Gefa lítið fyrir meinta heimþrá: „Skil ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 10:00 Danirnir Tobias Thomsen og Rasmus Christiansen í glímu. VÍSIR/DANÍEL „Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Thomsen lýsti því yfir í viðtali við bold.dk að hann vildi komast heim og hefði rætt við félög í dönsku 1. deildinni. Hann hyggst flytja til Danmerkur með íslenskri kærustu sinni og vill helst gera það í ágúst, áður en nýtt tímabil hefst í Danmörku, en samningur hans við KR gildir fram í október. Thomsen hefur spilað á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari með Val og KR. „Ef hann vill fara og þeir geta fundið einhvern annan í staðinn þá hugsa ég, eins og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] segir, að þeir leyfi honum eflaust að fara,“ segir Davíð í Pepsi Max stúkunni sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Thomsen var í byrjunarliði KR í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni en hefur svo komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum. Reynir Leósson benti á að Kristján Flóki Finnbogason hefði einfaldlega „ýtt honum“ út úr byrjunarliðinu. „Ef Tobias er að fara þá verður KR að líta eitthvað í kringum sig. Þeir geta ekki bara verið með Kristján Flóka. Ég þekki nú ekki Kristján Flóka mikið en ég held að hann þurfi á því að halda að það sé einhver að setja pressu á hann,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Bjöggi Stef er enn þá meiddur, er það ekki, og ekkert vitað hvenær hann kemur til baka. Ef að þeir ætla að leyfa honum [Thomsen] að fara þá þurfa þeir að vera með einhvern kláran. Ég held að það sé engin spurning. Talandi um þessa heimþrá þá skil ég ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið,“ segir Davíð léttur en hann var leikmaður Vejle í Danmörku frá 2012-2013. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tobias Thomsen með heimþrá Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Danski boltinn Tengdar fréttir Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
„Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Thomsen lýsti því yfir í viðtali við bold.dk að hann vildi komast heim og hefði rætt við félög í dönsku 1. deildinni. Hann hyggst flytja til Danmerkur með íslenskri kærustu sinni og vill helst gera það í ágúst, áður en nýtt tímabil hefst í Danmörku, en samningur hans við KR gildir fram í október. Thomsen hefur spilað á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari með Val og KR. „Ef hann vill fara og þeir geta fundið einhvern annan í staðinn þá hugsa ég, eins og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] segir, að þeir leyfi honum eflaust að fara,“ segir Davíð í Pepsi Max stúkunni sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Thomsen var í byrjunarliði KR í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni en hefur svo komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum. Reynir Leósson benti á að Kristján Flóki Finnbogason hefði einfaldlega „ýtt honum“ út úr byrjunarliðinu. „Ef Tobias er að fara þá verður KR að líta eitthvað í kringum sig. Þeir geta ekki bara verið með Kristján Flóka. Ég þekki nú ekki Kristján Flóka mikið en ég held að hann þurfi á því að halda að það sé einhver að setja pressu á hann,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Bjöggi Stef er enn þá meiddur, er það ekki, og ekkert vitað hvenær hann kemur til baka. Ef að þeir ætla að leyfa honum [Thomsen] að fara þá þurfa þeir að vera með einhvern kláran. Ég held að það sé engin spurning. Talandi um þessa heimþrá þá skil ég ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið,“ segir Davíð léttur en hann var leikmaður Vejle í Danmörku frá 2012-2013. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tobias Thomsen með heimþrá
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Danski boltinn Tengdar fréttir Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti