Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 08:52 Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, verður hæst setti embættismaður ríkisins sem heimsótt hefur Taívan frá 1979. AP/Jacquelyn Martin Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Kína gerir tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Í heimsókn sinni mun Azar meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, og samkvæmt American Institute in Taiwan, sem er í raun óopinbert sendiráð Bandaríkjanna í Taívan, munu þau ræða heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og fleiri málefni, samkvæmt tilkynningu frá AIT. „Taívan hefur verið fyrirmynd varðandi gegnsæi og alþjóðasamvinnu í Covid-19 faraldrinum og löngu fyrir hann,“ segir Azar í tilkynningu. Hann sagðist hlakka til að ítreka stuðning Donald Trump gagnvart Taívan og undirstrika þá sameiginlegu trú ríkjanna að frjáls samfélög séu besta leiði til að verja heilsu íbúa. Utanríkisráðuneyti Kína hefur þegar fordæmt heimsóknina og hefur lagt fram formleg mótmæli í Washington DC. Reuters hefur eftir Wang Wenbin, talsmanni ráðuneytisins, að málefni Taívan sé gríðarlega mikilvægt í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og þar að auki viðkvæmt. Vegna þrýstings frá Kína hefur Taívan verið meinuð aðkoma að alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Kína þar að auki beitt þau fáu ríki sem hafa átt í formlegum samskiptum við Taívan gífurlegum þrýstingi. Flest þeirra ríkja hafa nú slitið þeim samskiptum. Taívan Bandaríkin Kína Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Kína gerir tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Í heimsókn sinni mun Azar meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, og samkvæmt American Institute in Taiwan, sem er í raun óopinbert sendiráð Bandaríkjanna í Taívan, munu þau ræða heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og fleiri málefni, samkvæmt tilkynningu frá AIT. „Taívan hefur verið fyrirmynd varðandi gegnsæi og alþjóðasamvinnu í Covid-19 faraldrinum og löngu fyrir hann,“ segir Azar í tilkynningu. Hann sagðist hlakka til að ítreka stuðning Donald Trump gagnvart Taívan og undirstrika þá sameiginlegu trú ríkjanna að frjáls samfélög séu besta leiði til að verja heilsu íbúa. Utanríkisráðuneyti Kína hefur þegar fordæmt heimsóknina og hefur lagt fram formleg mótmæli í Washington DC. Reuters hefur eftir Wang Wenbin, talsmanni ráðuneytisins, að málefni Taívan sé gríðarlega mikilvægt í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og þar að auki viðkvæmt. Vegna þrýstings frá Kína hefur Taívan verið meinuð aðkoma að alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Kína þar að auki beitt þau fáu ríki sem hafa átt í formlegum samskiptum við Taívan gífurlegum þrýstingi. Flest þeirra ríkja hafa nú slitið þeim samskiptum.
Taívan Bandaríkin Kína Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira