Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2020 20:24 Cyrus Vance Jr. hefur farið fram á skattskýrslur Trump vegna rannsóknar á meintum mútugreiðslum. Vísir/Getty Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“ innan fyrirtækis hans. Tilkynnti hann dómara í dag að hann væri í fullum rétti til þess að krefjast gagnanna, en erfiðlega hefur gengið að fá skýrslurnar afhentar. AP greinir frá. Þar kemur fram að Vance hafi lítið gefið upp varðandi rannsókn sína en sagði þó hluta rannsóknarinnar beinast að meintum mútugreiðslum til kvenna gegn því að þær héldu ástarsamböndum sínum við forsetann leyndum. Fullyrtu lögmenn Vance að mótmæli lögmanna forsetans þess efnis að krafan væri of víðtæk væru byggð á röngum forsendum, enda krafðist saksóknarinn afhendingu vegna rannsóknar á mútugreiðslum. Hæstiréttur hafnaði því fyrr í mánuðinum að forsetinn nyti algerrar friðhelgi fyrir rannsókn og opnaði þar með fyrir möguleikann á því að skattskýrslurnar yrðu gerðar opinberar. Dómurinn þýðir þó ekki að Trump þurfi að afhenda skattskýrslur sínar, að minnsta kosti ekki strax. Krafa saksóknara um skattskýrslurnar gætu velkst um fyrir dómstólum lengi enn, vel fram yfir kosningarnar sem fara fram í haust. „Hver dagur sem líður er annar dagur þar sem [Trump] viðheldur „tímabundinni algerri friðhelgi“ sem þetta dómstig, áfrýjunardómstóll og Hæstiréttur hafnaði,“ sögðu lögmenn Vance um málið. Sögðu þeir jafnframt töfina auka líkur á því að sönnunargögn myndu tapast eða málin myndu fyrnast. Rannsókn saksóknarans beinist meðal annars að því hvernig Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, kom í veg fyrir að klámstjarnan Stormy Daniels og fyrirsætan Karen McDougal stigu fram með sögur af ástarsamböndum sínum við forsetann. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og fyrir að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“ innan fyrirtækis hans. Tilkynnti hann dómara í dag að hann væri í fullum rétti til þess að krefjast gagnanna, en erfiðlega hefur gengið að fá skýrslurnar afhentar. AP greinir frá. Þar kemur fram að Vance hafi lítið gefið upp varðandi rannsókn sína en sagði þó hluta rannsóknarinnar beinast að meintum mútugreiðslum til kvenna gegn því að þær héldu ástarsamböndum sínum við forsetann leyndum. Fullyrtu lögmenn Vance að mótmæli lögmanna forsetans þess efnis að krafan væri of víðtæk væru byggð á röngum forsendum, enda krafðist saksóknarinn afhendingu vegna rannsóknar á mútugreiðslum. Hæstiréttur hafnaði því fyrr í mánuðinum að forsetinn nyti algerrar friðhelgi fyrir rannsókn og opnaði þar með fyrir möguleikann á því að skattskýrslurnar yrðu gerðar opinberar. Dómurinn þýðir þó ekki að Trump þurfi að afhenda skattskýrslur sínar, að minnsta kosti ekki strax. Krafa saksóknara um skattskýrslurnar gætu velkst um fyrir dómstólum lengi enn, vel fram yfir kosningarnar sem fara fram í haust. „Hver dagur sem líður er annar dagur þar sem [Trump] viðheldur „tímabundinni algerri friðhelgi“ sem þetta dómstig, áfrýjunardómstóll og Hæstiréttur hafnaði,“ sögðu lögmenn Vance um málið. Sögðu þeir jafnframt töfina auka líkur á því að sönnunargögn myndu tapast eða málin myndu fyrnast. Rannsókn saksóknarans beinist meðal annars að því hvernig Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, kom í veg fyrir að klámstjarnan Stormy Daniels og fyrirsætan Karen McDougal stigu fram með sögur af ástarsamböndum sínum við forsetann. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og fyrir að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27
Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila