Kommúnisti á meðal ráðherra nýrrar ríkisstjórnar Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 11:03 Sánchez (t.h.) og Iglesias (t.v.) reyndu að mynda saman ríkisstjórn eftir þingkosningar í apríl í fyrra en þær viðræður leystust upp í skugga svikabrigsla. Þeir báru klæði á vopnin eftir að kosið var aftur í nóvember. AP/Paul White Vinstriflokkurinn Við Getum fær fjögur ráðuneyti og embætti varaforsætisráðherra í ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum á Spáni. Búist er við því að Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynni ráðuneyti sitt í næstu viku. Á meðal ráðherra úr röðum Við getum er fyrsti liðsmaður Kommúnistaflokks Spánar sem tekur sæti í ríkisstjórn í átta áratugi. Minnihlutastjórn flokkanna tveggja hlaut blessun spænska þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun í atkvæðagreiðslu á þriðjudag. Þetta er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því fyrir borgarastríðið þar á 4. áratug síðustu aldar. Enginn flokkur eða blokk fékk afgerandi meirihluta í þingkosningum sem fóru fram í nóvember. Það voru fjórðu þingskosningarnar frá árinu 2015 á Spáni. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, verður forsætisráðherra, og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, varaforsætisráðherra. Af fjórum varaforsætisráðherrum verða þrír konur, að sögn spænska blaðsins El País. Talið er að ráðherrum verði fjölgað úr 17 í 20 í ríkisstjórn Sánchez. Iglesias stofnaði Við getum, sem breytti nafni sínu nýlega í Sameinaðar getum við, ásamt félögum sínum við Complutense-háskólann í Madrid árið 2014 til að mótmæla aðhaldsstefnu stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar. Hann er fertugur stjórnmálafræðingur. Alberto Garzón var leiðtogi Sameinaðs vinstri þar til flokkurinn rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl.Vísir/EPA Búist er við því að Irene Montero, eiginkona Iglesias, taki sæti í ríkisstjórninni sem jafnréttisráðherra. Hún er 31 árs sálfræðingur og kvennréttindasinni sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2016.Reuters-fréttastofan segir að Alberto Garzón taki við nýju embætti neytendamálaráðherra. Hann er 34 ára gamall hagfræðingur sem hefur setið á þingi fyrir vinstriflokkinn Sameinað vinstri frá árinu 2011. Sá flokkur rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra. Garzón er félagi í Kommúnistaflokki Spánar og verður fyrsti kommúnistinn til að taka sæti í ríkisstjórn á Spáni frá tíma annars lýðveldisins á 4. áratugnum. Hann gaf meðal annars út bók árið 2017 sem bar titilinn „Vegna þess er ég kommúnisti“. Spánn Tengdar fréttir Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Vinstriflokkurinn Við Getum fær fjögur ráðuneyti og embætti varaforsætisráðherra í ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum á Spáni. Búist er við því að Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynni ráðuneyti sitt í næstu viku. Á meðal ráðherra úr röðum Við getum er fyrsti liðsmaður Kommúnistaflokks Spánar sem tekur sæti í ríkisstjórn í átta áratugi. Minnihlutastjórn flokkanna tveggja hlaut blessun spænska þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun í atkvæðagreiðslu á þriðjudag. Þetta er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því fyrir borgarastríðið þar á 4. áratug síðustu aldar. Enginn flokkur eða blokk fékk afgerandi meirihluta í þingkosningum sem fóru fram í nóvember. Það voru fjórðu þingskosningarnar frá árinu 2015 á Spáni. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, verður forsætisráðherra, og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, varaforsætisráðherra. Af fjórum varaforsætisráðherrum verða þrír konur, að sögn spænska blaðsins El País. Talið er að ráðherrum verði fjölgað úr 17 í 20 í ríkisstjórn Sánchez. Iglesias stofnaði Við getum, sem breytti nafni sínu nýlega í Sameinaðar getum við, ásamt félögum sínum við Complutense-háskólann í Madrid árið 2014 til að mótmæla aðhaldsstefnu stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar. Hann er fertugur stjórnmálafræðingur. Alberto Garzón var leiðtogi Sameinaðs vinstri þar til flokkurinn rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl.Vísir/EPA Búist er við því að Irene Montero, eiginkona Iglesias, taki sæti í ríkisstjórninni sem jafnréttisráðherra. Hún er 31 árs sálfræðingur og kvennréttindasinni sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2016.Reuters-fréttastofan segir að Alberto Garzón taki við nýju embætti neytendamálaráðherra. Hann er 34 ára gamall hagfræðingur sem hefur setið á þingi fyrir vinstriflokkinn Sameinað vinstri frá árinu 2011. Sá flokkur rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra. Garzón er félagi í Kommúnistaflokki Spánar og verður fyrsti kommúnistinn til að taka sæti í ríkisstjórn á Spáni frá tíma annars lýðveldisins á 4. áratugnum. Hann gaf meðal annars út bók árið 2017 sem bar titilinn „Vegna þess er ég kommúnisti“.
Spánn Tengdar fréttir Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54
Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32
Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05