„Er og verð alltaf KR-ingur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 19:35 Jón Arnór Stefánsson gekk í raðir Vals í dag og skrifaði undir eins árs samning á Hlíðarenda. Það virðist því sem hans síðasta tímabil á körfuboltaferlinum verður því einnig hans fyrsta með öðru liði en KR hér á landi. Rætt var við Jón Arnór í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hann að Hlíðarenda fyrr í dag. Jón Arnór hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. „Mér finnst vera kynslóðaskipti í KR og leið kannski eins og ég þyrfti á einhverri breytingu að halda. Það var aðallega bara það og því var þessi ákvörðun tekin. Ég er og verð alltaf KR-ingur. Hef átt yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði en svona er þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón en hann hefur fimm sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum með KR. „Ég hefði líklega hætt bara ef ég hefði ekki skipt um lið. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi. Svo ætla ég bara að njóta þess að spila, “ sagði Jón einnig. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Jón Arnór mætti í Sportið í kvöld hjá Rikka G. og gaf það út að hann myndi aldrei spila með öðru liði en KR. Eflaust spilar inn í ákvörðun Jóns að Finnur Freyr Stefánsson – fyrrum þjálfari KR – er nýráðinn þjálfari Vals og að Pavel Ermolinskij, fyrrum samherji hjá KR og landsliðinu, er einnig á mála hjá félaginu. „Fyrst og fremst frábært fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá þennan leikmann. Sýnir þann metnað sem er í gangi á Hlíðarenda og segir sitt um félagið. Við erum í leiðinni að reyna breyta hvernig fólk sér Val. Reyna að gera betur og bæta, þetta er stórt skref í þá átt,“ sagði Finnur Freyr er Svava ræddi við hann í dag. „Þetta tekur tíma. Það er stórt stökk að fara úr því að vera „jójó-lið“ milli fyrstu og úrvalsdeildar í að ætla sér í úrslitakeppnina.“ „Við Jón unnum vel saman í KR og með landsliðinu og erum góðir félagar. Þegar ég hætti í KR vorum við leiðir yfir því að samstarfi okkar væri lokið en þegar var möguleiki á því að halda því áfram þá þróaðist þetta áfram og fagna því að geta átt eitt ár í viðbót með Jóni,“ sagði Finnur að lokum. Dominos-deild karla Valur Sportpakkinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson gekk í raðir Vals í dag og skrifaði undir eins árs samning á Hlíðarenda. Það virðist því sem hans síðasta tímabil á körfuboltaferlinum verður því einnig hans fyrsta með öðru liði en KR hér á landi. Rætt var við Jón Arnór í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hann að Hlíðarenda fyrr í dag. Jón Arnór hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. „Mér finnst vera kynslóðaskipti í KR og leið kannski eins og ég þyrfti á einhverri breytingu að halda. Það var aðallega bara það og því var þessi ákvörðun tekin. Ég er og verð alltaf KR-ingur. Hef átt yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði en svona er þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón en hann hefur fimm sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum með KR. „Ég hefði líklega hætt bara ef ég hefði ekki skipt um lið. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi. Svo ætla ég bara að njóta þess að spila, “ sagði Jón einnig. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Jón Arnór mætti í Sportið í kvöld hjá Rikka G. og gaf það út að hann myndi aldrei spila með öðru liði en KR. Eflaust spilar inn í ákvörðun Jóns að Finnur Freyr Stefánsson – fyrrum þjálfari KR – er nýráðinn þjálfari Vals og að Pavel Ermolinskij, fyrrum samherji hjá KR og landsliðinu, er einnig á mála hjá félaginu. „Fyrst og fremst frábært fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá þennan leikmann. Sýnir þann metnað sem er í gangi á Hlíðarenda og segir sitt um félagið. Við erum í leiðinni að reyna breyta hvernig fólk sér Val. Reyna að gera betur og bæta, þetta er stórt skref í þá átt,“ sagði Finnur Freyr er Svava ræddi við hann í dag. „Þetta tekur tíma. Það er stórt stökk að fara úr því að vera „jójó-lið“ milli fyrstu og úrvalsdeildar í að ætla sér í úrslitakeppnina.“ „Við Jón unnum vel saman í KR og með landsliðinu og erum góðir félagar. Þegar ég hætti í KR vorum við leiðir yfir því að samstarfi okkar væri lokið en þegar var möguleiki á því að halda því áfram þá þróaðist þetta áfram og fagna því að geta átt eitt ár í viðbót með Jóni,“ sagði Finnur að lokum.
Dominos-deild karla Valur Sportpakkinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30