Hið besta mál gerist fólk vegan en það bjargi ekki jörðinni eitt og sér Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2020 15:00 Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/Baldur „Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem hafa farið alla leið og eru vegan en eins og maður sér stundum haldið fram, slegið upp í fjölmiðlum: „Going Vegan saves the planet“. Það er bara ekki satt. Því miður. Jafnvel þó að maður gjarnan vildi það.“Þetta segir Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og vísindamaður í samtali við Vísi en hann hefur undanfarna daga staðið í ströngu í rökræðum við grænkera á Twitter, sem fett hafa fingur út í það að hann tali ekki nóg um mikilvægi þess að taka upp vegan-mataræði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, þegar Sævar Helgi heldur erindi um hvað sé hægt að gera til að stemma í stigu við þær breytingar á náttúrunni sem mannkynið stendur nú frammi fyrir.Í umræðunum benti Sævar Helgi á að losun vegna kjötframleiðslu væri vissulega vandamál og það að hætta að borða kjöt væri sannarlega lóð á vogarskálarnar, en það væri þó ekki stóra lausnin á loftslagsmálum, en ýjað var að því í umræðunum að grænkeravæðing væri það mikilvægasta sem hver einstaklingar gæti gert.„Það stærsta sem einstaklingar geta gert er að kjósa kerfisbreytingar,“ skrifaði Sævar Helgi á Twitter. Í samtali við Vísi útskýrir hann nánar hvað hann á við. Mikil framþróun hefur verið í þróun á kjötlausu kjöti að undanförnu.Vísir/Getty. Það þurfi að minnka kolefnisspor allra „Einstaklingar geta lagt mjög margt af mörkum til að leggjast gegn loftslagsvánni og eitt af því er að sjálfsögðu að breyta mataræði sínu, það er segja að borða minna kjöt. Við vitum alveg sem er líka að það dugir ekki til heldur þurfum við að breyta því hvernig við framleiðum matvæli. Þau verða að verða framleidd á sjálfbærari hátt, vistvænni hátt. Í leiðinni þurfum við að breyta raforkukerfinu, hvernig við byggjum húsin okkar. Hvaða orkugjafa við notum í samgöngum og svo framvegis,“ segir Sævar Helgi. Það verði ekki leyst með einstaklingsframtakinu einu saman. „Það þarf kerfisbreytingar sem miða að því að við minnkum kolefnisspor allra hvort sem að fólki líkar það betur eða verr þannig séð og í raun og veru kannski frekar án þess að fólk taki eftir því þannig að það hafi engin sérstök áhrif á daglegt líf þeirra. Það til dæmis gerum við með því að breyta landbúnaðarkerfum heimsins og framleiða mat, kjöt sérstaklega, á sjálfbærari og vistvænni hátt,“ segir Sævar Helgi. Til að stuðla að þessu geti einstaklingar gert ýmislegt, til dæmis að breyta neysluvenjum, en allir þurfi að leggja sitt af mörkum, meðal annars í kjörklefanum. „Allur pakkinn, stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir og sjálfsögðu einstaklingar. Það þarf þá að kjósa þannig að við kjósum fólk sem að vill gera þær breytingar að koma okkur úr kolefnissamfélagi í samfélag sem framleiðir orkuna á vistvænni hátt eins og við höfum gert á Íslandi til dæmis með fallvötnum,“ segir Sævar Helgi. Víða núningur og viðnám vegna þess sem þurfi að gera Tekur hann Ástralíu sem dæmi þar sem nú geisa miklar skógar- og kjarreldar. Talið er að loftslagsbreytingar eigi sinn þátt í því hversu miklir eldarnir eru þetta árið. „Við sjáum það til dæmis í Ástralíu þar sem er ríkisstjórn við völd sem hefur unnið gegn markmiðum í loftslagsmálum og það er það sem maður er að meina. Það þarf að kjósa fólk sem er til í að berjast fyrir þessum stóru breytingum sem við þurfum og verðum að gera á lífi okkar á jörðinni, ef að við ætlum að koma í veg fyrir frekari óþarfa hamfarir og versnandi