Stólarnir komnir með Kana | Hópurinn klár fyrir veturinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 09:00 Nick Tomsick (fyrir miðju) mun leika með Tindastól á næstu leiktíð. Vísir/Bára Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ekki setið auðum höndum undanfarna daga. Í gær skrifaði Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover undir samning við Tindastól. Samkvæmt staðarmiðlinum Feyki er leikmannahópur Stólanna klár fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla. Hinn þrítugi Glover hefur spilað á Spáni, Danmörku, Ísrael og Úrúgvæ á ferli sínum. Hann er tveir metrar á hæð og spilar stöðu kraftframherja. Israel Martin – fyrrum þjálfari Stólanna – var þjálfari Glover hjá Bakken Bears í Danmörku á sínum tíma. Fyrr í vikunni sömdu Stólarnir við Antanas Udras en hann kemur frá Litháen. Eru leikmennirnir væntanlegir til landsins í lok ágústmánaðar. Leikmannahópur Tindastóls er því fullmannaður en Nick Tomsick færði sig um set er síðasta tímabili lauk og mun hann leika á Sauðárkróki næsta vetur. Þar með er ljóst að Stólarnir ætla að gera enn eina atlöguna að Íslandsmeistaratitlinum. Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Bára Tindastóll lenti í þriðja sæti í Domino´s deildinni með 28 stig, líkt og KR. Fyrir ofan voru Keflavík með 32 stig og Stjarnan með 34. Ákveðið var að engin úrslitakeppni yrði sökum kórónufaraldursins og því varð enginn Íslandsmeistari. Tindastóll fær ÍR í heimsókn í Síkið þann 1. október næstkomandi þegar Domino´s deild karla fer aftur af stað. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ekki setið auðum höndum undanfarna daga. Í gær skrifaði Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover undir samning við Tindastól. Samkvæmt staðarmiðlinum Feyki er leikmannahópur Stólanna klár fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla. Hinn þrítugi Glover hefur spilað á Spáni, Danmörku, Ísrael og Úrúgvæ á ferli sínum. Hann er tveir metrar á hæð og spilar stöðu kraftframherja. Israel Martin – fyrrum þjálfari Stólanna – var þjálfari Glover hjá Bakken Bears í Danmörku á sínum tíma. Fyrr í vikunni sömdu Stólarnir við Antanas Udras en hann kemur frá Litháen. Eru leikmennirnir væntanlegir til landsins í lok ágústmánaðar. Leikmannahópur Tindastóls er því fullmannaður en Nick Tomsick færði sig um set er síðasta tímabili lauk og mun hann leika á Sauðárkróki næsta vetur. Þar með er ljóst að Stólarnir ætla að gera enn eina atlöguna að Íslandsmeistaratitlinum. Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Bára Tindastóll lenti í þriðja sæti í Domino´s deildinni með 28 stig, líkt og KR. Fyrir ofan voru Keflavík með 32 stig og Stjarnan með 34. Ákveðið var að engin úrslitakeppni yrði sökum kórónufaraldursins og því varð enginn Íslandsmeistari. Tindastóll fær ÍR í heimsókn í Síkið þann 1. október næstkomandi þegar Domino´s deild karla fer aftur af stað.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira