Stenst ekki skoðun að stjórnvöld skýli sér bak við sérfræðinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 10:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki standast skoðun að ríkisstjórnin hafi skýlst sér á bak við sérfræðinga. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina vegna skorts á áætlunum um framhaldið í sambandi við kórónuveirufaraldurinn koma á óvart. Hún telur að búið sé að vinna úr hlutunum eins vel og hægt sé með nokkuð góðri samstöðu allra stjórnmálaflokka og samfélagsins alls. „Það er ekki þannig að stjórnvöld, og það sem mér fannst beinlínis rangt í málflutningi stjórnarandstöðunnar, það er að stjórnvöld séu að skýla sér á bak við sérfræðinga. Það finnst mér ekki standast skoðun og stjórnarandstaðan verður að sætta sig við það að henni sé svarað, hún getur ekki kveinkað sér undan því þegar henni er svarað þegar hún fer með það sem ég kalla rangindi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að við nánari skoðun komi í ljós að faraldurinn hafi verið til umræðu hjá ríkisstjórn frá því í lok janúar, þegar fyrstu fréttir fóru að berast af veirunni. Þeirri aðferðafræði hafi verið beitt að vera í nánu samtali við vísindamenn og sérfræðinga um ákvarðanir sem hafi verið teknar. Happ að ekki hafi gliðnað milli stjórnmálamanna og sérfræðinga „Ég myndi telja það töluvert happ að það hafi ekki gliðnað á milli þeirra sem best þekkja og stjórnmálamanna í baráttunni við faraldurinn því það hefur gerst víða um heim, þar sem stjórnmálamenn hafa mælt með ýmsum aðferðum og gert ýmsa hluti sem hafa ekki beint notið viðurkenningar vísindamanna,“ segir Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega í gær fyrir að hafa ekki sett fram áætlanir um framhaldið út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þá sögðu þær það fráleitt að forsætisráðherra hafi sakað Þorgerði Katrínu um pólitíska tækifærismennsku og gagnrýndu stjórnvöld fyrir að hafa skýlt sér á bak við sérfræðinga. „Við höfum svo sannarlega ekki skýlt okkur á bak við sérfræðinga, við höfum tekið ábyrgð á öllum þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar og þær hafa að sjálfsögðu ekki verið einfaldar og ekki hafnar yfir gagnrýni,“ svaraði Katrín í morgun. „Hert eftirlit á landamærum mjög mikilvægt“ Hún segir vel koma til greina að harðari aðgerðum verði beitt á landamærum en það hefur verið mikið til umræðu síðustu daga, hvort herða eigi eftirlit á landamærum. „Nú er staðan þannig að ég óskaði eftir því við sóttvarnalækni að hann reyndi að setja niður yfirlit yfir hvaða valkosti við eigum til þess að herða eftirlit á landamærum því ég held að það sé mjög mikilvægt,“ segir Katrín. „Þegar kom að því að við reyndum að opna landamærin meira, því þau voru aldrei lokuð, hér var bara krafa um fjórtán daga sóttkví, þá tel ég að við höfum farið mjög varfærna leið. Hún var að sjálfsögðu rædd, meðal annars við stjórnarandstöðuna, það var gerð hagræn úttekt á mögulegum áhrifum á því að halda áfram að vera með fjórtán daga sóttkví, á móti því að taka upp skimun.“ Sú úttekt sé nú í skoðun og verið sé að uppfæra hana. Meta þurfi hvað hafi gengið vel og hvað hafi ekki gengið vel. Sú úttekt sé jafnframt ekki hafin yfir gagnrýni. Þá þurfi einnig að taka mið af öðrum þáttum en sóttvarnarsjónarmiðum. Efnahagsleg sjónarmið, samfélagsleg- og lýðheilsusjónarmið skipti einnig miklu máli og leggja þurfi mat á þau að sögn Katrínar. „Núna þegar við nálgumst veturinn á Íslandi sem getur verið alveg nógu erfiður án heimsfaraldurs og hugsum um allar þessar vörður sem við sjáum fyrir framan okkur við hlökkum til þá auðvitað skiptir máli að við getum tryggt það að þetta líf geti gengið eins vel og mögulegt er. En það er ekki þannig að valmöguleikarnir séu þannig að landið sé galopið, það er hægt að herða aðgerðir á landamærum með ýmsum hætti og þess vegna óskaði ég eftir því að sóttvarnayfirvöld gæfu ákveðið yfirlit yfir þessa valkosti.“ „Það er yfirlýst markmið okkar í ríkisstjórninni í fyrsta lagi að tryggja best heilbrigðissjónarmiða, að við séum að tryggja varnir gegn veirunni, það er annað markmið að tryggja að samfélagið geti haldist gangandi. Það snýst um skóla, það snýst um íþróttir, það snýst um menningarlíf og það snýst líka auðvitað um að við getum átt einhverjar eðlilegar samgöngur.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13 Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. 