Stjarnan næst titlinum og KR ekki í fallsæti Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 08:00 Stjarnan er með flest stig að meðaltali í leik í Pepsi Max-deild karla og það er frekar auðvelt að reikna út meðalstigafjölda Blikakvenna í leikjum liðsins í sumar því liðð hefur unnið þá alla. samsett/hag/daníel Boltinn byrjar aftur að rúlla í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem segja má að Stjarnan sé næst titlinum. Breiðablik stendur vel að vígi í Pepsi Max-deild kvenna þar sem heil umferð fer fram á sunnudag og mánudag. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins olli því að ekki hefur verið spilað í deildunum síðan í júlí. Ekki er ljóst hvenær frestaðir leikir verða settir á dagskrá, og verði frekari tafir á Íslandsmótinu er alls kostar óvíst að það takist að ljúka því. KSÍ hefur sett reglur um að keppni verði að vera lokið 1. desember. Jafnframt verður að ljúka 2/3 hluta leikja í hverri deild til að niðurstaða þar verði tekin gild. Verði deild ekki fullkláruð verður liðum raðað eftir meðalstigafjölda í leik. Að því leyti stendur Stjarnan best að vígi í Pepsi-deild karla (þrátt fyrir að vera í 4. sæti) með 2,33 stig að meðaltali í sínum sex leikjum. Fresta þurfti þremur leikjum liðsins á meðan að það var í sóttkví um tveggja vikna skeið í lok júní og byrjun júlí. Miðað við meðalstigafjölda er Stjarnan efst í Pepsi Max-deild karla með 2,33 stig, KR næst með 2,13, topplið Vals í 3. sæti með 2,11 stig og FH í 4. sæti með 1,75 stig. Staða neðstu liða er óbreytt. Staðan í Pepsi Max-deild karla. Eins og sjá má á Stjarnan 2-3 leiki til góða á önnur lið. Til að keppnistímabilið hjá körlunum teljist gilt þurfa að lágmarki 89 leikir að vera spilaðir í deildinni. Nú þegar ágúst er tæplega hálfnaður eru spilaðir leikir 51 talsins og því vantar 38 leiki upp á að mótið teljist gilt. Það eru sex heilar umferðir og tveimur leikjum betur. Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan Þrátt fyrir að þrjú lið í Pepsi Max-deild kvenna hafi þurft að fara í sóttkví í sumar, og þar af KR-ingar tvisvar, hafa liðin leikið 7-8 leiki hvert. KR er í fallsæti eins og er, en miðað við meðalstigafjölda í leik er liðið fyrir ofan Þrótt og Stjörnuna. Stjarnan og FH eru því í fallsætum miðað við meðalstigafjölda. Breiðablik er í góðum málum með fullt hús stiga eftir sjö leiki, eða þrjú stig að meðaltali í leik. Valskonur hafa leikið einum leik meira og eru með 2,4 stig að meðaltali í leik, og Fylkir er í 3. sæti með 1,7 stig að meðaltali í leik. Staðan í Pepsi Max-deild kvenna. KR væri ekki í fallsæti ef miðað væri við meðalstigafjölda í leik. Tíu lið eru í Pepsi Max-deild kvenna en ekki tólf eins og hjá körlunum. Konurnar þurfa því að spila 60 leiki til að mótið telji og vantar 23 leiki upp á til þess. Þar þarf því að spila fjórar heilar umferðir og þremur leikjum betur. Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00 Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Boltinn byrjar aftur að rúlla í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem segja má að Stjarnan sé næst titlinum. Breiðablik stendur vel að vígi í Pepsi Max-deild kvenna þar sem heil umferð fer fram á sunnudag og mánudag. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins olli því að ekki hefur verið spilað í deildunum síðan í júlí. Ekki er ljóst hvenær frestaðir leikir verða settir á dagskrá, og verði frekari tafir á Íslandsmótinu er alls kostar óvíst að það takist að ljúka því. KSÍ hefur sett reglur um að keppni verði að vera lokið 1. desember. Jafnframt verður að ljúka 2/3 hluta leikja í hverri deild til að niðurstaða þar verði tekin gild. Verði deild ekki fullkláruð verður liðum raðað eftir meðalstigafjölda í leik. Að því leyti stendur Stjarnan best að vígi í Pepsi-deild karla (þrátt fyrir að vera í 4. sæti) með 2,33 stig að meðaltali í sínum sex leikjum. Fresta þurfti þremur leikjum liðsins á meðan að það var í sóttkví um tveggja vikna skeið í lok júní og byrjun júlí. Miðað við meðalstigafjölda er Stjarnan efst í Pepsi Max-deild karla með 2,33 stig, KR næst með 2,13, topplið Vals í 3. sæti með 2,11 stig og FH í 4. sæti með 1,75 stig. Staða neðstu liða er óbreytt. Staðan í Pepsi Max-deild karla. Eins og sjá má á Stjarnan 2-3 leiki til góða á önnur lið. Til að keppnistímabilið hjá körlunum teljist gilt þurfa að lágmarki 89 leikir að vera spilaðir í deildinni. Nú þegar ágúst er tæplega hálfnaður eru spilaðir leikir 51 talsins og því vantar 38 leiki upp á að mótið teljist gilt. Það eru sex heilar umferðir og tveimur leikjum betur. Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan Þrátt fyrir að þrjú lið í Pepsi Max-deild kvenna hafi þurft að fara í sóttkví í sumar, og þar af KR-ingar tvisvar, hafa liðin leikið 7-8 leiki hvert. KR er í fallsæti eins og er, en miðað við meðalstigafjölda í leik er liðið fyrir ofan Þrótt og Stjörnuna. Stjarnan og FH eru því í fallsætum miðað við meðalstigafjölda. Breiðablik er í góðum málum með fullt hús stiga eftir sjö leiki, eða þrjú stig að meðaltali í leik. Valskonur hafa leikið einum leik meira og eru með 2,4 stig að meðaltali í leik, og Fylkir er í 3. sæti með 1,7 stig að meðaltali í leik. Staðan í Pepsi Max-deild kvenna. KR væri ekki í fallsæti ef miðað væri við meðalstigafjölda í leik. Tíu lið eru í Pepsi Max-deild kvenna en ekki tólf eins og hjá körlunum. Konurnar þurfa því að spila 60 leiki til að mótið telji og vantar 23 leiki upp á til þess. Þar þarf því að spila fjórar heilar umferðir og þremur leikjum betur. Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur
Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan
Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00 Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30
Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00
Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn