Hertar aðgerðir koma illa niður á tónlistarfólki og skemmtistöðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 21:30 Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar segir stöðuna leiðinlega en treystir stjórnvöldum. ARNAR HALLDÓRSSON Allar línur hafa verið rauðglóandi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar eftir að tíðindi bárust um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Félagsmenn eru áhyggjufullir, sérstaklega þeir sem eru með starfsemi á landsbyggðinni. „Það eru náttúrulega vonbrigði að það hafi þurft að grípa til svona harðra aðgerða sérstaklega þetta snemma. Ég átti nú kannski von á því að til þess myndi koma í haust en þetta er fyrr en við áttum von á,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Hann telur að mikil röskun verði á starfsemi veitinga- og skemmtistaða og að takmarkanir munu valda fjárhagslegu tjóni þar. „Þetta eykur á vanda fyrirtækja að því leyti og mun þá ekki hjálpa til við það að fólk verði endurráðið eða takist að halda störfunum,“ sagði Jóhannes. Steinþór Einarsson er skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.ARNAR HALLDÓRSSON Takmarka þarf fjölda fólks í sundlaugar frá og með hádegi á morgun. Sóttvarnir verða efldar og hugsanlega verður einhverjum heitum pottum lokað. „Þegar mestu takmarkanirnar voru þá tókum við úr umferð annan hvern skáp og það er líklega það sem við þurfum að gera í fyrstu en við sjáum til,“ sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag, en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju.STÖÐ2 „Þetta er búið að vera alveg hrikalega erfitt og ekki neitt öryggisnet fyrir þennan hóp þannig hljóðið er þungt,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar. Hefðir þú viljað sjá annars konar aðgerðir? „Ég er ekki dómbær á það. Ég treysti sóttvarnarlækni alveg hundrað prósent og ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisráðherra og stjórnvöldum almennt í þessu máli. Það er búið að gera ýmsar tilraunir í þessu máli, það gengur ekkert alltaf allt upp en ég treysti þessu fólki,“ Sagði Ásgeir. Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem átti að fara fram um helgina, hefur verið aflýst. „Við vorum búin að selja 80% af miðunum sem er gott þannig það gekk ótrúlega vel að skipuleggja innipúkann og mikil stemning alveg þangað til klukkan ellefu í morgun,“ sagði Ásgeir. Þeir sem áttu miða á hátíðina geta farið fram á endurgreiðslu. „Eða óski þeir þess ekki þá rennur öll sú innkoma beint til þeirra listamanna sem áttu að koma fram,“ sagði Ásgeir. Innipúkinn fer ekki fram í ár.Mynd/Brynjar Snær Kom ekki til greina að takmarka tónleikana við hundrað manns og skylda fólk til að bera grímur? „Nei það myndi ekki borga sig. Þá hefðum við skipuleggjendur þurft að borga þann brúsa. Auk þess beindi Víðir því til okkar skipuleggjenda að vera ekki í því að hólfa svæðið niður eða slíkt. Þannig að okkar ábyrgð er að aflýsa strax og vera ekkert í neinum leikjum um hópamyndun,“ sagði Ásgeir. Hann hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum á tímum sem þessum. „Ég hvet mína þjóð til að kaupa íslenska tónlist, lesa íslensk ritverk. Kaupa íslenska myndlist og grafík. Það er kominn tími til að við styðjum almennilega við okkar fólk.“ „Þessir listamenn eru það dýrmætasta sem við eigum og það er enginn sérstakur tilgangur í því að lækna og mennta „kúltúrlausa“ þjóð,“ sagði Ásgeir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Allar línur hafa verið rauðglóandi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar eftir að tíðindi bárust um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Félagsmenn eru áhyggjufullir, sérstaklega þeir sem eru með starfsemi á landsbyggðinni. „Það eru náttúrulega vonbrigði að það hafi þurft að grípa til svona harðra aðgerða sérstaklega þetta snemma. Ég átti nú kannski von á því að til þess myndi koma í haust en þetta er fyrr en við áttum von á,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Hann telur að mikil röskun verði á starfsemi veitinga- og skemmtistaða og að takmarkanir munu valda fjárhagslegu tjóni þar. „Þetta eykur á vanda fyrirtækja að því leyti og mun þá ekki hjálpa til við það að fólk verði endurráðið eða takist að halda störfunum,“ sagði Jóhannes. Steinþór Einarsson er skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.ARNAR HALLDÓRSSON Takmarka þarf fjölda fólks í sundlaugar frá og með hádegi á morgun. Sóttvarnir verða efldar og hugsanlega verður einhverjum heitum pottum lokað. „Þegar mestu takmarkanirnar voru þá tókum við úr umferð annan hvern skáp og það er líklega það sem við þurfum að gera í fyrstu en við sjáum til,“ sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag, en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju.STÖÐ2 „Þetta er búið að vera alveg hrikalega erfitt og ekki neitt öryggisnet fyrir þennan hóp þannig hljóðið er þungt,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar. Hefðir þú viljað sjá annars konar aðgerðir? „Ég er ekki dómbær á það. Ég treysti sóttvarnarlækni alveg hundrað prósent og ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisráðherra og stjórnvöldum almennt í þessu máli. Það er búið að gera ýmsar tilraunir í þessu máli, það gengur ekkert alltaf allt upp en ég treysti þessu fólki,“ Sagði Ásgeir. Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem átti að fara fram um helgina, hefur verið aflýst. „Við vorum búin að selja 80% af miðunum sem er gott þannig það gekk ótrúlega vel að skipuleggja innipúkann og mikil stemning alveg þangað til klukkan ellefu í morgun,“ sagði Ásgeir. Þeir sem áttu miða á hátíðina geta farið fram á endurgreiðslu. „Eða óski þeir þess ekki þá rennur öll sú innkoma beint til þeirra listamanna sem áttu að koma fram,“ sagði Ásgeir. Innipúkinn fer ekki fram í ár.Mynd/Brynjar Snær Kom ekki til greina að takmarka tónleikana við hundrað manns og skylda fólk til að bera grímur? „Nei það myndi ekki borga sig. Þá hefðum við skipuleggjendur þurft að borga þann brúsa. Auk þess beindi Víðir því til okkar skipuleggjenda að vera ekki í því að hólfa svæðið niður eða slíkt. Þannig að okkar ábyrgð er að aflýsa strax og vera ekkert í neinum leikjum um hópamyndun,“ sagði Ásgeir. Hann hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum á tímum sem þessum. „Ég hvet mína þjóð til að kaupa íslenska tónlist, lesa íslensk ritverk. Kaupa íslenska myndlist og grafík. Það er kominn tími til að við styðjum almennilega við okkar fólk.“ „Þessir listamenn eru það dýrmætasta sem við eigum og það er enginn sérstakur tilgangur í því að lækna og mennta „kúltúrlausa“ þjóð,“ sagði Ásgeir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira