Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 06:33 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SF. Vísir/Arnar Á föstudag tilkynnti fjármálafyrirtækið Borgun um skilmálabreytingar sem fela í sér innleiðingu svokallaðrar veltutryggingu þann 1. október næstkomandi. Með henni ætlar fyrirtækið sér að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni er haldið eftir í sex mánuði. Þetta kemur fram í bréfi Borgunar til fyrirtækja sem það á viðskipti við. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Borgun í órétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það vera skýra afstöðu samtakanna að greiðslur fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt skuli inntar af hendi af hálfu greiðslumiðlunarfyrirtækja. Í bréfi Borgunar kemur fram að tryggingunni sé komið á til varnar aukinni endurkröfuáhættu, en kórónuveirufaraldurinn og sveiflur í uppgangi hans hafa valdið því að afbóka eða aflýsa hefur þurft mörgum skipulögðum ferðum í ferðaþjónustuiðnaðinum, með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækjum. Blaðið hefur þá eftir Jóhannesi að ráðstöfun Borgunar sé nýtt útspil í „langri röð vandamála sem tengjast skilmálum kortafyrirtækja.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir og afstaða þeirra sé skýr. Búið sé að koma henni skilmerkilega til skila til þriggja stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækjanna, Borgunar, Valitors og Korta. Þá segir Jóhannes að þótt eðlilegt sé að fyrirtækin vilji tryggja sig gagnvart aukinni áhættu í viðskiptum í ferðaþjónustu komi ekki til greina að þau haldi eftir tíu prósentum greiðslna fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt. Þau eigi að skila slíkum greiðslum á réttum tíma. Það er mat Jóhannesar að þau séu ekki undir neinum kringumstæðum í rétti til þess að halda slíkum greiðslum eftir. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt,“ hefur blaðið eftir Jóhannesi að lokum. Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Á föstudag tilkynnti fjármálafyrirtækið Borgun um skilmálabreytingar sem fela í sér innleiðingu svokallaðrar veltutryggingu þann 1. október næstkomandi. Með henni ætlar fyrirtækið sér að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni er haldið eftir í sex mánuði. Þetta kemur fram í bréfi Borgunar til fyrirtækja sem það á viðskipti við. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Borgun í órétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það vera skýra afstöðu samtakanna að greiðslur fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt skuli inntar af hendi af hálfu greiðslumiðlunarfyrirtækja. Í bréfi Borgunar kemur fram að tryggingunni sé komið á til varnar aukinni endurkröfuáhættu, en kórónuveirufaraldurinn og sveiflur í uppgangi hans hafa valdið því að afbóka eða aflýsa hefur þurft mörgum skipulögðum ferðum í ferðaþjónustuiðnaðinum, með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækjum. Blaðið hefur þá eftir Jóhannesi að ráðstöfun Borgunar sé nýtt útspil í „langri röð vandamála sem tengjast skilmálum kortafyrirtækja.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir og afstaða þeirra sé skýr. Búið sé að koma henni skilmerkilega til skila til þriggja stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækjanna, Borgunar, Valitors og Korta. Þá segir Jóhannes að þótt eðlilegt sé að fyrirtækin vilji tryggja sig gagnvart aukinni áhættu í viðskiptum í ferðaþjónustu komi ekki til greina að þau haldi eftir tíu prósentum greiðslna fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt. Þau eigi að skila slíkum greiðslum á réttum tíma. Það er mat Jóhannesar að þau séu ekki undir neinum kringumstæðum í rétti til þess að halda slíkum greiðslum eftir. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt,“ hefur blaðið eftir Jóhannesi að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira