Íslendingar blésu á varnaðarorð um reykingar í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 06:43 Íslendingar virðast ekki hafa lagt reykingunum í faraldrinum. getty/boonchai wedmakawand Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. Sala á hvers kyns reyktókbaki á Íslandi hefur aukist umtalsvert á milli ára frá 16. mars, þegar fyrsta samkomubannið tók gildi, ef marka má sölutölur út ÁTVR. Á sama tíma hvöttu heilbrigðisyfirvöld Íslendinga til að leggja sígarettuna á hilluna í faraldrinum. Framleiðendur Marlboro-sígaretta leiðréttu í vikunni spár sínar fyrir árið. Þeir höfðu áður áætlað að samdráttur síðustu ára í Bandaríkjunum héldi áfram og sígarettusalan myndi dragast saman um 6 prósent á árinu. Eftir innreið kórónuveirunnar hefur salan hins vegar glæðst nokkuð. Marlboro-menn gera nú ráð fyrir því að samdrátturinn verði á bilinu 2 til 3,5 prósent, eða um helmingi minni en áætlað var. Haft er eftir forstjóranum í Wall Street Journal að svo virðist því sem Bandaríkjamenn reyki meira en áður. Líklega sé það vegna þess að þeir verji meiri tíma heima hjá sér en áður og eyði minna í ferðalög og aðra afþreyingu. Þar að auki hafa vinsældir rafsígaretta minnkað vestanhafs en Bandaríkjastjórn hefur takmarkað sölu þeirra með ýmsum hætti, t.a.m. bannað margar vinsæla bragðtegundir. Það varð þó enginn samdráttur í tóbakssölunni á Íslandi. Þvert á móti jókst sala reyktókbaks í öllum flokkum frá 16. mars til gærdagsins; það er sígarettum, vindlum og reyktóbaki sem fólk notar til að vefja eigin sígarettur. Sala tóbaks 16 mars til 28 júlí árin 2019 og 2020 Mest varð aukningin í síðasta flokknum. Rúmlega 2820 kíló af reyktóbaki seldist á landinu á þessu rúmlega 4 mánaða tímabili í fyrra en í ár var salan 3605 kíló. Það er aukning upp á rúmlega 27,5 prósent. Landsmenn reyktu auk þess 166 þúsund fleiri vindla á þessum mánuðum en þeir gerðu árið á undan. Rúmlega 1,6 milljónir vindla seldust í fyrra en næstum 1,8 milljón vindlar í ár, fjölgun um 10 prósent. Sígarettusalan jókst jafnframt nokkuð. Fjórtán prósent fleiri sígarettukarton hafa selst á landinu frá upphafi samkomubanns m.v. sama tímabil í fyrra. Íslendingar hafa því reykt um 3,7 milljónir sígarettupakka á síðustu fjórum mánuðum en reyktu 3,2 milljónir pakka á síðasta ári. Hins vegar hefur orðið nokkuð skarpur samdráttur í sölu neftóbaks á árinu, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, telur innkomu nikótínpúða á íslenskan markað geta útskýrt þennan samdrátt. Neftóbakið er jafnframt eina tóbaksafurðin sem ÁTVR selur til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, annað tóbak er keypt í gegnum aðrar heildsölur. Söluaukningin sem ÁTVR tekur eftir í reyktóbaksflokkunum kann því að skýrast af fólki sem er hætt að kaupa sígarettur í flugstöðinni en kaupir þær þess í stað í sjoppum landsins. Hlýddu ekki Hvað sem því líður er ljóst að Íslendingar létu varnaðarorð heilbrigðisstétta um reykingar í faraldrinum sem vind um eyru þjóta. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, sagði þannig í byrjun mars að kórónuveiran legðist illa á reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti,“ sagði Már. Hvatning Tómasar Guðbjartssonar læknis um svipað leyti var einföld: Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19 Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. Sala á hvers kyns reyktókbaki á Íslandi hefur aukist umtalsvert á milli ára frá 16. mars, þegar fyrsta samkomubannið tók gildi, ef marka má sölutölur út ÁTVR. Á sama tíma hvöttu heilbrigðisyfirvöld Íslendinga til að leggja sígarettuna á hilluna í faraldrinum. Framleiðendur Marlboro-sígaretta leiðréttu í vikunni spár sínar fyrir árið. Þeir höfðu áður áætlað að samdráttur síðustu ára í Bandaríkjunum héldi áfram og sígarettusalan myndi dragast saman um 6 prósent á árinu. Eftir innreið kórónuveirunnar hefur salan hins vegar glæðst nokkuð. Marlboro-menn gera nú ráð fyrir því að samdrátturinn verði á bilinu 2 til 3,5 prósent, eða um helmingi minni en áætlað var. Haft er eftir forstjóranum í Wall Street Journal að svo virðist því sem Bandaríkjamenn reyki meira en áður. Líklega sé það vegna þess að þeir verji meiri tíma heima hjá sér en áður og eyði minna í ferðalög og aðra afþreyingu. Þar að auki hafa vinsældir rafsígaretta minnkað vestanhafs en Bandaríkjastjórn hefur takmarkað sölu þeirra með ýmsum hætti, t.a.m. bannað margar vinsæla bragðtegundir. Það varð þó enginn samdráttur í tóbakssölunni á Íslandi. Þvert á móti jókst sala reyktókbaks í öllum flokkum frá 16. mars til gærdagsins; það er sígarettum, vindlum og reyktóbaki sem fólk notar til að vefja eigin sígarettur. Sala tóbaks 16 mars til 28 júlí árin 2019 og 2020 Mest varð aukningin í síðasta flokknum. Rúmlega 2820 kíló af reyktóbaki seldist á landinu á þessu rúmlega 4 mánaða tímabili í fyrra en í ár var salan 3605 kíló. Það er aukning upp á rúmlega 27,5 prósent. Landsmenn reyktu auk þess 166 þúsund fleiri vindla á þessum mánuðum en þeir gerðu árið á undan. Rúmlega 1,6 milljónir vindla seldust í fyrra en næstum 1,8 milljón vindlar í ár, fjölgun um 10 prósent. Sígarettusalan jókst jafnframt nokkuð. Fjórtán prósent fleiri sígarettukarton hafa selst á landinu frá upphafi samkomubanns m.v. sama tímabil í fyrra. Íslendingar hafa því reykt um 3,7 milljónir sígarettupakka á síðustu fjórum mánuðum en reyktu 3,2 milljónir pakka á síðasta ári. Hins vegar hefur orðið nokkuð skarpur samdráttur í sölu neftóbaks á árinu, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, telur innkomu nikótínpúða á íslenskan markað geta útskýrt þennan samdrátt. Neftóbakið er jafnframt eina tóbaksafurðin sem ÁTVR selur til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, annað tóbak er keypt í gegnum aðrar heildsölur. Söluaukningin sem ÁTVR tekur eftir í reyktóbaksflokkunum kann því að skýrast af fólki sem er hætt að kaupa sígarettur í flugstöðinni en kaupir þær þess í stað í sjoppum landsins. Hlýddu ekki Hvað sem því líður er ljóst að Íslendingar létu varnaðarorð heilbrigðisstétta um reykingar í faraldrinum sem vind um eyru þjóta. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, sagði þannig í byrjun mars að kórónuveiran legðist illa á reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti,“ sagði Már. Hvatning Tómasar Guðbjartssonar læknis um svipað leyti var einföld: Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19
Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41
Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16