Í mínus Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 10:30 Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar taka í síauknum mæli á móti fjölskyldum sem eru í þeirri stöðu að hafa minna en ekkert á milli handanna eftir að fastaútgjöld heimilisins hafa verið greidd um mánaðamót. Bara í síðustu viku leituðu þrjár fjölskyldur til okkar sem voru í þeirri stöðu í ágústbyrjun að fastaútgjöldin voru hærri en útborguð laun og allar bætur og styrkir samanlagt. Hvaða útgjöld eru þetta? Jú, húsnæðiskostnaður, sími, rafmagn og hiti, tryggingar, skólamáltíð, samgöngukostnaður - og afborgun lána. Það er nefnilega þannig að þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus getur hún ekki annað en versnað. Þá eru tekin yfirdráttarlán og fólk festist í vítahring fátæktar. Í sumum tilfellum getur stórfjölskyldan hlaupið undir bagga tímabundið. Aðrir hafa ekki tengslanet sem grípur þá í neyð. Þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus er hætt við því að börnin líði fyrir. Frístundastyrkurinn dugar fyrir frístund eftir skóla en þá er ekkert eftir í iðkunargjöld hjá íþróttafélögum. Þá er heldur ekkert eftir til að kaupa íþróttabúnað eða greiða fyrir ferðir með hinum krökkunum þar sem dýrmæt félagsleg tengsl verða. Þegar fjárhagsstaðan er í mínus til lengri tíma er erfitt að greiða skólagjöld í framhaldsskóla og dekka efniskostnað. Það er eiginlega ómögulegt að fæða og klæða börnin almennilega hvað þá að kaupa handa þeim síma eða hlaupabretti eins og hinir krakkarnir fá. Sveitarfélögin brugðust vel við áskorun almennings fyrir fáum árum og nú bera barnafjölskyldur lítinn sem engan kostnað af ritfangakaupum í upphafi skólaárs en betur má ef duga skal. Iðkunargjöld til dæmis fyrir fótbolta og fimleika eru hjá mörgum félögum um 100 þúsund krónur á ári en frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er til dæmis um 50 þúsund krónur. Þegar staðan er í mínus er ekki hægt að dekka mismuninn. Mjög stór hluti ráðstöfunartekna fjölskyldna sem til Hjálparstarfsins leita fer í að greiða fyrir húsnæði og svo hefur verið í mörg ár. Það er brýnt að stjórnvöld finni leiðir til að lækka húsnæðiskostnað heimilanna. Aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við fjölskyldur sem hafa minna en ekkert á milli handanna er neyðaraðstoð til skamms tíma. Við verðum sem samfélag að grípa fólk og þá sérstaklega barnafjölskyldur sem eru í alltaf í mínus. Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Þjóðkirkjan Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar taka í síauknum mæli á móti fjölskyldum sem eru í þeirri stöðu að hafa minna en ekkert á milli handanna eftir að fastaútgjöld heimilisins hafa verið greidd um mánaðamót. Bara í síðustu viku leituðu þrjár fjölskyldur til okkar sem voru í þeirri stöðu í ágústbyrjun að fastaútgjöldin voru hærri en útborguð laun og allar bætur og styrkir samanlagt. Hvaða útgjöld eru þetta? Jú, húsnæðiskostnaður, sími, rafmagn og hiti, tryggingar, skólamáltíð, samgöngukostnaður - og afborgun lána. Það er nefnilega þannig að þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus getur hún ekki annað en versnað. Þá eru tekin yfirdráttarlán og fólk festist í vítahring fátæktar. Í sumum tilfellum getur stórfjölskyldan hlaupið undir bagga tímabundið. Aðrir hafa ekki tengslanet sem grípur þá í neyð. Þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus er hætt við því að börnin líði fyrir. Frístundastyrkurinn dugar fyrir frístund eftir skóla en þá er ekkert eftir í iðkunargjöld hjá íþróttafélögum. Þá er heldur ekkert eftir til að kaupa íþróttabúnað eða greiða fyrir ferðir með hinum krökkunum þar sem dýrmæt félagsleg tengsl verða. Þegar fjárhagsstaðan er í mínus til lengri tíma er erfitt að greiða skólagjöld í framhaldsskóla og dekka efniskostnað. Það er eiginlega ómögulegt að fæða og klæða börnin almennilega hvað þá að kaupa handa þeim síma eða hlaupabretti eins og hinir krakkarnir fá. Sveitarfélögin brugðust vel við áskorun almennings fyrir fáum árum og nú bera barnafjölskyldur lítinn sem engan kostnað af ritfangakaupum í upphafi skólaárs en betur má ef duga skal. Iðkunargjöld til dæmis fyrir fótbolta og fimleika eru hjá mörgum félögum um 100 þúsund krónur á ári en frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er til dæmis um 50 þúsund krónur. Þegar staðan er í mínus er ekki hægt að dekka mismuninn. Mjög stór hluti ráðstöfunartekna fjölskyldna sem til Hjálparstarfsins leita fer í að greiða fyrir húsnæði og svo hefur verið í mörg ár. Það er brýnt að stjórnvöld finni leiðir til að lækka húsnæðiskostnað heimilanna. Aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við fjölskyldur sem hafa minna en ekkert á milli handanna er neyðaraðstoð til skamms tíma. Við verðum sem samfélag að grípa fólk og þá sérstaklega barnafjölskyldur sem eru í alltaf í mínus. Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun