Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli, sem lokað var fyrr í kvöld vegna veðurs, hafa verið opnaðir að nýju.
Vegir eru þó víða enn lokaðir, til að mynda Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Brattabrekka og Holtavörðuheiði.
Þá er vegurinn um Þverárfjall einnig lokaður sem og Vatnsskarð og Öxnadalsheiði.