ástand á jörðinni sem ég held að enginn vilji,“ segir Sævar Helgi. Kerfisbreytinga er þörfð að sögn Sævars, meðal annars það að minnka notkun jarðefnaeldsneytis.Vísir/Getty Til margs að vinna að breyta mataræðinu Þannig sé það hið besta mál ef sem flestir kjósi að að gerast vegan eða grænmetisæta. En vandamálið sé stærra en það að það sé stóra lausnin við loftslagsmálum. „Jafn vel þó að við myndum breyta mataræðinu alveg þá er samt sem áður 85-90 prósent eftir að kökunni sem við þurfum að skera niður. Það er til margs að vinna með að breyta mataræðinu. Það er heilsusamlegt og fer vel með náttúruna þannig að ég tala algjörlega fyrir því. Ég held við séum flest öll alveg sammála. Ég vil bara halda staðreyndunum til haga og að það sé vísað í traustar heimildir.“ Losun vegna kjötframleiðslu er vandamál en alls ekki stærsta vandamálið eins og sjá má. Að borða minna kjöt hjálpar svo sannarlega en er langt frá því að vera stóra lausnin. Er annars með glæru um þetta í fyrirlestrunum og sýni þar kolefnisspor mismunandi matvæla. pic.twitter.com/CHX7WoqBDO— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 4, 2020 Það sé þó mikilvægt að gera ekki lítið úr framlagi einstaklinga til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. „Það má ekki gera lítið úr persónulega framlagi en það er samt lykilatriði að halda staðreyndunum á hreinu og hafa það í huga að þótt að það sé góður vilji á bak við þá verður maður að berjast fyrir breytingum á stærri stöðum sem skila á endanum breytingum sem við þurfum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef að við ætlum að halda áfram að framleiða hlutina okkar og raforkuna og matinn okkar eins og við höfum gert þá breytist þetta ekki neitt. Jafnvel þó að stór hluti eða einhver hluti jarðarbúa gerist vegan, grænmetisætur eða hvað annað.“ Loftslagsmál Neytendur Umhverfismál Vegan Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
„Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem hafa farið alla leið og eru vegan en eins og maður sér stundum haldið fram, slegið upp í fjölmiðlum: „Going Vegan saves the planet“. Það er bara ekki satt. Því miður. Jafnvel þó að maður gjarnan vildi það.“Þetta segir Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og vísindamaður í samtali við Vísi en hann hefur undanfarna daga staðið í ströngu í rökræðum við grænkera á Twitter, sem fett hafa fingur út í það að hann tali ekki nóg um mikilvægi þess að taka upp vegan-mataræði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, þegar Sævar Helgi heldur erindi um hvað sé hægt að gera til að stemma í stigu við þær breytingar á náttúrunni sem mannkynið stendur nú frammi fyrir.Í umræðunum benti Sævar Helgi á að losun vegna kjötframleiðslu væri vissulega vandamál og það að hætta að borða kjöt væri sannarlega lóð á vogarskálarnar, en það væri þó ekki stóra lausnin á loftslagsmálum, en ýjað var að því í umræðunum að grænkeravæðing væri það mikilvægasta sem hver einstaklingar gæti gert.„Það stærsta sem einstaklingar geta gert er að kjósa kerfisbreytingar,“ skrifaði Sævar Helgi á Twitter. Í samtali við Vísi útskýrir hann nánar hvað hann á við. Mikil framþróun hefur verið í þróun á kjötlausu kjöti að undanförnu.Vísir/Getty. Það þurfi að minnka kolefnisspor allra „Einstaklingar geta lagt mjög margt af mörkum til að leggjast gegn loftslagsvánni og eitt af því er að sjálfsögðu að breyta mataræði sínu, það er segja að borða minna kjöt. Við vitum alveg sem er líka að það dugir ekki til heldur þurfum við að breyta því hvernig við framleiðum matvæli. Þau verða að verða framleidd á sjálfbærari hátt, vistvænni hátt. Í leiðinni þurfum