Fengu 20 stunda fyrirvara um að leikskólinn opni viku eftir áætlun Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 16:33 Leikskólinn Langholt verður lokaður í tæpa viku til viðbótar. ja.is Opnun leikskólans Langholts við Sólheima í Reykjavík hefur verið frestað um sex daga. Til stóð að leikskólinn myndi opna klukkan 13 á morgun en sökum þess að framkvæmdir í húsnæðinu drógust á langinn er stefnt að opnun á mánudag í næstu vikum. Foreldri barns á Langholti sem fréttastofa ræddi við segir þessa breytingu koma illa við sig. Fyrirvarinn sé stuttur, aðeins um 20 klukkustundir, og þar að auki séu foreldrarnir báðir í hópi þeirra sem eru búin með sumarleyfið sitt. Framkvæmdirnar hófust fyrir sumarfrí og fyrir vikið þurfti hluti barnanna að vera í færanlegum kennslustofum á tímabili, en alls eru um 160 börn á Langholti. Stefnt var að því að framkvæmdum lyki áður en skólastarfið hæfist aftur núna í þessari viku - „en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf eins og gert er ráð fyrir,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir skólastjóri í bréfi til foreldra nú síðdegis. „Gert í algjörri neyð“ „Þrátt fyrir mikla vinnu og vilja þeirra sem að framkvæmdunum komu er þeim ekki lokið. Upp kom í ferlinu að það þyrfti að gera meira en áætlað var í upphafi,“ skrifar Valborg. Meðal þess sem er útistandandi séu framkvæmdir við starfsmannasalerni og starfsmannarými sem bæði sé ónothæft. Fyrir vikið sé ekki hægt að opna leikskólann á morgun, 11. ágúst, eins og til stóð heldur verður Langholt þess í stað opnað að morgni mánudagsins 17. ágúst. Valborg segir að sé þyki mjög leitt að þessar upplýsingar skuli berast svona seint, aðeins degi fyrir að foreldrar höfðu áætlað að leikskólastarf hæfist að nýju. „Við vildum gera allt sem hægt væri áður en gripið yrði til þess að fresta opnun,“ skrifar Valborg. „Nú um helgina var t.d. áætlað að vinna ákveðna verkþætti sem því miður gengu ekki eftir og því varð þetta ekki að fullu ljóst fyrr en í dag.“ Þá hafi komið upp sú hugmynd að flytja öll börnin 160 í Langholtsskóla, en það hafi ekki verið talið vænlegt. Þar að auki setji kórónuveiran strik í reikninginn. Núverandi aðstæður voru ekki taldar geta boðið upp á viðunandi sóttvarnir eða geta tryggt fjarlægðarmörk á milli fólks. „Þetta er gert í algjörri neyð og eftir mikla yfirlegu, ég lofa ykkur því,“ skrifar Valborg til foreldra. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Opnun leikskólans Langholts við Sólheima í Reykjavík hefur verið frestað um sex daga. Til stóð að leikskólinn myndi opna klukkan 13 á morgun en sökum þess að framkvæmdir í húsnæðinu drógust á langinn er stefnt að opnun á mánudag í næstu vikum. Foreldri barns á Langholti sem fréttastofa ræddi við segir þessa breytingu koma illa við sig. Fyrirvarinn sé stuttur, aðeins um 20 klukkustundir, og þar að auki séu foreldrarnir báðir í hópi þeirra sem eru búin með sumarleyfið sitt. Framkvæmdirnar hófust fyrir sumarfrí og fyrir vikið þurfti hluti barnanna að vera í færanlegum kennslustofum á tímabili, en alls eru um 160 börn á Langholti. Stefnt var að því að framkvæmdum lyki áður en skólastarfið hæfist aftur núna í þessari viku - „en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf eins og gert er ráð fyrir,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir skólastjóri í bréfi til foreldra nú síðdegis. „Gert í algjörri neyð“ „Þrátt fyrir mikla vinnu og vilja þeirra sem að framkvæmdunum komu er þeim ekki lokið. Upp kom í ferlinu að það þyrfti að gera meira en áætlað var í upphafi,“ skrifar Valborg. Meðal þess sem er útistandandi séu framkvæmdir við starfsmannasalerni og starfsmannarými sem bæði sé ónothæft. Fyrir vikið sé ekki hægt að opna leikskólann á morgun, 11. ágúst, eins og til stóð heldur verður Langholt þess í stað opnað að morgni mánudagsins 17. ágúst. Valborg segir að sé þyki mjög leitt að þessar upplýsingar skuli berast svona seint, aðeins degi fyrir að foreldrar höfðu áætlað að leikskólastarf hæfist að nýju. „Við vildum gera allt sem hægt væri áður en gripið yrði til þess að fresta opnun,“ skrifar Valborg. „Nú um helgina var t.d. áætlað að vinna ákveðna verkþætti sem því miður gengu ekki eftir og því varð þetta ekki að fullu ljóst fyrr en í dag.“ Þá hafi komið upp sú hugmynd að flytja öll börnin 160 í Langholtsskóla, en það hafi ekki verið talið vænlegt. Þar að auki setji kórónuveiran strik í reikninginn. Núverandi aðstæður voru ekki taldar geta boðið upp á viðunandi sóttvarnir eða geta tryggt fjarlægðarmörk á milli fólks. „Þetta er gert í algjörri neyð og eftir mikla yfirlegu, ég lofa ykkur því,“ skrifar Valborg til foreldra.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira