Áfram draumur hjá Luca Doncic en martröð fyrir Steve Kerr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 07:30 Luka Doncic er bara tvítugur en strax kominn í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar. Getty/Glenn James Það spila fáir betur í NBA-deildinni þessa daganna en Slóveninn Luka Doncic sem átti enn einn stórleikinn með Dallas Mavericks liðinu í nótt.Luka Doncic náði þrennu í ellefta skiptið á tímabilinu þegar Dallas Mavericks vann 118-110 sigur á Chicago Bulls en það var einkum þriðji leikhlutinn sem stóð upp úr hjá Luka Doncic. 38 PTS | 11 REB | 10 AST@luka7doncic's 2nd straight triple-double steers the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/fOACAAIGa9— NBA (@NBA) January 7, 2020 Luka Doncic endaði með 38 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar en hann skoraði 21 stig í þriðja leikhlutanum þar af 17 af 19 stigum Dallas liðsins á síðustu 5:35 í leikhlutanum. Á þessum sama kafla náði Dallas Mavericks forystunni sem liðið hélt út allan leikinn. Þjálfarinn Rick Carlisle hrósaði sínum manni fyrir hvernig hann tók á varnartilburðum mótherjanna. „Það flottasta við hans frammistöðu í kvöld var hátterni hans og sjálfsstjórn. Liðin eru að senda íþróttamenn á hann sem láta hann finna fyrir því en hann heldur alltaf haus,“ sagði Rick Carlisle. Luka Doncic er líka þekktur fyrir að velta sér ekki mikið upp úr tölfræðinni sinni eftir leiki. „Það sem skiptir mig öllu máli er að vinna leikinn. Við þurfum á þessum sigri að halda eftir að hafa tapað síðasta leik (í framlengingu á móti Charlotte) þar sem við áttum að vinna. Liðið mitt hjálpar mér mikið. Við spiluðum af krafti frá byrjun og þannig verður það að vera hjá okkur,“ sagði Luka Doncic. 38 PTS, 11 REB, 10 AST 2nd triple-double in a row 11th of the season Luka Doncic walks off with the @dallasmavs home W. #PhantomCam#MFFLpic.twitter.com/QtsI5dvkUR— NBA (@NBA) January 7, 2020 Dallas lék án Kristaps Porzingis í fjórða leiknum í röð en hann er að glíma við hnémeiðsli. Dwight Powell skoraði 16 stig og hitti úr öllum skotum sínum í leiknum. Finninn Lauri Markkanen var stigahæstur hjá Chicago Bulls með 26 stig þrátt fyrir að spila á aumum ökkla eftir að hafa misstigið sig í síðasta leik.Lið San Antonio Spurs sýndi á sér nýja hlið í 126-104 sigri á toppliði Milwaukee Bucks. Leikmenn Spurs settu niður nítján þriggja stiga skot í leiknum og enduðu með þessum góða sigri fimm leikja sigurgöngu Bucks liðsins. DeMar DeRozan skoraði 25 stig, Patty Mills var með 21 stig og þeir LaMarcus Aldridge og Rudy Gay skoruðu báðir átján stig. Mills hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Giannis Antetokounmpo skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar hjá Milwaukee Bucks sem tapaði í fyrsta sinn síðan á jóladag. Liðið er áfram með besta sigurhlutfall deildarinnar, 32 sigra í 38 leikjum. Nikola Jokic goes off for a career-high 47 PTS on 16-25 shooting in the @nuggets road W. #MileHighBasketballpic.twitter.com/ZdsFkg00yn— NBA (@NBA) January 7, 2020 Nikola Jokic skoraði 47 stig í sigri Denver Nuggets á Atlanta Hawks en hann hafði mest áður skorað 41 stig í leik í NBA-deildinni. Jokic hitti úr 16 af 25 skotum og var einnig með 8 fráköst og 5 stoðsendingar. "WAKE YOUR ASS UP. WAKE THE F--K UP." Steve Kerr made sure he earned his ejection *NSFW* pic.twitter.com/IIcoz9U7V6— Bleacher Report (@BleacherReport) January 7, 2020 Steve Kerr fékk ekki að klára leikinn þegar Golden State Warriors tapaði í 29. sinn á tímabilinu nú fyrir Sacramento Kings. Þjálfari Golden State liðsins var rekinn út úr húsi fyrir að öskra á einn dómarann að fara „drulla sér til að fara vakna.“ @TonyWarrenJr drops 30 of his 36 PTS in the 2nd half to lead the @Pacers! #IndianaStylepic.twitter.com/lcG6er9DOn— NBA (@NBA) January 7, 2020 @MarkelleF puts up a new career-high 25 PTS in the @OrlandoMagic win! #MagicAboveAllpic.twitter.com/xImBAc9Qa9— NBA (@NBA) January 7, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Sacramento Kings - Golden State Warriors 111-98 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 118-110 San Antonio Spurs - Milwaukee Bucks 126-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 126-128 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 115-123 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 104-115 Orlando Magic - Brooklyn Nets 101-89 Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 120-113 Washington Wizards - Boston Celtics 99-94 NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Það spila fáir betur í NBA-deildinni þessa daganna en Slóveninn Luka Doncic sem átti enn einn stórleikinn með Dallas Mavericks liðinu í nótt.Luka Doncic náði þrennu í ellefta skiptið á tímabilinu þegar Dallas Mavericks vann 118-110 sigur á Chicago Bulls en það var einkum þriðji leikhlutinn sem stóð upp úr hjá Luka Doncic. 38 PTS | 11 REB | 10 AST@luka7doncic's 2nd straight triple-double steers the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/fOACAAIGa9— NBA (@NBA) January 7, 2020 Luka Doncic endaði með 38 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar en hann skoraði 21 stig í þriðja leikhlutanum þar af 17 af 19 stigum Dallas liðsins á síðustu 5:35 í leikhlutanum. Á þessum sama kafla náði Dallas Mavericks forystunni sem liðið hélt út allan leikinn. Þjálfarinn Rick Carlisle hrósaði sínum manni fyrir hvernig hann tók á varnartilburðum mótherjanna. „Það flottasta við hans frammistöðu í kvöld var hátterni hans og sjálfsstjórn. Liðin eru að senda íþróttamenn á hann sem láta hann finna fyrir því en hann heldur alltaf haus,“ sagði Rick Carlisle. Luka Doncic er líka þekktur fyrir að velta sér ekki mikið upp úr tölfræðinni sinni eftir leiki. „Það sem skiptir mig öllu máli er að vinna leikinn. Við þurfum á þessum sigri að halda eftir að hafa tapað síðasta leik (í framlengingu á móti Charlotte) þar sem við áttum að vinna. Liðið mitt hjálpar mér mikið. Við spiluðum af krafti frá byrjun og þannig verður það að vera hjá okkur,“ sagði Luka Doncic. 38 PTS, 11 REB, 10 AST 2nd triple-double in a row 11th of the season Luka Doncic walks off with the @dallasmavs home W. #PhantomCam#MFFLpic.twitter.com/QtsI5dvkUR— NBA (@NBA) January 7, 2020 Dallas lék án Kristaps Porzingis í fjórða leiknum í röð en hann er að glíma við hnémeiðsli. Dwight Powell skoraði 16 stig og hitti úr öllum skotum sínum í leiknum. Finninn Lauri Markkanen var stigahæstur hjá Chicago Bulls með 26 stig þrátt fyrir að spila á aumum ökkla eftir að hafa misstigið sig í síðasta leik.Lið San Antonio Spurs sýndi á sér nýja hlið í 126-104 sigri á toppliði Milwaukee Bucks. Leikmenn Spurs settu niður nítján þriggja stiga skot í leiknum og enduðu með þessum góða sigri fimm leikja sigurgöngu Bucks liðsins. DeMar DeRozan skoraði 25 stig, Patty Mills var með 21 stig og þeir LaMarcus Aldridge og Rudy Gay skoruðu báðir átján stig. Mills hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Giannis Antetokounmpo skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar hjá Milwaukee Bucks sem tapaði í fyrsta sinn síðan á jóladag. Liðið er áfram með besta sigurhlutfall deildarinnar, 32 sigra í 38 leikjum. Nikola Jokic goes off for a career-high 47 PTS on 16-25 shooting in the @nuggets road W. #MileHighBasketballpic.twitter.com/ZdsFkg00yn— NBA (@NBA) January 7, 2020 Nikola Jokic skoraði 47 stig í sigri Denver Nuggets á Atlanta Hawks en hann hafði mest áður skorað 41 stig í leik í NBA-deildinni. Jokic hitti úr 16 af 25 skotum og var einnig með 8 fráköst og 5 stoðsendingar. "WAKE YOUR ASS UP. WAKE THE F--K UP." Steve Kerr made sure he earned his ejection *NSFW* pic.twitter.com/IIcoz9U7V6— Bleacher Report (@BleacherReport) January 7, 2020 Steve Kerr fékk ekki að klára leikinn þegar Golden State Warriors tapaði í 29. sinn á tímabilinu nú fyrir Sacramento Kings. Þjálfari Golden State liðsins var rekinn út úr húsi fyrir að öskra á einn dómarann að fara „drulla sér til að fara vakna.“ @TonyWarrenJr drops 30 of his 36 PTS in the 2nd half to lead the @Pacers! #IndianaStylepic.twitter.com/lcG6er9DOn— NBA (@NBA) January 7, 2020 @MarkelleF puts up a new career-high 25 PTS in the @OrlandoMagic win! #MagicAboveAllpic.twitter.com/xImBAc9Qa9— NBA (@NBA) January 7, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Sacramento Kings - Golden State Warriors 111-98 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 118-110 San Antonio Spurs - Milwaukee Bucks 126-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 126-128 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 115-123 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 104-115 Orlando Magic - Brooklyn Nets 101-89 Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 120-113 Washington Wizards - Boston Celtics 99-94
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira