Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 08:53 Nemendur í framhaldsskólum munu ekki geta mætt til skóla í vetur á hefðbundinn hátt. Skólameistari hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum þess. Vísir/Vilhelm Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. „Ég hef alltaf áhyggjur af því ef börn og ungt fólk kemst ekki í skóla og ég hef ennþá gríðarlegar áhyggjur af ungu fólki. Við munum leysa menntunarhlutann, við erum með sterka innviði á Íslandi, öfluga kennara og allt það. Áhyggjurnar sem ég hef er að skóli er svo miklu meira en bara námið sem þar fer fram,“ segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er félagslíf nemenda, þeir eru að byrja í skóla og eru að missa fullt af hlutum. Ég hef miklar áhyggjur af þessu unga fólki og ég vil ekki að við tölum um Covid-kynslóðina eftir nokkur ár, við þurfum virkilega að forgangsraða í þágu þessa fólks.“ Hann segir ýmislegt liggja fyrir um hvernig leggja eigi línurnar með skólastarf sem hefst í haust þó að hlutirnir breytist nokkuð hratt. Hægt sé að byggja á góðri reynslu sem varð til síðasta vor. „Um miðjan júní héldum við að við værum að fara í hefðbundið skólastarf síðan kemur nokkrum dögum seinna í ljós að það mun ekki verða og við unnum út frá því að það yrði tveggja metra bil á milli manna,“ segir Kristinn. „Svo heyrum við það í þessari viku að það er líklegt að það verði einn metri. Það eru góðar fréttir, vissulega mjög góðar fréttir.“ Erfitt fyrir ungt fólk að missa félagslífið Nýnemar verða að sögn Kristins fengnir inn í skólann, allavega til að byrja með, en útfæra þurfi það þegar nánari leiðbeiningar koma frá yfirvöldum. „Við tökum þau á hús og munum reyna að sinna þeim eins og við getum en að öllu jöfnu er skóli og félagslíf í kring um skóla að sinna ansi stórum hluta, skóli og íþróttafélög fara ansi langt með líf ungs fólks, að sinna því. Nú er skólinn að sinna bara námshlutanum og þó að við tökum nýnema á hús og kennum þeim á hvað við ætlum að gera og reynum að fá þau til okkar eins og við getum.“ Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, hefur miklar áhyggjur af afleiðingum fjarkennslu fyrir nemendur.Vísir „En þau fara ekki í nýnema ferðina sína sem þau fara á hverju ári, þau fara ekki á fyrsta busaballið. Fyrir okkur sem eldri erum er erfitt að setja okkur í þeirra spor en þetta er erfitt og ég hef fullan skilning á því að þetta sé þessu unga fólki erfitt,“ segir Kristinn. Kennsla verður blönduð segir Kristinn, bæði staðnám og fjarkennsla. „Þetta er ekki búið að útfæra alveg endanlega vegna þess að við erum ekki komin með regluna um einn metra, þær eru ekki komnar til okkar. Þetta eru bara hugmyndir og það getur vel verið að það verði dregið í land. Svo verðum við að horfast í augu við það að eftir hálfan mánuð eða þrjár vikur gætum við þurft að loka skólanum í staðkennslu vegna þess að það kemur upp smit í skólanum.“ Kraftaverk að skólastarf hafi gengið jafn vel og raun bar vitni Verði eins metra fjarlægðarmörk í gildi auðveldi það skólunum mikið, sérstaklega þeim sem eru með verklegt starfnám eða listnám. „Það hjálpar allt til en við verðum ekki með venjulegan skóla og svo erum við kannski líka með starfsmenn sem óttast um heilsu sína og þeir munu þá sinna sinni kennslu í fjarnámi. Um eðlilegt skólastarf verður ekki að ræða en ég held líka til að mynda að kennarar landsins hafi í rauninni leyst kraftaverk ef hendi síðasta vor, og svo sem stjórnendur líka, að halda úti skólastarfi jafn vel og raun bar vitni.“ Afleiðingarnar verði þó talsverðar af því að skólastarf hafi ekki verið hefðbundið. „Við skulum ekki blekkja okkur með það að þó þetta hafi gengið ótrúlega vel þá voru fórnarlömb, nemendur sem duttu út úr námi sem hefðu ekki dottið úr námi vegna Covid og það eru starfsmenn sem lenda í erfiðleikum vegna Covid og munu þykja haustið mjög erfitt.“ „Þetta verður öllum erfitt og það er að sjálfsögðu ekki bara í skólum heldur samfélaginu öllu, en þetta kostar fórnir, jafnvel þó allir séu að leggja sig fram um að gera sitt besta. Ég er ekki að gagnrýna neinn þegar ég segi að ég hef áhyggjur af þessu ástandi. Þetta bara fylgir þessu ástandi, þetta er erfitt og við bara getum ekki leyst allt.“ „Auðvitað er erfitt að undirbúa veturinn en samúð mín er með nemendum og kennurum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Bítið Tengdar fréttir Gagnrýna ríkisstjórnina: „Þau geta ekki skýlt sér á bak við sóttvarnalækni“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar furða sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki gert áætlanir um framhald aðgerða vegna kórónuveirunnar hér á landi. Skoða þurfi hin ýmsu sjónarhorn og taka mið af fleiri þáttum en ferðaþjónustunni. 11. ágúst 2020 13:00 Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. „Ég hef alltaf áhyggjur af því ef börn og ungt fólk kemst ekki í skóla og ég hef ennþá gríðarlegar áhyggjur af ungu fólki. Við munum leysa menntunarhlutann, við erum með sterka innviði á Íslandi, öfluga kennara og allt það. Áhyggjurnar sem ég hef er að skóli er svo miklu meira en bara námið sem þar fer fram,“ segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er félagslíf nemenda, þeir eru að byrja í skóla og eru að missa fullt af hlutum. Ég hef miklar áhyggjur af þessu unga fólki og ég vil ekki að við tölum um Covid-kynslóðina eftir nokkur ár, við þurfum virkilega að forgangsraða í þágu þessa fólks.“ Hann segir ýmislegt liggja fyrir um hvernig leggja eigi línurnar með skólastarf sem hefst í haust þó að hlutirnir breytist nokkuð hratt. Hægt sé að byggja á góðri reynslu sem varð til síðasta vor. „Um miðjan júní héldum við að við værum að fara í hefðbundið skólastarf síðan kemur nokkrum dögum seinna í ljós að það mun ekki verða og við unnum út frá því að það yrði tveggja metra bil á milli manna,“ segir Kristinn. „Svo heyrum við það í þessari viku að það er líklegt að það verði einn metri. Það eru góðar fréttir, vissulega mjög góðar fréttir.“ Erfitt fyrir ungt fólk að missa félagslífið Nýnemar verða að sögn Kristins fengnir inn í skólann, allavega til að byrja með, en útfæra þurfi það þegar nánari leiðbeiningar koma frá yfirvöldum. „Við tökum þau á hús og munum reyna að sinna þeim eins og við getum en að öllu jöfnu er skóli og félagslíf í kring um skóla að sinna ansi stórum hluta, skóli og íþróttafélög fara ansi langt með líf ungs fólks, að sinna því. Nú er skólinn að sinna bara námshlutanum og þó að við tökum nýnema á hús og kennum þeim á hvað við ætlum að gera og reynum að fá þau til okkar eins og við getum.“ Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, hefur miklar áhyggjur af afleiðingum fjarkennslu fyrir nemendur.Vísir „En þau fara ekki í nýnema ferðina sína sem þau fara á hverju ári, þau fara ekki á fyrsta busaballið. Fyrir okkur sem eldri erum er erfitt að setja okkur í þeirra spor en þetta er erfitt og ég hef fullan skilning á því að þetta sé þessu unga fólki erfitt,“ segir Kristinn. Kennsla verður blönduð segir Kristinn, bæði staðnám og fjarkennsla. „Þetta er ekki búið að útfæra alveg endanlega vegna þess að við erum ekki komin með regluna um einn metra, þær eru ekki komnar til okkar. Þetta eru bara hugmyndir og það getur vel verið að það verði dregið í land. Svo verðum við að horfast í augu við það að eftir hálfan mánuð eða þrjár vikur gætum við þurft að loka skólanum í staðkennslu vegna þess að það kemur upp smit í skólanum.“ Kraftaverk að skólastarf hafi gengið jafn vel og raun bar vitni Verði eins metra fjarlægðarmörk í gildi auðveldi það skólunum mikið, sérstaklega þeim sem eru með verklegt starfnám eða listnám. „Það hjálpar allt til en við verðum ekki með venjulegan skóla og svo erum við kannski líka með starfsmenn sem óttast um heilsu sína og þeir munu þá sinna sinni kennslu í fjarnámi. Um eðlilegt skólastarf verður ekki að ræða en ég held líka til að mynda að kennarar landsins hafi í rauninni leyst kraftaverk ef hendi síðasta vor, og svo sem stjórnendur líka, að halda úti skólastarfi jafn vel og raun bar vitni.“ Afleiðingarnar verði þó talsverðar af því að skólastarf hafi ekki verið hefðbundið. „Við skulum ekki blekkja okkur með það að þó þetta hafi gengið ótrúlega vel þá voru fórnarlömb, nemendur sem duttu út úr námi sem hefðu ekki dottið úr námi vegna Covid og það eru starfsmenn sem lenda í erfiðleikum vegna Covid og munu þykja haustið mjög erfitt.“ „Þetta verður öllum erfitt og það er að sjálfsögðu ekki bara í skólum heldur samfélaginu öllu, en þetta kostar fórnir, jafnvel þó allir séu að leggja sig fram um að gera sitt besta. Ég er ekki að gagnrýna neinn þegar ég segi að ég hef áhyggjur af þessu ástandi. Þetta bara fylgir þessu ástandi, þetta er erfitt og við bara getum ekki leyst allt.“ „Auðvitað er erfitt að undirbúa veturinn en samúð mín er með nemendum og kennurum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Bítið Tengdar fréttir Gagnrýna ríkisstjórnina: „Þau geta ekki skýlt sér á bak við sóttvarnalækni“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar furða sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki gert áætlanir um framhald aðgerða vegna kórónuveirunnar hér á landi. Skoða þurfi hin ýmsu sjónarhorn og taka mið af fleiri þáttum en ferðaþjónustunni. 11. ágúst 2020 13:00 Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Gagnrýna ríkisstjórnina: „Þau geta ekki skýlt sér á bak við sóttvarnalækni“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar furða sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki gert áætlanir um framhald aðgerða vegna kórónuveirunnar hér á landi. Skoða þurfi hin ýmsu sjónarhorn og taka mið af fleiri þáttum en ferðaþjónustunni. 11. ágúst 2020 13:00
Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?