11. ágúst 2020 11:22 Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Forsætisráðherra segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina vegna skorts á áætlunum um framhaldið í sambandi við kórónuveirufaraldurinn koma á óvart. Hún telur að búið sé að vinna úr hlutunum eins vel og hægt sé með nokkuð góðri samstöðu allra stjórnmálaflokka og samfélagsins alls. „Það er ekki þannig að stjórnvöld, og það sem mér fannst beinlínis rangt í málflutningi stjórnarandstöðunnar, það er að stjórnvöld séu að skýla sér á bak við sérfræðinga. Það finnst mér ekki standast skoðun og stjórnarandstaðan verður að sætta sig við það að henni sé svarað, hún getur ekki kveinkað sér undan því þegar henni er svarað þegar hún fer með það sem ég kalla rangindi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að við nánari skoðun komi í ljós að faraldurinn hafi verið til umræðu hjá ríkisstjórn frá því í lok janúar, þegar fyrstu fréttir fóru að berast af veirunni. Þeirri aðferðafræði hafi verið beitt að vera í nánu samtali við vísindamenn og sérfræðinga um ákvarðanir sem hafi verið teknar. Happ að ekki hafi gliðnað milli stjórnmálamanna og sérfræðinga „Ég myndi telja það töluvert happ að það hafi ekki gliðnað á milli þeirra sem best þekkja og stjórnmálamanna í baráttunni við faraldurinn því það hefur gerst víða um heim, þar sem stjórnmálamenn hafa mælt með ýmsum aðferðum og gert ýmsa hluti sem hafa ekki beint notið viðurkenningar vísindamanna,“ segir Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega í gær fyrir að hafa ekki sett fram áætlanir um framhaldið út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þá sögðu þær það fráleitt að forsætisráðherra hafi sakað Þorgerði Katrínu um pólitíska tækifærismennsku og gagnrýndu stjórnvöld fyrir að hafa skýlt sér á bak við sérfræðinga. „Við höfum svo sannarlega ekki skýlt okkur á bak við sérfræðinga, við höfum tekið ábyrgð á öllum þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar og þær hafa að sjálfsögðu ekki verið einfaldar og ekki hafnar yfir gagnrýni,“ svaraði Katrín í morgun. „Hert eftirlit á landamærum mjög mikilvægt“ Hún segir vel koma til greina að harðari aðgerðum verði beitt á landamærum en það hefur verið mikið til umræðu síðustu daga, hvort herða eigi eftirlit á landamærum. „Nú er staðan þannig að ég óskaði eftir því við sóttvarnalækni að hann reyndi að setja niður yfirlit yfir hvaða valkosti við eigum til þess að herða eftirlit á landamærum því ég held að það sé mjög mikilvægt,“ segir Katrín. „Þegar kom að því að við reyndum að opna landamærin meira, því þau voru aldrei lokuð, hér var bara krafa um fjórtán daga sóttkví, þá tel ég að við höfum farið mjög varfærna leið. Hún var að sjálfsögðu rædd, meðal annars við stjórnarandstöðuna, það var gerð hagræn úttekt á mögulegum áhrifum á því að halda áfram að vera með fjórtán daga sóttkví, á móti því að taka upp skimun.“ Sú úttekt sé nú í skoðun og verið sé að uppfæra hana. Meta þurfi hvað hafi gengið vel og hvað hafi ekki gengið vel. Sú úttekt sé jafnframt ekki hafin yfir gagnrýni. Þá þurfi einnig að taka mið af öðrum þáttum en sóttvarnarsjónarmiðum. Efnahagsleg sjónarmið, samfélagsleg- og lýðheilsusjónarmið skipti einnig miklu máli og leggja þurfi mat á þau að sögn Katrínar. „Núna þegar við nálgumst veturinn á Íslandi sem getur verið alveg nógu erfiður án heimsfaraldurs og hugsum um allar þessar vörður sem við sjáum fyrir framan okkur við hlökkum til þá auðvitað skiptir máli að við getum tryggt það að þetta líf geti gengið eins vel og mögulegt er. En það er ekki þannig að valmöguleikarnir séu þannig að landið sé galopið, það er hægt að herða aðgerðir á landamærum með ýmsum hætti og þess vegna óskaði ég eftir því að sóttvarnayfirvöld gæfu ákveðið yfirlit yfir þessa valkosti.“ „Það er yfirlýst markmið okkar í ríkisstjórninni í fyrsta lagi að tryggja best heilbrigðissjónarmiða, að við séum að tryggja varnir gegn veirunni, það er annað markmið að tryggja að samfélagið geti haldist gangandi. Það snýst um skóla, það snýst um íþróttir, það snýst um menningarlíf og það snýst líka auðvitað um að við getum átt einhverjar eðlilegar samgöngur.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13 Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. 11. ágúst 2020 11:22 Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13
Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. 11. ágúst 2020 11:22
Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53