Óskarsverðlaunin í ár án kynnis líkt og í fyrra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 22:19 Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahátíð ársins 2020 verður án hefðbundins kynnis, líkt og á síðasta ári. Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Karey Burke, forseti ABC-afþreyingarsamsteypunnar, staðfesti þetta, að því er fram kemur í fréttaflutningi Guardian. Margir höfðu þegar spáð því að enginn opinber kynnir yrði á hátíðinni, þar sem ekki væri búið að tilkynna um slíkan rúmum mánuði áður en hátíðin fer fram. Ástæður þess að enginn fastur kynnir hélt utan um hátíðina í fyrra voru þær að leikarinn Kevin Hart, sem átti upprunalega að kynna hátíðina, sagði sig frá hátíðinni eftir að gömul tíst frá honum komu upp á yfirborðið, en tístin innihéldu niðrandi ummæli í garð samkynhneigðra. Hart kaus í fyrstu að biðjast ekki afsökunar á tístunum, en viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að hann sá sig knúinn til að stíga til hliðar. Þess í stað einvalalið leikara fengið til þess að kynna einstök verðlaun, auk þess sem hin goðsagnakennda hljómsveit Queen steig á stokk. Sú ákvörðun ABC að hafa ekki einn stakan kynni í fyrra virðist hafa borið einhvern árangur, en um 30 milljónir fylgdust með hátíðinni, eða 11 prósentum meira en árið á undan. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, sem af mörgum eru talin virtustu kvikmyndaverðlaun heims, verða kynntar 13. janúar næstkomandi. Þar ætla margir að kvikmyndirnar TheIrishman, MarriageStory, Parasite og Once Upon a Time in Hollywood verði fyrirferðarmiklar. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunahátíð ársins 2020 verður án hefðbundins kynnis, líkt og á síðasta ári. Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Karey Burke, forseti ABC-afþreyingarsamsteypunnar, staðfesti þetta, að því er fram kemur í fréttaflutningi Guardian. Margir höfðu þegar spáð því að enginn opinber kynnir yrði á hátíðinni, þar sem ekki væri búið að tilkynna um slíkan rúmum mánuði áður en hátíðin fer fram. Ástæður þess að enginn fastur kynnir hélt utan um hátíðina í fyrra voru þær að leikarinn Kevin Hart, sem átti upprunalega að kynna hátíðina, sagði sig frá hátíðinni eftir að gömul tíst frá honum komu upp á yfirborðið, en tístin innihéldu niðrandi ummæli í garð samkynhneigðra. Hart kaus í fyrstu að biðjast ekki afsökunar á tístunum, en viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að hann sá sig knúinn til að stíga til hliðar. Þess í stað einvalalið leikara fengið til þess að kynna einstök verðlaun, auk þess sem hin goðsagnakennda hljómsveit Queen steig á stokk. Sú ákvörðun ABC að hafa ekki einn stakan kynni í fyrra virðist hafa borið einhvern árangur, en um 30 milljónir fylgdust með hátíðinni, eða 11 prósentum meira en árið á undan. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, sem af mörgum eru talin virtustu kvikmyndaverðlaun heims, verða kynntar 13. janúar næstkomandi. Þar ætla margir að kvikmyndirnar TheIrishman, MarriageStory, Parasite og Once Upon a Time in Hollywood verði fyrirferðarmiklar.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira