Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. janúar 2020 16:05 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræðir málin við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga seglum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. Kafnaði eftir að hafa verið sendur heim Páll Heimir Pálsson greindir með krabbamein í lungum í sumar. Eftir lyfja- og geislameðferð sem gekk vel í fyrstu veiktist Páll í stuttri ferð til Bretlands. Páll hafi því verið skoðaður á bráðamóttöku og lagður inn í stuttan tíma, þar til hann hélt heim um nóttina. Veikindi Páls hafi síðan ágerst, en daginn eftir hafi hann verið kominn með um 40 stiga hita. Því hafi verið farið með Pál aftur upp á bráðamóttöku, þar sem hann dvaldi í tvær nætur. Páll var 57 ára þegar hann lést á heimili sínu. Hér sést hann ásamt Bryndísi eiginkonu sinni. „Þá kemur læknir sem metur það þannig að hann sé orðinn hress, hann þurfi ekki lengur súrefni og við megum bara fara heim,“ sagði Bryndís í samtali við Ríkisútvarpið í gær. Heimferðin hafi reynst Páli mjög erfið, þar sem hann hafi enn verið mjög veikur. Hann var síðan rúmliggjandi í tvo daga, og vart náð andanum. „En síðan á sunnudagsmorguninn deyr hann. Hann bara kafnar í höndunum á mér,“ sagði Bryndís í viðtalinu. Segir stöðuna á bráðamóttöku ómögulega Fregnirnar koma í framhaldi af hjálparkalli yfirmanna og yfirlækna á Landspítalanum vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku spítalans. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum, er meðal þeirra sem líst hafa yfir áhyggjum af stöðu mála á bráðamóttöku.Vísir/Sigurjón Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. Athygli vekur að dauðsfall Páls Heimis er ekki á meðal atvikanna alvarlegu. Viðvarandi staða á bráðamóttöku „Ég vil lýsa því yfir að ég harma það sem þarna gerðist,“ segir Svandís Svavarsdóttir um fyrrnefnd mál Páls Heimis. Hún hafi þó ekki haft ráðrúm til að kynna sér málið á nokkurn hátt og telji ekki rétt að tjá sig frekar um málið. Staðan á bráðamóttökunni sé auðvitað alvarleg og því miður viðvarandi að mati ráðherra. Nýja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi.Seltjarnarnesbær „Við sjáum í raun og veru mjög svipaðar ábendingar fyrir ári og enn þar á undan fyrir ári. Í fyrra óskuðum við eftir úttekt frá embætti landlæknis um stöðuna og fengum þá frá embættinu töluvert margar ábendingar um það sem betur mætti fara,“ segir Svandís. Bæði Landspítalinn og heilbrigðisyfirvöld hafi fengið ábendingar um ýmislegt sem gera mætti til að hafa jákvæð áhrif á þróunina. „Við höfum sett fjöldamörg verkefni í gang til að bæta stöðuna. Því miður er þetta þannig verkefni að það verður ekki líst á einni nóttu. Ef hún væri til væri búið að grípa til hennar.“ Fjölgun hjúkrunarrýma slái á vandann Svandís rifjar upp fjölgun hjúkrunarrýma á síðasta ári. Fjörutíu rými á Seltjarnarnesi og tugi rými í Hafnarfirði sem hún lýsir sem stórsókn. Á þessu ári bætist við 99 rými á Sléttuvegi. „Allt þetta telur fyrir útskriftarvandann svokallaða. Við höfum sett umtalsvert aukið fé í heimahjúkrun sem skiptir líka miklu máli. Við höfum líka styrkt heilsugæsluna til að styrkja það sem er heilsueflandi móttökur. Við höfum verið að fjölga dagdvalarrýmum. Þannig að við erum með mjög mörg verkefni í gangi sem eru til þess fallin að styðja við starfsemina.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrirsagnir dagsins ekki geta ráðið ferðinni. Hún þurfi að líta til heildarsýnarinnar.Vísir/Baldur Hrafnkell Það sé ekki rétt að einhver hagræðingarkrafa sé á Landspítalann. „Landspítalinn hefur fengið aukið fjármagn frá ári til árs allt þetta kjörtímabil. Umfram það sem liggur í mannfjölguninni og verðlagsuppfærslum. Það sem verið er að gefa Landspítalanum núna er til að bregðast við hallarekstri. Það myndi hver einasta heilbrigðisstofnun ef út í það er farið þurfa að gera ef það stefndi í hallarekstur. Spítalinn er að fá 4,8% aukningu umfram verðlag í fjárlögum þessa árs.“ Framlag til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu er minna hér á landi en á Norðurlöndunum. Ráðherra segir ljóst að Ísland vilji komast lengra en um sé að ræða mjög stórt og samsett verkefni. „Ef við erum að tala um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar í heild þá höfum við komið þannig út í samanburði að við höfum verið að auka umtalsvert frá ári til árs. Til dæmis í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur framlagið til heilsugæslunnar aukist um 19,5 prósent á föstu verðlagi frá 2017 til 2020. Sjúkrahússþjónustan hefur veirð að bæta við sig í kringum 10%. Þannig að við erum að tala um umtalsverða aukningu inn í heilbrigðisþjónustuna. En það er alveg ljóst að betur má ef duga skal. Við þurfum, ef við ætlum að standa jafnfætis þessum ríkjum sem við viljum bera okkur smaan við á Norðurlöndunum, þá þurfum við að gera betur í þessu.“ Sjúklingar borgi of mikið Svandís segir að draga þurfi úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem borgi of mikið hér á landi. „Við höfum verið að fella niður komugjöld í heilsugæsluna fyrir aldraðra og öryrkja, gerðum það um þar síðustu áramót. Erum að lækka þessi gjöld um þessi áramót. Við viljum lækka líka kostnað fyrir lyf og ýmislegt annað sem er í farvatninu varðandi þau mál. Þannig að á öllum vígstöðvum erum við að bæta heilbrigðisþjónustuna, draga úr kostnaði fyrir almenning og styðja við heilbrigðiskerfið.“ Aðspurð um slys sem gætu orðið vegna aðstæðna á spítalanum hverju sinni segir ráðherra verkefni sitt að horfa á heildarmyndina. Páll Matthíasson er forstjóri Landsítalans.Landspítalinn „Þess vegna verð ég að gæta þess að fyrirsagnir dagsins séu ekki það sem ræður verkefnum dagsins hjá mér. Ég þarf að horfa til lengri framtíðar, horfa á stóru verkefnin, það er það sem stjórnvöld eiga að gera, móta stefnu - byggja upp til lengri framtíðar. Við erum með fjöldamörg stór verkefni í gangi til að bæta heildaraðstöðuna.“ Það breyti því ekki að það komi upp aðstæður á tilteknum deildum. „Núna er það á bráðamóttökunni. Það getur verið annars staðar í næstu viku og enn annars staðar eftir mánuð eða sex mánuði. Mitt verkefni er að freista þess að halda heildarsýninni, halda utan um heildarhagsmuni og láta ekki fyrirsagnir dagsins rugla þann fókus. En taka samt fullt tillit til þeirra áhyggja sem koma frá þeim sem vinna verkin.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. 5. janúar 2020 22:16 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga seglum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. Kafnaði eftir að hafa verið sendur heim Páll Heimir Pálsson greindir með krabbamein í lungum í sumar. Eftir lyfja- og geislameðferð sem gekk vel í fyrstu veiktist Páll í stuttri ferð til Bretlands. Páll hafi því verið skoðaður á bráðamóttöku og lagður inn í stuttan tíma, þar til hann hélt heim um nóttina. Veikindi Páls hafi síðan ágerst, en daginn eftir hafi hann verið kominn með um 40 stiga hita. Því hafi verið farið með Pál aftur upp á bráðamóttöku, þar sem hann dvaldi í tvær nætur. Páll var 57 ára þegar hann lést á heimili sínu. Hér sést hann ásamt Bryndísi eiginkonu sinni. „Þá kemur læknir sem metur það þannig að hann sé orðinn hress, hann þurfi ekki lengur súrefni og við megum bara fara heim,“ sagði Bryndís í samtali við Ríkisútvarpið í gær. Heimferðin hafi reynst Páli mjög erfið, þar sem hann hafi enn verið mjög veikur. Hann var síðan rúmliggjandi í tvo daga, og vart náð andanum. „En síðan á sunnudagsmorguninn deyr hann. Hann bara kafnar í höndunum á mér,“ sagði Bryndís í viðtalinu. Segir stöðuna á bráðamóttöku ómögulega Fregnirnar koma í framhaldi af hjálparkalli yfirmanna og yfirlækna á Landspítalanum vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku spítalans. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum, er meðal þeirra sem líst hafa yfir áhyggjum af stöðu mála á bráðamóttöku.Vísir/Sigurjón Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. Athygli vekur að dauðsfall Páls Heimis er ekki á meðal atvikanna alvarlegu. Viðvarandi staða á bráðamóttöku „Ég vil lýsa því yfir að ég harma það sem þarna gerðist,“ segir Svandís Svavarsdóttir um fyrrnefnd mál Páls Heimis. Hún hafi þó ekki haft ráðrúm til að kynna sér málið á nokkurn hátt og telji ekki rétt að tjá sig frekar um málið. Staðan á bráðamóttökunni sé auðvitað alvarleg og því miður viðvarandi að mati ráðherra. Nýja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi.Seltjarnarnesbær „Við sjáum í raun og veru mjög svipaðar ábendingar fyrir ári og enn þar á undan fyrir ári. Í fyrra óskuðum við eftir úttekt frá embætti landlæknis um stöðuna og fengum þá frá embættinu töluvert margar ábendingar um það sem betur mætti fara,“ segir Svandís. Bæði Landspítalinn og heilbrigðisyfirvöld hafi fengið ábendingar um ýmislegt sem gera mætti til að hafa jákvæð áhrif á þróunina. „Við höfum sett fjöldamörg verkefni í gang til að bæta stöðuna. Því miður er þetta þannig verkefni að það verður ekki líst á einni nóttu. Ef hún væri til væri búið að grípa til hennar.“ Fjölgun hjúkrunarrýma slái á vandann Svandís rifjar upp fjölgun hjúkrunarrýma á síðasta ári. Fjörutíu rými á Seltjarnarnesi og tugi rými í Hafnarfirði sem hún lýsir sem stórsókn. Á þessu ári bætist við 99 rými á Sléttuvegi. „Allt þetta telur fyrir útskriftarvandann svokallaða. Við höfum sett umtalsvert aukið fé í heimahjúkrun sem skiptir líka miklu máli. Við höfum líka styrkt heilsugæsluna til að styrkja það sem er heilsueflandi móttökur. Við höfum verið að fjölga dagdvalarrýmum. Þannig að við erum með mjög mörg verkefni í gangi sem eru til þess fallin að styðja við starfsemina.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrirsagnir dagsins ekki geta ráðið ferðinni. Hún þurfi að líta til heildarsýnarinnar.Vísir/Baldur Hrafnkell Það sé ekki rétt að einhver hagræðingarkrafa sé á Landspítalann. „Landspítalinn hefur fengið aukið fjármagn frá ári til árs allt þetta kjörtímabil. Umfram það sem liggur í mannfjölguninni og verðlagsuppfærslum. Það sem verið er að gefa Landspítalanum núna er til að bregðast við hallarekstri. Það myndi hver einasta heilbrigðisstofnun ef út í það er farið þurfa að gera ef það stefndi í hallarekstur. Spítalinn er að fá 4,8% aukningu umfram verðlag í fjárlögum þessa árs.“ Framlag til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu er minna hér á landi en á Norðurlöndunum. Ráðherra segir ljóst að Ísland vilji komast lengra en um sé að ræða mjög stórt og samsett verkefni. „Ef við erum að tala um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar í heild þá höfum við komið þannig út í samanburði að við höfum verið að auka umtalsvert frá ári til árs. Til dæmis í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur framlagið til heilsugæslunnar aukist um 19,5 prósent á föstu verðlagi frá 2017 til 2020. Sjúkrahússþjónustan hefur veirð að bæta við sig í kringum 10%. Þannig að við erum að tala um umtalsverða aukningu inn í heilbrigðisþjónustuna. En það er alveg ljóst að betur má ef duga skal. Við þurfum, ef við ætlum að standa jafnfætis þessum ríkjum sem við viljum bera okkur smaan við á Norðurlöndunum, þá þurfum við að gera betur í þessu.“ Sjúklingar borgi of mikið Svandís segir að draga þurfi úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem borgi of mikið hér á landi. „Við höfum verið að fella niður komugjöld í heilsugæsluna fyrir aldraðra og öryrkja, gerðum það um þar síðustu áramót. Erum að lækka þessi gjöld um þessi áramót. Við viljum lækka líka kostnað fyrir lyf og ýmislegt annað sem er í farvatninu varðandi þau mál. Þannig að á öllum vígstöðvum erum við að bæta heilbrigðisþjónustuna, draga úr kostnaði fyrir almenning og styðja við heilbrigðiskerfið.“ Aðspurð um slys sem gætu orðið vegna aðstæðna á spítalanum hverju sinni segir ráðherra verkefni sitt að horfa á heildarmyndina. Páll Matthíasson er forstjóri Landsítalans.Landspítalinn „Þess vegna verð ég að gæta þess að fyrirsagnir dagsins séu ekki það sem ræður verkefnum dagsins hjá mér. Ég þarf að horfa til lengri framtíðar, horfa á stóru verkefnin, það er það sem stjórnvöld eiga að gera, móta stefnu - byggja upp til lengri framtíðar. Við erum með fjöldamörg stór verkefni í gangi til að bæta heildaraðstöðuna.“ Það breyti því ekki að það komi upp aðstæður á tilteknum deildum. „Núna er það á bráðamóttökunni. Það getur verið annars staðar í næstu viku og enn annars staðar eftir mánuð eða sex mánuði. Mitt verkefni er að freista þess að halda heildarsýninni, halda utan um heildarhagsmuni og láta ekki fyrirsagnir dagsins rugla þann fókus. En taka samt fullt tillit til þeirra áhyggja sem koma frá þeim sem vinna verkin.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. 5. janúar 2020 22:16 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. 5. janúar 2020 22:16
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30
Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent