Eva Björk Ben fetar í fótspor bróður síns Gumma Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2020 14:30 Eva hóf störf á íþróttadeild RÚV í gær. vísir „Mér líst bara mjög vel á þetta annars hefði ég ekki leitast eftir því að fara út í þetta,“ segir Eva Björk Benediktsdóttir sem hefur verið ráðin sem íþróttafréttakona á RÚV. Hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur en Edda fer í fæðingarorlof og Kristjana ætlar að taka sér leyfi eins og Vísir greindi frá í lok síðasta árs. „Ég var bara að byrja í gær og er svona enn að læra inn á þetta. Það er gott vera ekkert að færa sig úr húsi úr fréttunum. Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir Eva sem var fréttamaður RÚV á Norðurlandi árið 2018 og færði sig í borgina þar sem hún hefur verið á fréttastofunni frá því í apríl á síðasta ári. „Ég var sjálf lengi í fótbolta og lék með Þór/KA í meistaraflokki þar til að ég meiddist. Ég fékk brjósklos í baki þegar ég var tvítug sem hefur verið að stríða mér síðan 2011,“ segir Eva sem varð að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum. Eva var mjög efnilega knattspyrnukona á sínum tíma. Gummi Ben er eldri bróðir Evu Bjarkar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á boltaíþróttum og það er mikill boltaáhugi í minni fjölskyldu og ég hef alltaf fylgst mikið með.“ Eva Björk er systir Guðmundar Benediktssonar sem hefur í áraraðir verið einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins og er í raun orðinn að þjóðareign. „Hann hefur ekki gefið mér nein sérstök ráð og ég býst nú ekki við því, en maður hefur fylgst vel með honum í gegnum tíðina. Það er örugglega eitthvað hægt að læra af honum ef maður leggur sig fram við það,“ segir Eva á léttu nótunum. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30 Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
„Mér líst bara mjög vel á þetta annars hefði ég ekki leitast eftir því að fara út í þetta,“ segir Eva Björk Benediktsdóttir sem hefur verið ráðin sem íþróttafréttakona á RÚV. Hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur en Edda fer í fæðingarorlof og Kristjana ætlar að taka sér leyfi eins og Vísir greindi frá í lok síðasta árs. „Ég var bara að byrja í gær og er svona enn að læra inn á þetta. Það er gott vera ekkert að færa sig úr húsi úr fréttunum. Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir Eva sem var fréttamaður RÚV á Norðurlandi árið 2018 og færði sig í borgina þar sem hún hefur verið á fréttastofunni frá því í apríl á síðasta ári. „Ég var sjálf lengi í fótbolta og lék með Þór/KA í meistaraflokki þar til að ég meiddist. Ég fékk brjósklos í baki þegar ég var tvítug sem hefur verið að stríða mér síðan 2011,“ segir Eva sem varð að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum. Eva var mjög efnilega knattspyrnukona á sínum tíma. Gummi Ben er eldri bróðir Evu Bjarkar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á boltaíþróttum og það er mikill boltaáhugi í minni fjölskyldu og ég hef alltaf fylgst mikið með.“ Eva Björk er systir Guðmundar Benediktssonar sem hefur í áraraðir verið einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins og er í raun orðinn að þjóðareign. „Hann hefur ekki gefið mér nein sérstök ráð og ég býst nú ekki við því, en maður hefur fylgst vel með honum í gegnum tíðina. Það er örugglega eitthvað hægt að læra af honum ef maður leggur sig fram við það,“ segir Eva á léttu nótunum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30 Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30
Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30