Opna naslverksmiðju á Fáskrúðsfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 07:30 Dr. Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods. Cat Gundry-Beck Verksmiðja undir merkjum nýsköpunarfyrirtækisins Responsible Foods ehf. sem framleiða mun nasl úr sjávarafurðum verður opnuð á Fáskrúðsfirði á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að um tíu störf skapist í bænum við framleiðsluna. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, móðurfélag Loðnuvinnslunnar hf., fjárfesti í Responsible Foods og verða hráefni Loðnuvinnslunnar notuð í framleiðslu á naslinu. Í tilkynningu frá Responsible Foods segir að með fjárfestingu kaupfélagsins og uppsetningu verksmiðjunnar á Fáskrúðsfirði tvöfaldist afkastageta félagsins. „Við framleiðsluna á Fáskrúðsfirði munu skapast allt að 10 fjölbreytt störf á næstu árum, samfélaginu þar til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. Bandaríkjamaðurinn Dr. Holly T. Kristinsson stofnaði Responsible Foods í fyrra. Fyrirtækið rekur þegar verksmiðju í húsi Sjávarklasans úti á Granda í Reykjavík, þar sem framleitt er nasl úr íslenskum hráefnum undir vörumerkinu Næra TM. Í verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði verður eingöngu framleitt fiskinasl, sem fyrirtækið segir alveg laust við fiskilykt. Responsible Foods stefnir á að setja fyrstu vörur sínar á markað á Íslandi í lok sumars á þessu ári. Meginþorri framleiðslunnar mun fara á erlendan markað, einkum Bandaríkjamarkað. Fáskrúðsfjörður á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Endurnærð eftir að hún flutti til Íslands Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða afar spennandi tækifæri fyrir fyrirtækið. „Við erum að vinna að því setja upp vinnsluna á Fáskrúðsfirði í haust. Í framhaldi af því myndi framleiðslan hefjast og vörur settar á markað.“ Holly ólst upp í Alaska en hefur búið víðar í Bandaríkjunum. Hún kveðst hafa orðið endurnærð við flutninginn til Íslands. „Ég hafði aðgang að ferskum og náttúrulegum hráefnum í æsku og þegar ég kom til Íslands komst ég aftur í kynni við þessar rætur mínar. Ég hugsaði með mér að það væri frábært að koma Íslandi á kortið með þessum hætti sem við erum að gera,“ segir Holly. Naslframleiðsla nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur færst nokkuð í aukana síðustu ár. Ostasnakkið Lava Cheese ruddi sér til rúms árið 2016 og þá hefur verið ráðist í framleiðslu á snakki úr íslenskum kartöflum, til að mynda undir merkjum „Ljótu kartaflanna.“ Þá má einnig finna „Bopp“, snakk úr íslensku bankabyggi, og kjötsnakk undir merkjum Feed the Viking í verslunum landsins. Nýsköpun Fjarðabyggð Matur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Verksmiðja undir merkjum nýsköpunarfyrirtækisins Responsible Foods ehf. sem framleiða mun nasl úr sjávarafurðum verður opnuð á Fáskrúðsfirði á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að um tíu störf skapist í bænum við framleiðsluna. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, móðurfélag Loðnuvinnslunnar hf., fjárfesti í Responsible Foods og verða hráefni Loðnuvinnslunnar notuð í framleiðslu á naslinu. Í tilkynningu frá Responsible Foods segir að með fjárfestingu kaupfélagsins og uppsetningu verksmiðjunnar á Fáskrúðsfirði tvöfaldist afkastageta félagsins. „Við framleiðsluna á Fáskrúðsfirði munu skapast allt að 10 fjölbreytt störf á næstu árum, samfélaginu þar til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. Bandaríkjamaðurinn Dr. Holly T. Kristinsson stofnaði Responsible Foods í fyrra. Fyrirtækið rekur þegar verksmiðju í húsi Sjávarklasans úti á Granda í Reykjavík, þar sem framleitt er nasl úr íslenskum hráefnum undir vörumerkinu Næra TM. Í verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði verður eingöngu framleitt fiskinasl, sem fyrirtækið segir alveg laust við fiskilykt. Responsible Foods stefnir á að setja fyrstu vörur sínar á markað á Íslandi í lok sumars á þessu ári. Meginþorri framleiðslunnar mun fara á erlendan markað, einkum Bandaríkjamarkað. Fáskrúðsfjörður á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Endurnærð eftir að hún flutti til Íslands Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða afar spennandi tækifæri fyrir fyrirtækið. „Við erum að vinna að því setja upp vinnsluna á Fáskrúðsfirði í haust. Í framhaldi af því myndi framleiðslan hefjast og vörur settar á markað.“ Holly ólst upp í Alaska en hefur búið víðar í Bandaríkjunum. Hún kveðst hafa orðið endurnærð við flutninginn til Íslands. „Ég hafði aðgang að ferskum og náttúrulegum hráefnum í æsku og þegar ég kom til Íslands komst ég aftur í kynni við þessar rætur mínar. Ég hugsaði með mér að það væri frábært að koma Íslandi á kortið með þessum hætti sem við erum að gera,“ segir Holly. Naslframleiðsla nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur færst nokkuð í aukana síðustu ár. Ostasnakkið Lava Cheese ruddi sér til rúms árið 2016 og þá hefur verið ráðist í framleiðslu á snakki úr íslenskum kartöflum, til að mynda undir merkjum „Ljótu kartaflanna.“ Þá má einnig finna „Bopp“, snakk úr íslensku bankabyggi, og kjötsnakk undir merkjum Feed the Viking í verslunum landsins.
Nýsköpun Fjarðabyggð Matur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira