Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2020 08:53 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. EPA/ROMAN PILIPEY Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. Þar að auki hafi Kínverjar unnið hörðum höndum að því að auka umsvif sín á erlendri grundu og Bandaríkin þurfi að sporna gegn því. Nefndin sem samdi skýrsluna segir einræði hafa aukist til muna í Kína og að takast á við það verði ein mikilvægasta áskorun aldarinnar. Máli þingmanna nefndarinnar til stuðnings er bent á harkalegar aðgerðir gegn minnihlutahópum í Kína, aðgerðir gegn verkalýðsleiðtogum og blaðamönnum, starfrænt og rafrænt eftirlit í Kína, sem er gífurlegt, og ritskoðun. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér yfirlýsingu vegna skýrslunnar í nótt og segir hana hvorki hlutlæga né marktæka. Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að Bandaríkin ættu frekar að huga að mannréttindum þar í landi en að dreifa rógi um Kína. Umrædd nefnd þingmanna var sett á laggirnar árið 2000, þegar Kína var að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina og á hún að fylgjast með og greina almenn mannréttindi þar í landi. Á þessum tíma sögðu stuðningsmenn inngöngu Kína í WTO að hún myndi á endanum bæta mannréttindi og auka frjálslyndi í Kína. Höfundar skýrslunnar segja þó að það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi Kína þróað og útvíkkað umfangsmikið einræðiskerfi sem hannað sé til að brjóta á mannréttindum fólks og jafnvel fangelsa það fyrir að nýta sér grunnmannréttindi þeirra. Vísað er sérstaklega til aðgerða yfirvalda Kína gegn Úígúrum í Xinjianghéraði og segir nefndin að Kínverjar hafi þar framið glæpi gegn mannkyninu. Minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Nefndin leggur einnig til aðgerðir í Bandaríkjunum sem sérstaklega taki mið af því að sporna gegn áhrifum Kína í háskólum Bandaríkjanna, hugveitum og frjálsum félagasamtökum. Bandaríkin Kína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. Þar að auki hafi Kínverjar unnið hörðum höndum að því að auka umsvif sín á erlendri grundu og Bandaríkin þurfi að sporna gegn því. Nefndin sem samdi skýrsluna segir einræði hafa aukist til muna í Kína og að takast á við það verði ein mikilvægasta áskorun aldarinnar. Máli þingmanna nefndarinnar til stuðnings er bent á harkalegar aðgerðir gegn minnihlutahópum í Kína, aðgerðir gegn verkalýðsleiðtogum og blaðamönnum, starfrænt og rafrænt eftirlit í Kína, sem er gífurlegt, og ritskoðun. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér yfirlýsingu vegna skýrslunnar í nótt og segir hana hvorki hlutlæga né marktæka. Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að Bandaríkin ættu frekar að huga að mannréttindum þar í landi en að dreifa rógi um Kína. Umrædd nefnd þingmanna var sett á laggirnar árið 2000, þegar Kína var að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina og á hún að fylgjast með og greina almenn mannréttindi þar í landi. Á þessum tíma sögðu stuðningsmenn inngöngu Kína í WTO að hún myndi á endanum bæta mannréttindi og auka frjálslyndi í Kína. Höfundar skýrslunnar segja þó að það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi Kína þróað og útvíkkað umfangsmikið einræðiskerfi sem hannað sé til að brjóta á mannréttindum fólks og jafnvel fangelsa það fyrir að nýta sér grunnmannréttindi þeirra. Vísað er sérstaklega til aðgerða yfirvalda Kína gegn Úígúrum í Xinjianghéraði og segir nefndin að Kínverjar hafi þar framið glæpi gegn mannkyninu. Minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Nefndin leggur einnig til aðgerðir í Bandaríkjunum sem sérstaklega taki mið af því að sporna gegn áhrifum Kína í háskólum Bandaríkjanna, hugveitum og frjálsum félagasamtökum.
Bandaríkin Kína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira