Listin að lifa með Covid Pétur Magnússon skrifar 7. ágúst 2020 15:49 Því miður er það svo að enn og aftur er Covid að taka ansi mikinn tíma, orku og athygli í okkar daglega lífi. Nú í ágúst hafa borist fréttir af því að faraldurinn sé að ná nýjum hæðum á heimsvísu og öll þekkjum við hættuna á auknum smitum hér á landi. Covid-veiran er því ekki farin frá okkur - síður en svo – og hún er ekkert að fara næstu mánuðina eða jafnvel næstu árin. Við verðum því að fara úr biðstöðunni sem við höfum verið í (þar sem við bíðum eftir að allt verði aftur eins og það var) og yfir í að það að lifa með Covid á mismunandi stigum. Ég er einn af þeim sem hrósa happi yfir hvað við Íslendingar erum heppinn að hafa „þríeykið“ okkar við stjórnvölin hér. Þó margir hafi sannarlega lagt hönd á plóginn í baráttunni við Covid hér á landi þarf samt öfluga leiðtoga með bein í nefinu til að stýra málum, lesa sem best í aðstæður á hverjum tíma og hafa dug til að láta ekki undan alls kyns þrýsting og sérhagsmunum. Þar hefur þríeykið okkar sannarlega staðið sig vel og leitt heilbrigðiskerfið - og í raun landsmenn alla - í gegnum þetta magnaða og erfiða ferli með einhverjum besta árangri í heiminum, að minnst kosti hingað til. Þó enn sé kannski of snemmt að fara meta árangur einstakra landa í baráttunni og hvað þá að bera saman aðgerðir eru nú komnar fram ýmsar vísbendingar að við séu að gera vel. Kynnt hefur verið í Svíþjóð að dauðsföllin þar eru komin vel yfir 5.000 sem lauslega reiknað miðað við höfðatölu myndi þýði um 200 dauðsföll hér á landi vegna Covid en ekki 10 eins og raunin er. Bretland, Brasilía, Bandaríkin og mörg önnur lönd gæfu okkur ekki heldur glæsilegar tölur; en þar eru tölurnar ekki eins áreiðanlegar. Hvað sem öllum tölum líður er ljóst að kórónaveiran er ekkert að fara í bráð eins og áður segir. Núverandi ástand mun vara í vetur og jafnvel næsta sumar og veturinn þar á eftir. Næstu mánuðir og ár munu því byggjast á sveiflum í vörnum gegn Covid en ekki hvort veiran sé ennþá til staðar eða farin. Það gæti því verið ráð að fyrirtæki og stofnanir komi sér upp einhvers konar kerfi í 3-4 stigum, líkt og almannavarnir hafa gert vegna óveðurs – gult, appelsínugult og svo framvegis. Hvert stig yrði þá með skilgreindum aðgerðum og verkferlum. Svo myndi starfsfólk einfaldlega fylgjast með hvaða „litur“ er í gangi á hverjum tíma. Þá vita allir hvernig á að bregðast við og hegða sér hverju sinni og þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma eða orku í að finna út enn einu sinni hvað eigi að gera. Mikilvægt er að allir aðilar í þjóðfélaginu standi saman í baráttunni gegn þessum vágesti. Veiran fer ekki manngreinarálit og getur komið upp hvar sem er. Veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Þó nákvæmari rannsóknir skorti ennþá er flestum að verða ljóst að margir þeirra sem sýkjast og jafnvel fá ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eftirstöðvarnar mörgum vikum eftir sýkingu, sem lýsa sér í formi þreytu, úthaldsleysis og öndunarfæraeinkenna svo dæmi séu nefnd. Það er því ekki í boði að leyfa veirunni að leika lausum hala eins og einhverjir hafa haldið fram. Við gætum því alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein eða hætta bólusetningum lífhættulegra sjúkdóma. Við getum ekki heldur lokað landinu um aldur og ævi eða bannað fólki að hittast. Nú er ekkert annað í boði í stöðunni en að tileinka okkur listina að lifa með Covid. Því fyrr sem við tileinkum okkur þá list, því betra. Höfundur er forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Því miður er það svo að enn og aftur er Covid að taka ansi mikinn tíma, orku og athygli í okkar daglega lífi. Nú í ágúst hafa borist fréttir af því að faraldurinn sé að ná nýjum hæðum á heimsvísu og öll þekkjum við hættuna á auknum smitum hér á landi. Covid-veiran er því ekki farin frá okkur - síður en svo – og hún er ekkert að fara næstu mánuðina eða jafnvel næstu árin. Við verðum því að fara úr biðstöðunni sem við höfum verið í (þar sem við bíðum eftir að allt verði aftur eins og það var) og yfir í að það að lifa með Covid á mismunandi stigum. Ég er einn af þeim sem hrósa happi yfir hvað við Íslendingar erum heppinn að hafa „þríeykið“ okkar við stjórnvölin hér. Þó margir hafi sannarlega lagt hönd á plóginn í baráttunni við Covid hér á landi þarf samt öfluga leiðtoga með bein í nefinu til að stýra málum, lesa sem best í aðstæður á hverjum tíma og hafa dug til að láta ekki undan alls kyns þrýsting og sérhagsmunum. Þar hefur þríeykið okkar sannarlega staðið sig vel og leitt heilbrigðiskerfið - og í raun landsmenn alla - í gegnum þetta magnaða og erfiða ferli með einhverjum besta árangri í heiminum, að minnst kosti hingað til. Þó enn sé kannski of snemmt að fara meta árangur einstakra landa í baráttunni og hvað þá að bera saman aðgerðir eru nú komnar fram ýmsar vísbendingar að við séu að gera vel. Kynnt hefur verið í Svíþjóð að dauðsföllin þar eru komin vel yfir 5.000 sem lauslega reiknað miðað við höfðatölu myndi þýði um 200 dauðsföll hér á landi vegna Covid en ekki 10 eins og raunin er. Bretland, Brasilía, Bandaríkin og mörg önnur lönd gæfu okkur ekki heldur glæsilegar tölur; en þar eru tölurnar ekki eins áreiðanlegar. Hvað sem öllum tölum líður er ljóst að kórónaveiran er ekkert að fara í bráð eins og áður segir. Núverandi ástand mun vara í vetur og jafnvel næsta sumar og veturinn þar á eftir. Næstu mánuðir og ár munu því byggjast á sveiflum í vörnum gegn Covid en ekki hvort veiran sé ennþá til staðar eða farin. Það gæti því verið ráð að fyrirtæki og stofnanir komi sér upp einhvers konar kerfi í 3-4 stigum, líkt og almannavarnir hafa gert vegna óveðurs – gult, appelsínugult og svo framvegis. Hvert stig yrði þá með skilgreindum aðgerðum og verkferlum. Svo myndi starfsfólk einfaldlega fylgjast með hvaða „litur“ er í gangi á hverjum tíma. Þá vita allir hvernig á að bregðast við og hegða sér hverju sinni og þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma eða orku í að finna út enn einu sinni hvað eigi að gera. Mikilvægt er að allir aðilar í þjóðfélaginu standi saman í baráttunni gegn þessum vágesti. Veiran fer ekki manngreinarálit og getur komið upp hvar sem er. Veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Þó nákvæmari rannsóknir skorti ennþá er flestum að verða ljóst að margir þeirra sem sýkjast og jafnvel fá ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eftirstöðvarnar mörgum vikum eftir sýkingu, sem lýsa sér í formi þreytu, úthaldsleysis og öndunarfæraeinkenna svo dæmi séu nefnd. Það er því ekki í boði að leyfa veirunni að leika lausum hala eins og einhverjir hafa haldið fram. Við gætum því alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein eða hætta bólusetningum lífhættulegra sjúkdóma. Við getum ekki heldur lokað landinu um aldur og ævi eða bannað fólki að hittast. Nú er ekkert annað í boði í stöðunni en að tileinka okkur listina að lifa með Covid. Því fyrr sem við tileinkum okkur þá list, því betra. Höfundur er forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun