Leikarinn og leikstjórinn Gísli Rúnar Jónsson lést í dag á heimili sínu 67 ára að aldri. Fjölskylda Gísla Rúnars sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá tíðindunum.
„Fjölskyldan syrgir kærleiksríkan og einstakan fjölskylduföður og þjóðardýrgrip,“ sagði í tilkynningunni en Gísli var kærkominn gestur á sjónvarpsskjáum landsmanna og lék í sumu af ástsælasta skemmtiefni þjóðarinnar.
Gísli var því vinsæll og vinmargur og minntust fjölmargir leikarans merka eftir að tíðindin bárust í dag.
Leikarinn Bergur Þór Ingólfsson minntist vinar síns og sénísins og kvaðst hafa alist upp á hljómplötum Gísla.
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir minnist Gísla og rifjar upp góðar stundir. „Þá fórst þú að lesa fyrir okkur fullt af Sherlock Holmes sögum og þú lékst alla karakterana með mismunandi röddum og persónuleika og manni leið eins og maður væri að horfa á stórkostlega bíómynd.“
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, minnist gamals samstarfsfélaga.
Gísli Rúnar var ekki bara snillingur heldur einnig góð manneskja. Kynntist honum þegar hann starfaði á Stöð 2. Ógleymanlegur fagmaður. Hans verður saknað.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 29, 2020
Góður maður fallinn frá. Gísli Rúnar er goðsögn, hvíldu í friði ❤ https://t.co/h4wq8rEpZw
— Eyþór Bjarnason (@ljonshjarta) July 29, 2020
Bless Gísli Rúnar. Sjáumst seinna í Nangijala
— Gústi (@gustichef) July 29, 2020
Gísli Rúnar var rosalega hlýr maður og snillingur. Heiður að fá að kynnast honum. Skrýtinn dagur. Verum góð við hvort annað
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) July 29, 2020
Takk fyrir mig Gísli Rúnar, innilega https://t.co/l4ade6ZL4Rö
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) July 29, 2020
Júlíus, þú ekur.
— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) July 29, 2020
Ódauðlegt. #GísliRúnarhttps://t.co/Qx26DP8IlW