Snertu ekki boltann í tæpar sex mínútur í byrjun seinni hálfleiks gegn Blikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 15:10 Byrjunin á seinni hálfleiknum hjá Breiðabliki og Gróttu í gær var afar róleg, svo ekki sé meira sagt. vísir/daníel Byrjunin á seinni hálfleik í leik Breiðabliks og Gróttu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær var afar sérstök. Blikar, sem voru 1-0 yfir í hálfleik, byrjuðu með boltann í seinni hálfleik og sendu hann á milli sín aftarlega á vellinum án þess að Seltirningar settu þá undir pressu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að teyma gestina framar á völlinn en þeir voru ekki tilbúnir að stíga þann dans og héldu sig í skotgröfunum. Loksins þegar fimm mínútur og 47 sekúndur voru liðnar snerti Grótta í fyrsta sinn í seinni hálfleik. Gestirnir héldu boltanum í örfáar sekúndur áður en heimamenn náðu honum aftur. Byrjunina á seinni hálfleik má sjá hér fyrir neðan. Það verður seint sagt að þetta sé skemmtiefni en áhugavert þó. Klippa: Blikar halda boltanum Eftir leikinn hrósaði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, sínum mönnum fyrir að halda skipulagi fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik. Eftir því sem leið á seinni hálfleik færði Grótta sig framar og reyndi að pressa Breiðablik. Það var þó gert af veikum mætti og Blikar áttu í litlum vandræðum með að leysa úr pressunni. Gísli Eyjólfsson kom Breiðabliki í 2-0 á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Brynjólfur Andersen Willumsson þriðja mark heimamanna. Lokatölur 3-0, Blikum í vil. Farið verður yfir leik Breiðabliks og Grótta og aðra leiki í sextán-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld. Í þættinum verður einnig dregið í átta liða úrslit keppninnar. Mjólkurbikarinn Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Byrjunin á seinni hálfleik í leik Breiðabliks og Gróttu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær var afar sérstök. Blikar, sem voru 1-0 yfir í hálfleik, byrjuðu með boltann í seinni hálfleik og sendu hann á milli sín aftarlega á vellinum án þess að Seltirningar settu þá undir pressu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að teyma gestina framar á völlinn en þeir voru ekki tilbúnir að stíga þann dans og héldu sig í skotgröfunum. Loksins þegar fimm mínútur og 47 sekúndur voru liðnar snerti Grótta í fyrsta sinn í seinni hálfleik. Gestirnir héldu boltanum í örfáar sekúndur áður en heimamenn náðu honum aftur. Byrjunina á seinni hálfleik má sjá hér fyrir neðan. Það verður seint sagt að þetta sé skemmtiefni en áhugavert þó. Klippa: Blikar halda boltanum Eftir leikinn hrósaði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, sínum mönnum fyrir að halda skipulagi fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik. Eftir því sem leið á seinni hálfleik færði Grótta sig framar og reyndi að pressa Breiðablik. Það var þó gert af veikum mætti og Blikar áttu í litlum vandræðum með að leysa úr pressunni. Gísli Eyjólfsson kom Breiðabliki í 2-0 á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Brynjólfur Andersen Willumsson þriðja mark heimamanna. Lokatölur 3-0, Blikum í vil. Farið verður yfir leik Breiðabliks og Grótta og aðra leiki í sextán-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld. Í þættinum verður einnig dregið í átta liða úrslit keppninnar.
Mjólkurbikarinn Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53