Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu í apríl fá eina milljón króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta stjarnan sem hefur verið kynnt til leiks á mótinu. Mynd/Instagram/reykjavikcrossfitchampionship Forráðamenn Reykjavik CrossFit mótsins eru farnir að gefa það út hverjir munu taka þátt á mótinu í ár en eins og í fyrra gefur það farseðil á heimsleikana í Madison í haust. Um leið og fyrstu keppendurnir voru staðfestir þá kom einnig í ljós hvert verðlaunaféð verður í mótinu í ár sem fer að þessu sinni fram í aprílmánuði í stað maí í fyrra. Miðarnir á mótið fara í sölu klukkan tíu í dag en það má búast við að það verði góð aðsókn á mótið eins og í fyrra. Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu fá eina milljón króna eða 8150 dollara. Það eru 4074 dollarar í boði fyrir annað sætið, hálf milljón, og loks 2037 dollarar fyrir þriðja sætið eða 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á Instagram síðu Reykjavik CrossFit mótsins þar sem er verið að kynna keppendur. View this post on Instagram MEET YOUR 2020 RCC FIELD: Bjorgvin Karl Gudmundsson, Iceland, CrossFit Hengill, two time podium finisher at the Crossfit Games, 5x top 10 at the CrossFit Games, 2 time European Regional champion. Tickets will go on sale Monday the 6th of January at 10 GMT. A post shared by ReykjavikCrossFitChampionship (@reykjavikcrossfitchampionship) on Jan 3, 2020 at 4:46am PST Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra þrettán keppenda sem hafa verið staðfestir en það eru þau Björgvin Karl Guðmundsson, Oddrún Eik Gylfadóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Haraldur Holgersson. Öll hafa þau keppt á heimsleikunum en Björgvin Karl og Eik hafa keppt í einstaklingskeppni fullorðinna. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sætið á síðustu heimsleikum og komst þá á pall í annað skiptið. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hefur keppt í liðakeppni á heimsleikunum og Haraldur bæði í liðakeppni og keppni unglinga. Oddrún Eik Gylfadóttir keppti á Dubai CrossFit Championship í desember og endaði þar í þrettánda sæti. Hún kom síðan heim til Íslands í jólafríinu en býr annars úti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eik er farin aftur út en kemur heim til Íslands til að keppa á Reykjavik CrossFit mótinu. Haraldur Holgersson vakti athygli á dögunum þegar hann lyfti 222 kílóum í réttstöðulyftu og bætti þá sitt persónulega met um ellefu kíló. Hinir keppendurnir sem voru tilkynntir eru: Carole Castellan, Kelsey Kiel, Matilde Garnes, Stephanie Chung, Adrian Mundwiler, Will Kane, Marcus Ericsson, Fabian Beneito og Javi Bustos. CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Forráðamenn Reykjavik CrossFit mótsins eru farnir að gefa það út hverjir munu taka þátt á mótinu í ár en eins og í fyrra gefur það farseðil á heimsleikana í Madison í haust. Um leið og fyrstu keppendurnir voru staðfestir þá kom einnig í ljós hvert verðlaunaféð verður í mótinu í ár sem fer að þessu sinni fram í aprílmánuði í stað maí í fyrra. Miðarnir á mótið fara í sölu klukkan tíu í dag en það má búast við að það verði góð aðsókn á mótið eins og í fyrra. Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu fá eina milljón króna eða 8150 dollara. Það eru 4074 dollarar í boði fyrir annað sætið, hálf milljón, og loks 2037 dollarar fyrir þriðja sætið eða 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á Instagram síðu Reykjavik CrossFit mótsins þar sem er verið að kynna keppendur. View this post on Instagram MEET YOUR 2020 RCC FIELD: Bjorgvin Karl Gudmundsson, Iceland, CrossFit Hengill, two time podium finisher at the Crossfit Games, 5x top 10 at the CrossFit Games, 2 time European Regional champion. Tickets will go on sale Monday the 6th of January at 10 GMT. A post shared by ReykjavikCrossFitChampionship (@reykjavikcrossfitchampionship) on Jan 3, 2020 at 4:46am PST Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra þrettán keppenda sem hafa verið staðfestir en það eru þau Björgvin Karl Guðmundsson, Oddrún Eik Gylfadóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Haraldur Holgersson. Öll hafa þau keppt á heimsleikunum en Björgvin Karl og Eik hafa keppt í einstaklingskeppni fullorðinna. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sætið á síðustu heimsleikum og komst þá á pall í annað skiptið. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hefur keppt í liðakeppni á heimsleikunum og Haraldur bæði í liðakeppni og keppni unglinga. Oddrún Eik Gylfadóttir keppti á Dubai CrossFit Championship í desember og endaði þar í þrettánda sæti. Hún kom síðan heim til Íslands í jólafríinu en býr annars úti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eik er farin aftur út en kemur heim til Íslands til að keppa á Reykjavik CrossFit mótinu. Haraldur Holgersson vakti athygli á dögunum þegar hann lyfti 222 kílóum í réttstöðulyftu og bætti þá sitt persónulega met um ellefu kíló. Hinir keppendurnir sem voru tilkynntir eru: Carole Castellan, Kelsey Kiel, Matilde Garnes, Stephanie Chung, Adrian Mundwiler, Will Kane, Marcus Ericsson, Fabian Beneito og Javi Bustos.
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira