Wade fær þriggja daga hátíð þegar Miami Heat hengir upp treyjuna hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 13:00 LeBron James fékk áritaða treyju frá Dwyane Wade á lokatímabili Wade í NBA. Getty/Harry How NBA körfuboltafélagið Miami Heat ætlar ekki að fara hefðbundna leið þegar treyja Dwyane Wade verður hengd upp í rjáfur á American Airlines Arena. Dwyane Wade gerði mjög mikið fyrir félagið á sínum ferli og forráðamenn Miami Heat vilja hylla hann með mikilli hátíð. Dwyane Wade spilaði þrettán tímabil með Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA meistari með liðinu. Hann á líka mjög mikið af alls kyns félagsmetum hjá Miami Heat enda frábær leikmaður sem spilaði með Miami Heat í langan tíma. Venjulega fá leikmenn eitt kvöld þar sem treyju þeirra er hengd upp með viðhöfn en það var ekki nóg að mati forráðamanna Miami Heat. The Miami Heat will retire Dwyane Wade's No. 3 jersey during a three-day ceremony, Feb. 21-23.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 7, 2020 Treyjuhátið Dwyane Wade mun standa yfir í þrjá daga eða frá 21. til 23. febrúar næstkomandi. Þessir þrír dagar eru táknrænir fyrir Dwyane Wade og Miami Heat því hann spilaði alltaf í treyju númer þrjú og vann einnig þrjá meistaratitla með félaginu. En hvað gerist á þessum þremur dögum? Á föstudeginum verður sérstök hátíðarstund fyrir útvalda aðila þar sem verður minnst þess sem Dwyane Wade gerði með Miami Heat og hvaða áhirf hann hafði á Miami borg. Þeir sem mega mæta þar eru ársmiðahafar, þeir sem eiga lúxussæti og svo styrktaraðilar félagsins. Á laugardeginum verður síðan hefðbundin athöfn í tengslum við leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers þar sem treyja Dwyane Wade fer upp í rjáfur. Á sunnudeginum verður síðan sýnd mynd í American Airlines Arena en þessi mynd er byggð á ævi Dwyane Wade. Tekjur af sölu miða á myndina fara til góðgerðasamtaka Dwyane Wade. Dwyane Wade will have his jersey retired by the @MiamiHEAT on Feb. 22, the team announced. pic.twitter.com/WR8eC3GzxF— SportsCenter (@SportsCenter) January 7, 2020 NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
NBA körfuboltafélagið Miami Heat ætlar ekki að fara hefðbundna leið þegar treyja Dwyane Wade verður hengd upp í rjáfur á American Airlines Arena. Dwyane Wade gerði mjög mikið fyrir félagið á sínum ferli og forráðamenn Miami Heat vilja hylla hann með mikilli hátíð. Dwyane Wade spilaði þrettán tímabil með Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA meistari með liðinu. Hann á líka mjög mikið af alls kyns félagsmetum hjá Miami Heat enda frábær leikmaður sem spilaði með Miami Heat í langan tíma. Venjulega fá leikmenn eitt kvöld þar sem treyju þeirra er hengd upp með viðhöfn en það var ekki nóg að mati forráðamanna Miami Heat. The Miami Heat will retire Dwyane Wade's No. 3 jersey during a three-day ceremony, Feb. 21-23.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 7, 2020 Treyjuhátið Dwyane Wade mun standa yfir í þrjá daga eða frá 21. til 23. febrúar næstkomandi. Þessir þrír dagar eru táknrænir fyrir Dwyane Wade og Miami Heat því hann spilaði alltaf í treyju númer þrjú og vann einnig þrjá meistaratitla með félaginu. En hvað gerist á þessum þremur dögum? Á föstudeginum verður sérstök hátíðarstund fyrir útvalda aðila þar sem verður minnst þess sem Dwyane Wade gerði með Miami Heat og hvaða áhirf hann hafði á Miami borg. Þeir sem mega mæta þar eru ársmiðahafar, þeir sem eiga lúxussæti og svo styrktaraðilar félagsins. Á laugardeginum verður síðan hefðbundin athöfn í tengslum við leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers þar sem treyja Dwyane Wade fer upp í rjáfur. Á sunnudeginum verður síðan sýnd mynd í American Airlines Arena en þessi mynd er byggð á ævi Dwyane Wade. Tekjur af sölu miða á myndina fara til góðgerðasamtaka Dwyane Wade. Dwyane Wade will have his jersey retired by the @MiamiHEAT on Feb. 22, the team announced. pic.twitter.com/WR8eC3GzxF— SportsCenter (@SportsCenter) January 7, 2020
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira