Skagamaðurinn, Stefán Teitur Þórðarson, hefur verið kallaður inn í A-landslið karla fyrir verkefni sem bíður landsliðsins síðar í mánuðinum.
Stefán Teitur kemur í stað Emils Hallfreðssonar sem dró sig út úr verkefninu eftir að hann samdi við Padova í ítölsku C-deildinni.
Stefán var lykilmaður í liði ÍA á síðustu leiktíð. Hann spilaði 20 leiki liðsins í Pepsi Max-deildinni og skoraði í þeim eitt mark.
Stefán Teitur Þórðarson hefur verið bætt við hóp A landsliðs karla sem mætir El Salvador og Kanada í janúar.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 8, 2020
Hann kemur inn í hópinn í stað Emils Hallfreðssonar sem getur ekki tekið þátt í verkefninu.#fyririslandhttps://t.co/diuRinBT1F
Hann á að baki tólf leiki fyrir U21-árs landsliðið og hefur skorað í þeim eitt mark.
Ísland mætir El Salvador og Kanada í Bandaríkjunum í janúar.