við að breyta raforkukerfinu, hvernig við byggjum húsin okkar. Hvaða orkugjafa við notum í samgöngum og svo framvegis,“ segir Sævar Helgi. Það verði ekki leyst með einstaklingsframtakinu einu saman. „Það þarf kerfisbreytingar sem miða að því að við minnkum kolefnisspor allra hvort sem að fólki líkar það betur eða verr þannig séð og í raun og veru kannski frekar án þess að fólk taki eftir því þannig að það hafi engin sérstök áhrif á daglegt líf þeirra. Það til dæmis gerum við með því að breyta landbúnaðarkerfum heimsins og framleiða mat, kjöt sérstaklega, á sjálfbærari og vistvænni hátt,“ segir Sævar Helgi. Til að stuðla að þessu geti einstaklingar gert ýmislegt, til dæmis að breyta neysluvenjum, en allir þurfi að leggja sitt af mörkum, meðal annars í kjörklefanum. „Allur pakkinn, stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir og sjálfsögðu einstaklingar. Það þarf þá að kjósa þannig að við kjósum fólk sem að vill gera þær breytingar að koma okkur úr kolefnissamfélagi í samfélag sem framleiðir orkuna á vistvænni hátt eins og við höfum gert á Íslandi til dæmis með fallvötnum,“ segir Sævar Helgi. Víða núningur og viðnám vegna þess sem þurfi að gera Tekur hann Ástralíu sem dæmi þar sem nú geisa miklar skógar- og kjarreldar. Talið er að loftslagsbreytingar eigi sinn þátt í því hversu miklir eldarnir eru þetta árið. „Við sjáum það til dæmis í Ástralíu þar sem er ríkisstjórn við völd sem hefur unnið gegn markmiðum í loftslagsmálum og það er það sem maður er að meina. Það þarf að kjósa fólk sem er til í að berjast fyrir þessum stóru breytingum sem við þurfum og verðum að gera á lífi okkar á jörðinni, ef að við ætlum að koma í veg fyrir frekari óþarfa hamfarir og versnandi ástand á jörðinni sem ég held að enginn vilji,“ segir Sævar Helgi. Kerfisbreytinga er þörfð að sögn Sævars, meðal annars það að minnka notkun jarðefnaeldsneytis.Vísir/Getty Til margs að vinna að breyta mataræðinu Þannig sé það hið besta mál ef sem flestir kjósi að að gerast vegan eða grænmetisæta. En vandamálið sé stærra en það að það sé stóra lausnin við loftslagsmálum. „Jafn vel þó að við myndum breyta mataræðinu alveg þá er samt sem áður 85-90 prósent eftir að kökunni sem við þurfum að skera niður. Það er til margs að vinna með að breyta mataræðinu. Það er heilsusamlegt og fer vel með náttúruna þannig að ég tala algjörlega fyrir því. Ég held við séum flest öll alveg sammála. Ég vil bara halda staðreyndunum til haga og að það sé vísað í traustar heimildir.“ Losun vegna kjötframleiðslu er vandamál en alls ekki stærsta vandamálið eins og sjá má. Að borða minna kjöt hjálpar svo sannarlega en er langt frá því að vera stóra lausnin. Er annars með glæru um þetta í fyrirlestrunum og sýni þar kolefnisspor mismunandi matvæla. pic.twitter.com/CHX7WoqBDO— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 4, 2020 Það sé þó mikilvægt að gera ekki lítið úr framlagi einstaklinga til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. „Það má ekki gera lítið úr persónulega framlagi en það er samt lykilatriði að halda staðreyndunum á hreinu og hafa það í huga að þótt að það sé góður vilji á bak við þá verður maður að berjast fyrir breytingum á stærri stöðum sem skila á endanum breytingum sem við þurfum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef að við ætlum að halda áfram að framleiða hlutina okkar og raforkuna og matinn okkar eins og við höfum gert þá breytist þetta ekki neitt. Jafnvel þó að stór hluti eða einhver hluti jarðarbúa gerist vegan, grænmetisætur eða hvað annað.“
Loftslagsmál Neytendur Umhverfismál Vegan Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira