Opna naslverksmiðju á Fáskrúðsfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 07:30 Dr. Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods. Cat Gundry-Beck Verksmiðja undir merkjum nýsköpunarfyrirtækisins Responsible Foods ehf. sem framleiða mun nasl úr sjávarafurðum verður opnuð á Fáskrúðsfirði á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að um tíu störf skapist í bænum við framleiðsluna. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, móðurfélag Loðnuvinnslunnar hf., fjárfesti í Responsible Foods og verða hráefni Loðnuvinnslunnar notuð í framleiðslu á naslinu. Í tilkynningu frá Responsible Foods segir að með fjárfestingu kaupfélagsins og uppsetningu verksmiðjunnar á Fáskrúðsfirði tvöfaldist afkastageta félagsins. „Við framleiðsluna á Fáskrúðsfirði munu skapast allt að 10 fjölbreytt störf á næstu árum, samfélaginu þar til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. Bandaríkjamaðurinn Dr. Holly T. Kristinsson stofnaði Responsible Foods í fyrra. Fyrirtækið rekur þegar verksmiðju í húsi Sjávarklasans úti á Granda í Reykjavík, þar sem framleitt er nasl úr íslenskum hráefnum undir vörumerkinu Næra TM. Í verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði verður eingöngu framleitt fiskinasl, sem fyrirtækið segir alveg laust við fiskilykt. Responsible Foods stefnir á að setja fyrstu vörur sínar á markað á Íslandi í lok sumars á þessu ári. Meginþorri framleiðslunnar mun fara á erlendan markað, einkum Bandaríkjamarkað. Fáskrúðsfjörður á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Endurnærð eftir að hún flutti til Íslands Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða afar spennandi tækifæri fyrir fyrirtækið. „Við erum að vinna að því setja upp vinnsluna á Fáskrúðsfirði í haust. Í framhaldi af því myndi framleiðslan hefjast og vörur settar á markað.“ Holly ólst upp í Alaska en hefur búið víðar í Bandaríkjunum. Hún kveðst hafa orðið endurnærð við flutninginn til Íslands. „Ég hafði aðgang að ferskum og náttúrulegum hráefnum í æsku og þegar ég kom til Íslands komst ég aftur í kynni við þessar rætur mínar. Ég hugsaði með mér að það væri frábært að koma Íslandi á kortið með þessum hætti sem við erum að gera,“ segir Holly. Naslframleiðsla nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur færst nokkuð í aukana síðustu ár. Ostasnakkið Lava Cheese ruddi sér til rúms árið 2016 og þá hefur verið ráðist í framleiðslu á snakki úr íslenskum kartöflum, til að mynda undir merkjum „Ljótu kartaflanna.“ Þá má einnig finna „Bopp“, snakk úr íslensku bankabyggi, og kjötsnakk undir merkjum Feed the Viking í verslunum landsins. Nýsköpun Fjarðabyggð Matur Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Verksmiðja undir merkjum nýsköpunarfyrirtækisins Responsible Foods ehf. sem framleiða mun nasl úr sjávarafurðum verður opnuð á Fáskrúðsfirði á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að um tíu störf skapist í bænum við framleiðsluna. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, móðurfélag Loðnuvinnslunnar hf., fjárfesti í Responsible Foods og verða hráefni Loðnuvinnslunnar notuð í framleiðslu á naslinu. Í tilkynningu frá Responsible Foods segir að með fjárfestingu kaupfélagsins og uppsetningu verksmiðjunnar á Fáskrúðsfirði tvöfaldist afkastageta félagsins. „Við framleiðsluna á Fáskrúðsfirði munu skapast allt að 10 fjölbreytt störf á næstu árum, samfélaginu þar til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. Bandaríkjamaðurinn Dr. Holly T. Kristinsson stofnaði Responsible Foods í fyrra. Fyrirtækið rekur þegar verksmiðju í húsi Sjávarklasans úti á Granda í Reykjavík, þar sem framleitt er nasl úr íslenskum hráefnum undir vörumerkinu Næra TM. Í verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði verður eingöngu framleitt fiskinasl, sem fyrirtækið segir alveg laust við fiskilykt. Responsible Foods stefnir á að setja fyrstu vörur sínar á markað á Íslandi í lok sumars á þessu ári. Meginþorri framleiðslunnar mun fara á erlendan markað, einkum Bandaríkjamarkað. Fáskrúðsfjörður á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Endurnærð eftir að hún flutti til Íslands Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða afar spennandi tækifæri fyrir fyrirtækið. „Við erum að vinna að því setja upp vinnsluna á Fáskrúðsfirði í haust. Í framhaldi af því myndi framleiðslan hefjast og vörur settar á markað.“ Holly ólst upp í Alaska en hefur búið víðar í Bandaríkjunum. Hún kveðst hafa orðið endurnærð við flutninginn til Íslands. „Ég hafði aðgang að ferskum og náttúrulegum hráefnum í æsku og þegar ég kom til Íslands komst ég aftur í kynni við þessar rætur mínar. Ég hugsaði með mér að það væri frábært að koma Íslandi á kortið með þessum hætti sem við erum að gera,“ segir Holly. Naslframleiðsla nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur færst nokkuð í aukana síðustu ár. Ostasnakkið Lava Cheese ruddi sér til rúms árið 2016 og þá hefur verið ráðist í framleiðslu á snakki úr íslenskum kartöflum, til að mynda undir merkjum „Ljótu kartaflanna.“ Þá má einnig finna „Bopp“, snakk úr íslensku bankabyggi, og kjötsnakk undir merkjum Feed the Viking í verslunum landsins.
Nýsköpun Fjarðabyggð Matur Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira