarathöfn. Á þingi landsins hrópuðu þingmenn að fall Bandaríkjanna væri yfirvofandi. Efast um að hernaður á landi verði mikill vegna málsins „Aðalatriðið sem ég er að benda á er að ég held að Íranir hafi ekki getu til þess að bregðast við með þeim hætti sem mundi kalla á viðbrögð Bandaríkjamanna með að senda einhverja tugi þúsunda hermanna. Við erum ekki að horfa framan í Persaflóastríðið. Mér finnst afar ólíklegt að við séum að horfa framan í möguleikann á stórfelldum átökum á landi. Trump ætlar að vera Bandaríkjaforseti áfram og það kemur ekki til greina slíkt,“ sagði Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Bresk herskip fylgja breskum skipum í Persaflóa Skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa vegna ólgunnar sem myndast hefur eftir að Bandaríski herinn réð Íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum. 5. janúar 2020 10:32 Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 "skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast "mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. 4. janúar 2020 23:45 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31
Bresk herskip fylgja breskum skipum í Persaflóa Skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa vegna ólgunnar sem myndast hefur eftir að Bandaríski herinn réð Íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum. 5. janúar 2020 10:32
Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 "skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast "mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. 4. janúar 2020 23:45
Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40