Vinstristjórn komin til valda á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 13:54 Sánchez (t.v.) og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, fagna sigri eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í dag. Vísir/EPA Ný ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum var samþykkt á spænska þinginu með aðeins tveggja atkvæða mun í dag. Þetta verður fyrsta samsteypustjórn Spánar frá því fyrir borgarastríðið á 4. áratug síðustu aldar. Einfaldur meirihluti þingmanna greiddi nýju minnihlutastjórninni atkvæði sitt í dag. Auk þingmanna Sósíalistaflokksins og Við getum studdu nokkrir héraðsflokkar, þar á meðal Baska og Katalóna, Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista, sem forsætisráðherra. Átján þingmenn katalónskra sjálfstæðissinna og baskneskra þjóðernissinna sátu hjá. Lítið má út af bregða hjá nýju ríkisstjórninni en hún hélt aðeins velli með tveggja atkvæða mun. Spænska dagblaðið El País segir að Sánchez verði mögulega svarinn í embætti þegar á morgun. Á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og að hækka lágmarkslaun. Hún mun þurfa að reiða sig á stuðning þingmanna annarra flokka til að koma einstökum málum í gegnum þingið. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarin ár og voru þingkosningarnar í nóvember þær fjórðu frá árinu 2015. Landinu hefur verið stýrt af Lýðflokknum og sósíalistum til skiptis frá því að lýðræði var komið aftur á eftir dauða einræðisherrans Franco árið 2014. Ný ríkisstjórnin er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því á tíma annars lýðveldisins svonefnda sem varði frá 1931 til 1939. Þingið hafnaði nýju stjórninni í atkvæðagreiðslu sem fór fram á sunnudag þar sem hún þurfti hreinan meirihluta þingmanna. Í seinni atkvæðagreiðslunni í dag dugði einfaldur meirihluti. Spánn Tengdar fréttir Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Ný ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum var samþykkt á spænska þinginu með aðeins tveggja atkvæða mun í dag. Þetta verður fyrsta samsteypustjórn Spánar frá því fyrir borgarastríðið á 4. áratug síðustu aldar. Einfaldur meirihluti þingmanna greiddi nýju minnihlutastjórninni atkvæði sitt í dag. Auk þingmanna Sósíalistaflokksins og Við getum studdu nokkrir héraðsflokkar, þar á meðal Baska og Katalóna, Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista, sem forsætisráðherra. Átján þingmenn katalónskra sjálfstæðissinna og baskneskra þjóðernissinna sátu hjá. Lítið má út af bregða hjá nýju ríkisstjórninni en hún hélt aðeins velli með tveggja atkvæða mun. Spænska dagblaðið El País segir að Sánchez verði mögulega svarinn í embætti þegar á morgun. Á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og að hækka lágmarkslaun. Hún mun þurfa að reiða sig á stuðning þingmanna annarra flokka til að koma einstökum málum í gegnum þingið. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarin ár og voru þingkosningarnar í nóvember þær fjórðu frá árinu 2015. Landinu hefur verið stýrt af Lýðflokknum og sósíalistum til skiptis frá því að lýðræði var komið aftur á eftir dauða einræðisherrans Franco árið 2014. Ný ríkisstjórnin er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því á tíma annars lýðveldisins svonefnda sem varði frá 1931 til 1939. Þingið hafnaði nýju stjórninni í atkvæðagreiðslu sem fór fram á sunnudag þar sem hún þurfti hreinan meirihluta þingmanna. Í seinni atkvæðagreiðslunni í dag dugði einfaldur meirihluti.
Spánn Tengdar fréttir Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32
Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05