Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2020 10:45 Drottningin er sögð í miklu uppnámi vegna ákvörðunar hjónanna og faðir og bróðir Harry eru sagðir vera þeim afar reiðir vegna málsins. vísir/epa Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. Slúðurblaðið The Sun býr til nokkurs konar nýyrði úr málinu með vísan til Brexit á forsíðu sinni í dag og kallar málið „Megxit.“ Blaðið kveðst hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, amma Harry, sé í miklu uppnámi vegna málsins og þá séu faðir hans, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, afar reiðir hjónunum. Á forsíðu slúðurblaðsins Daily Mail er síðan sagt frá því að drottningin sé þeim bálreið. Tomorrow's front page: Queen ‘deeply upset’ at Harry and Meghan’s Royal exit sparking ‘civil war’ – with Charles and Wills ‘incadescent with rage’ https://t.co/xo6t5qdpsOpic.twitter.com/ZYEfjlEmwN— The Sun (@TheSun) January 8, 2020 Ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar að gera hlutina eftir sínu höfði Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við neinn né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni í gær. Sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, ævisagnaritarar og blaðamenn hafa undanfarinn hálfan sólarhring greint stöðuna í breskum fjölmiðlum. Engum blöðum er um það fletta að þeir telja ákvörðun hjónanna stórmál auk þess sem það þykir afar undarlegt að þau hafi ekki leitað ráða hjá neinum eða upplýst neinn um hana. Er konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin með hjónin. Dickie Arbiter, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Buckingham-hallar, segir að svo virðist sem Harry og Meghan hafi þann háttinn á að gera hlutina eftir sínu höfði. Það sé ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar. Þá gagnrýnir hann þau fyrir þau áform að ætla að verja tíma sínum jafnt í Bretlandi og Norður-Ameríku. „Þau ætla að hafa annan fótinn í Kanada og hinn fótinn í Bretlandi. Hvernig á það að ganga upp? Þau tala um loftslagsbreytingar en ætla samt sem áður að vera að fljúga þvert yfir Atlantshafið á þotum,“ segir Arbiter. Hann segir að Harry hafi alist upp í fjölmiðlum og viti betur en nokkur annar hvernig eigi að höndla þá, en hjónin hafi átt í afar stormasömum samskiptum við gulu pressunni á Bretlandi og meðal annars höfðað mál gegn Mail on Sunday. „Meghan var leikkona. Leikarar og fólk sem starfar í leikhúsheiminum þrífst á athyglinni. Ég held að málið sé að Meghan fær það sem hún vill. Ég held að margir muni horfa á það sem hefur gerst og kenna henni um það hvernig hefur farið,“ segir Arbiter. „Algjörlega fáránlegt“ að ráðfæra sig ekki við neinn Sagnfræðiprófessorinn Kate Williams, sem hefur sérhæft sig í sögu bresku konungsfjölskyldunnar, segir að það verði erfitt fyrir Harry og Meghan að eiga eðlilegt líf þar sem fjölmiðlaathyglin muni aðeins aukast við þessa fordæmalausu ákvörðun þeirra. Hún segir Meghan og Harry alþjóðlegar stjörnur og bæði hafi þau verið fræg áður en þau gengu í hjónaband. Harry muni síðan koma til með að „skipta meira máli“ þegar fyrst faðir hans og síðan bróðir taka við embætti Bretakonungs. „Hann verður alltaf náinn konungsfjölskyldunni. Það verður erfitt fyrir þau að búa í Kanada í ákveðinn tíma og reyna að halda áfram sem venjulegir stjórnendur í góðgerðarsamtökum. Þau munu þurfa öryggisgæslu því ég sé ekki að fjölmiðlaathyglin muni dvína heldur aukast ef eitthvað er vegna þessarar fordæmalausu ákvörðunar,“ segir Williams. Penny Junor, sem ritað hefur ævisögur um meðlimi konungsfjölskyldunnar, segir málið minna á það þegar Díana prinsessa, mamma Harry, ákvað að hætta afskiptum af 50 góðgerðarsamtökum án þess að ráðfæra sig við neinn eftir að hún og Karl skildu. Þá segir Junor það „algjörlega fáránlegt“ ef Harry og Meghan hafi ekki ráðfært sig við neinn innan konungsfjölskyldunnar vegna ákvörðunarinnar. Ævisagnahöfundurinn Angela Levin segist telja að Englandsdrottning sé miður sín vegna málsins. „Drottningin mun vera í miklu uppnámi og ég held raunar að hún hafi hvorki hugrekki né viljann til þess að takast á við svona mál vegna hás aldurs. En Harry er einstaklingur sem getur tekið sínar eigin ákvarðanir. Sú staðreynd að hann er sá sjötti í röðinni til að erfa krúnuna þýðir að hann þarf ekki að mæta á jafnmarga opinbera viðburði og að hann þyrfti að gera ef hann væri framar í röðinni,“ segir hún.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Harry og Meghan fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, hafa ákveðið að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð. 8. janúar 2020 19:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. Slúðurblaðið The Sun býr til nokkurs konar nýyrði úr málinu með vísan til Brexit á forsíðu sinni í dag og kallar málið „Megxit.“ Blaðið kveðst hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, amma Harry, sé í miklu uppnámi vegna málsins og þá séu faðir hans, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, afar reiðir hjónunum. Á forsíðu slúðurblaðsins Daily Mail er síðan sagt frá því að drottningin sé þeim bálreið. Tomorrow's front page: Queen ‘deeply upset’ at Harry and Meghan’s Royal exit sparking ‘civil war’ – with Charles and Wills ‘incadescent with rage’ https://t.co/xo6t5qdpsOpic.twitter.com/ZYEfjlEmwN— The Sun (@TheSun) January 8, 2020 Ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar að gera hlutina eftir sínu höfði Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við neinn né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni í gær. Sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, ævisagnaritarar og blaðamenn hafa undanfarinn hálfan sólarhring greint stöðuna í breskum fjölmiðlum. Engum blöðum er um það fletta að þeir telja ákvörðun hjónanna stórmál auk þess sem það þykir afar undarlegt að þau hafi ekki leitað ráða hjá neinum eða upplýst neinn um hana. Er konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin með hjónin. Dickie Arbiter, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Buckingham-hallar, segir að svo virðist sem Harry og Meghan hafi þann háttinn á að gera hlutina eftir sínu höfði. Það sé ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar. Þá gagnrýnir hann þau fyrir þau áform að ætla að verja tíma sínum jafnt í Bretlandi og Norður-Ameríku. „Þau ætla að hafa annan fótinn í Kanada og hinn fótinn í Bretlandi. Hvernig á það að ganga upp? Þau tala um loftslagsbreytingar en ætla samt sem áður að vera að fljúga þvert yfir Atlantshafið á þotum,“ segir Arbiter. Hann segir að Harry hafi alist upp í fjölmiðlum og viti betur en nokkur annar hvernig eigi að höndla þá, en hjónin hafi átt í afar stormasömum samskiptum við gulu pressunni á Bretlandi og meðal annars höfðað mál gegn Mail on Sunday. „Meghan var leikkona. Leikarar og fólk sem starfar í leikhúsheiminum þrífst á athyglinni. Ég held að málið sé að Meghan fær það sem hún vill. Ég held að margir muni horfa á það sem hefur gerst og kenna henni um það hvernig hefur farið,“ segir Arbiter. „Algjörlega fáránlegt“ að ráðfæra sig ekki við neinn Sagnfræðiprófessorinn Kate Williams, sem hefur sérhæft sig í sögu bresku konungsfjölskyldunnar, segir að það verði erfitt fyrir Harry og Meghan að eiga eðlilegt líf þar sem fjölmiðlaathyglin muni aðeins aukast við þessa fordæmalausu ákvörðun þeirra. Hún segir Meghan og Harry alþjóðlegar stjörnur og bæði hafi þau verið fræg áður en þau gengu í hjónaband. Harry muni síðan koma til með að „skipta meira máli“ þegar fyrst faðir hans og síðan bróðir taka við embætti Bretakonungs. „Hann verður alltaf náinn konungsfjölskyldunni. Það verður erfitt fyrir þau að búa í Kanada í ákveðinn tíma og reyna að halda áfram sem venjulegir stjórnendur í góðgerðarsamtökum. Þau munu þurfa öryggisgæslu því ég sé ekki að fjölmiðlaathyglin muni dvína heldur aukast ef eitthvað er vegna þessarar fordæmalausu ákvörðunar,“ segir Williams. Penny Junor, sem ritað hefur ævisögur um meðlimi konungsfjölskyldunnar, segir málið minna á það þegar Díana prinsessa, mamma Harry, ákvað að hætta afskiptum af 50 góðgerðarsamtökum án þess að ráðfæra sig við neinn eftir að hún og Karl skildu. Þá segir Junor það „algjörlega fáránlegt“ ef Harry og Meghan hafi ekki ráðfært sig við neinn innan konungsfjölskyldunnar vegna ákvörðunarinnar. Ævisagnahöfundurinn Angela Levin segist telja að Englandsdrottning sé miður sín vegna málsins. „Drottningin mun vera í miklu uppnámi og ég held raunar að hún hafi hvorki hugrekki né viljann til þess að takast á við svona mál vegna hás aldurs. En Harry er einstaklingur sem getur tekið sínar eigin ákvarðanir. Sú staðreynd að hann er sá sjötti í röðinni til að erfa krúnuna þýðir að hann þarf ekki að mæta á jafnmarga opinbera viðburði og að hann þyrfti að gera ef hann væri framar í röðinni,“ segir hún.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Harry og Meghan fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, hafa ákveðið að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð. 8. janúar 2020 19:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15
Harry og Meghan fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, hafa ákveðið að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð. 8. janúar 2020 19:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“