Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 20:24 Rússneski fjölmiðillinn RT framleiðir efni á ensku og er rekinn af rússneska ríkinu. Vestræn ríki telja miðilinn verkfæri stjórnvalda í Kreml. Vísir/Getty Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. Ólíklegra verður nú að tíst frá fjölmiðlum sem eru taldir undir stjórn ríkisins í heimalöndum sínum rati í leitarniðurstöður, tilkynningar og í tímalínu notenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Twitter segir að breytingunni sé ætla að gefa notendum meira samhengi um tíst sem þeir sjá. Auk ríkisfjölmiðlanna verða reikningar ákveðinna „lykilembættismanna“ fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Kína, Frakklands, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, merktir sérstaklega. Á meðal þeirra eru utanríkisráðherrar, stofnanir, sendiherrar og talsmenn. Persónulegir reikningar stjórnmálaleiðtoga verða ekki endilega merktir. Þannig er opinber Twitter-aðgangur Donalds Trump Bandaríkjaforseta merktur sem slíkur en ekki persónulegur aðgangur hans sem hann notar langsamlega mest dags daglega. Merkingarnar ná til fjölmiðla þar sem „ríkisvaldið hefur stjórn á ritstjórnarefni með fjárveitingum, pólitískum þrýstingi eða með stjórn á framleiðslu og dreifingu“, að sögn Twitter. Opinberir fjölmiðlar sem fá fjárveitingar úr opinberum sjóðum en njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis verða ekki merktir sérstaklega, þar á meðal BBC og bandaríski miðillinn NPR. Twitter has begun labeling the Chinese Communist Party s propaganda outlets as Chinese state-affiliated media. pic.twitter.com/OSEmiTjjge— JERRY DUNLEAVY (@JerryDunleavy) August 6, 2020 Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. Ólíklegra verður nú að tíst frá fjölmiðlum sem eru taldir undir stjórn ríkisins í heimalöndum sínum rati í leitarniðurstöður, tilkynningar og í tímalínu notenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Twitter segir að breytingunni sé ætla að gefa notendum meira samhengi um tíst sem þeir sjá. Auk ríkisfjölmiðlanna verða reikningar ákveðinna „lykilembættismanna“ fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Kína, Frakklands, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, merktir sérstaklega. Á meðal þeirra eru utanríkisráðherrar, stofnanir, sendiherrar og talsmenn. Persónulegir reikningar stjórnmálaleiðtoga verða ekki endilega merktir. Þannig er opinber Twitter-aðgangur Donalds Trump Bandaríkjaforseta merktur sem slíkur en ekki persónulegur aðgangur hans sem hann notar langsamlega mest dags daglega. Merkingarnar ná til fjölmiðla þar sem „ríkisvaldið hefur stjórn á ritstjórnarefni með fjárveitingum, pólitískum þrýstingi eða með stjórn á framleiðslu og dreifingu“, að sögn Twitter. Opinberir fjölmiðlar sem fá fjárveitingar úr opinberum sjóðum en njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis verða ekki merktir sérstaklega, þar á meðal BBC og bandaríski miðillinn NPR. Twitter has begun labeling the Chinese Communist Party s propaganda outlets as Chinese state-affiliated media. pic.twitter.com/OSEmiTjjge— JERRY DUNLEAVY (@JerryDunleavy) August 6, 2020
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira