Í mínus Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 10:30 Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar taka í síauknum mæli á móti fjölskyldum sem eru í þeirri stöðu að hafa minna en ekkert á milli handanna eftir að fastaútgjöld heimilisins hafa verið greidd um mánaðamót. Bara í síðustu viku leituðu þrjár fjölskyldur til okkar sem voru í þeirri stöðu í ágústbyrjun að fastaútgjöldin voru hærri en útborguð laun og allar bætur og styrkir samanlagt. Hvaða útgjöld eru þetta? Jú, húsnæðiskostnaður, sími, rafmagn og hiti, tryggingar, skólamáltíð, samgöngukostnaður - og afborgun lána. Það er nefnilega þannig að þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus getur hún ekki annað en versnað. Þá eru tekin yfirdráttarlán og fólk festist í vítahring fátæktar. Í sumum tilfellum getur stórfjölskyldan hlaupið undir bagga tímabundið. Aðrir hafa ekki tengslanet sem grípur þá í neyð. Þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus er hætt við því að börnin líði fyrir. Frístundastyrkurinn dugar fyrir frístund eftir skóla en þá er ekkert eftir í iðkunargjöld hjá íþróttafélögum. Þá er heldur ekkert eftir til að kaupa íþróttabúnað eða greiða fyrir ferðir með hinum krökkunum þar sem dýrmæt félagsleg tengsl verða. Þegar fjárhagsstaðan er í mínus til lengri tíma er erfitt að greiða skólagjöld í framhaldsskóla og dekka efniskostnað. Það er eiginlega ómögulegt að fæða og klæða börnin almennilega hvað þá að kaupa handa þeim síma eða hlaupabretti eins og hinir krakkarnir fá. Sveitarfélögin brugðust vel við áskorun almennings fyrir fáum árum og nú bera barnafjölskyldur lítinn sem engan kostnað af ritfangakaupum í upphafi skólaárs en betur má ef duga skal. Iðkunargjöld til dæmis fyrir fótbolta og fimleika eru hjá mörgum félögum um 100 þúsund krónur á ári en frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er til dæmis um 50 þúsund krónur. Þegar staðan er í mínus er ekki hægt að dekka mismuninn. Mjög stór hluti ráðstöfunartekna fjölskyldna sem til Hjálparstarfsins leita fer í að greiða fyrir húsnæði og svo hefur verið í mörg ár. Það er brýnt að stjórnvöld finni leiðir til að lækka húsnæðiskostnað heimilanna. Aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við fjölskyldur sem hafa minna en ekkert á milli handanna er neyðaraðstoð til skamms tíma. Við verðum sem samfélag að grípa fólk og þá sérstaklega barnafjölskyldur sem eru í alltaf í mínus. Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Þjóðkirkjan Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar taka í síauknum mæli á móti fjölskyldum sem eru í þeirri stöðu að hafa minna en ekkert á milli handanna eftir að fastaútgjöld heimilisins hafa verið greidd um mánaðamót. Bara í síðustu viku leituðu þrjár fjölskyldur til okkar sem voru í þeirri stöðu í ágústbyrjun að fastaútgjöldin voru hærri en útborguð laun og allar bætur og styrkir samanlagt. Hvaða útgjöld eru þetta? Jú, húsnæðiskostnaður, sími, rafmagn og hiti, tryggingar, skólamáltíð, samgöngukostnaður - og afborgun lána. Það er nefnilega þannig að þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus getur hún ekki annað en versnað. Þá eru tekin yfirdráttarlán og fólk festist í vítahring fátæktar. Í sumum tilfellum getur stórfjölskyldan hlaupið undir bagga tímabundið. Aðrir hafa ekki tengslanet sem grípur þá í neyð. Þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus er hætt við því að börnin líði fyrir. Frístundastyrkurinn dugar fyrir frístund eftir skóla en þá er ekkert eftir í iðkunargjöld hjá íþróttafélögum. Þá er heldur ekkert eftir til að kaupa íþróttabúnað eða greiða fyrir ferðir með hinum krökkunum þar sem dýrmæt félagsleg tengsl verða. Þegar fjárhagsstaðan er í mínus til lengri tíma er erfitt að greiða skólagjöld í framhaldsskóla og dekka efniskostnað. Það er eiginlega ómögulegt að fæða og klæða börnin almennilega hvað þá að kaupa handa þeim síma eða hlaupabretti eins og hinir krakkarnir fá. Sveitarfélögin brugðust vel við áskorun almennings fyrir fáum árum og nú bera barnafjölskyldur lítinn sem engan kostnað af ritfangakaupum í upphafi skólaárs en betur má ef duga skal. Iðkunargjöld til dæmis fyrir fótbolta og fimleika eru hjá mörgum félögum um 100 þúsund krónur á ári en frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er til dæmis um 50 þúsund krónur. Þegar staðan er í mínus er ekki hægt að dekka mismuninn. Mjög stór hluti ráðstöfunartekna fjölskyldna sem til Hjálparstarfsins leita fer í að greiða fyrir húsnæði og svo hefur verið í mörg ár. Það er brýnt að stjórnvöld finni leiðir til að lækka húsnæðiskostnað heimilanna. Aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við fjölskyldur sem hafa minna en ekkert á milli handanna er neyðaraðstoð til skamms tíma. Við verðum sem samfélag að grípa fólk og þá sérstaklega barnafjölskyldur sem eru í alltaf í mínus. Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun