Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur áhuga á Donny van de Beek, miðjumanni Ajax, samkvæmt heimildum ESPN. Hann gæti reynt að kaupa hann í þessum mánuði.
Ole Gunnar Solskjaer is considering a January move for Ajax midfielder Donny van de Beek, sources have told ESPN. pic.twitter.com/aTjW87fwxR
— ESPN FC (@ESPNFC) January 8, 2020
Van De Beek sló í gegn með Ajax á síðasta tímabili. Liðið varð þá tvöfaldur meistari heima fyrir og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Á síðasta tímabili skoraði Van De Beek 17 mörk í 57 leikjum í öllum keppnum. Hann hefur alls leikið 164 leiki fyrir Ajax og skorað 40 mörk.
Van De Beek, sem er 22 ára, hefur leikið níu leiki fyrir hollenska A-landsliðið.
Solskjær vill styrkja leikmannahóp United sem hefur ekki gengið sem skyldi á þessu tímabili.