Miklar líkur taldar á hertari aðgerðum í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 06:11 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að samkomuhöft verði þrengd. Það sé öllum fyrir bestu. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Talið er líklegra en ekki að aðgerðir verði hertar gegn faraldrinum sem skotið hefur aftur upp kollinum síðustu daga. Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra um næstu skref. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en til skoðunar er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Hópurinn mun aftur funda nú í morgunsárið og segir Fréttablaðið „miklar líkur“ á að tilkynnt verði um harðari aðgerðir eftir fund morgunsins. Í orðsendingu frá almannavörnum í gærkvöldi sagði að til skoðunar sé að þrengja fjöldatakmarkanir og gera tveggja metra regluna aftur að skyldu í mannlegum samskiptum. Hún hefur verið valkvæð síðustu vikur og þannig gert margvíslegri verslun og þjónustu kleift að starfa með nokkuð hefðbundnum hætti. Eigendur skemmtistaða óttast hins vegar að þurfa að loka aftur ef tveggja metra reglan verður ekki lengur aðeins tilmæli. Að sama skapi segja almannavarnir að til skoðunar sé að breyta áherslum og jafnvel grípa til harðari úrræða á landamærunum. Þó eigi eftir að greina betur gögn úr landamæraskimun til að taka ákvörðun í þeim efnum. Kári vill þrengja höft Segja má að Kári Stefánsson hafi sett þrýsting á stjórnvöld í gærkvöldi þegar hann sagði í samtali við vef Morgunblaðsins að starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni ef samkomuhöft verða ekki hert. Tilkynnt var í gær að Íslensk erfðagreining, sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum, kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ segir Kári. Hann segir það eðlilegt að grípa til hertra aðgerða, það sé bæði eðli farsótta auk þess sem faraldurinn virðist aftur vera að blossa upp í löndunum í kringum okkur - löndum þaðan sem Íslendingar fá ferðamenn. Það skipti ekki síst máli að þrengja samkomuhöft í ljósi þess að skólastarf hefst aftur innan nokkura vikna. Hertar aðgerðir þjóni hagsmunum allra, líka ferðaþjónustunnar. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ segir Kári við Morgunblaðið. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49 Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Talið er líklegra en ekki að aðgerðir verði hertar gegn faraldrinum sem skotið hefur aftur upp kollinum síðustu daga. Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra um næstu skref. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en til skoðunar er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Hópurinn mun aftur funda nú í morgunsárið og segir Fréttablaðið „miklar líkur“ á að tilkynnt verði um harðari aðgerðir eftir fund morgunsins. Í orðsendingu frá almannavörnum í gærkvöldi sagði að til skoðunar sé að þrengja fjöldatakmarkanir og gera tveggja metra regluna aftur að skyldu í mannlegum samskiptum. Hún hefur verið valkvæð síðustu vikur og þannig gert margvíslegri verslun og þjónustu kleift að starfa með nokkuð hefðbundnum hætti. Eigendur skemmtistaða óttast hins vegar að þurfa að loka aftur ef tveggja metra reglan verður ekki lengur aðeins tilmæli. Að sama skapi segja almannavarnir að til skoðunar sé að breyta áherslum og jafnvel grípa til harðari úrræða á landamærunum. Þó eigi eftir að greina betur gögn úr landamæraskimun til að taka ákvörðun í þeim efnum. Kári vill þrengja höft Segja má að Kári Stefánsson hafi sett þrýsting á stjórnvöld í gærkvöldi þegar hann sagði í samtali við vef Morgunblaðsins að starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni ef samkomuhöft verða ekki hert. Tilkynnt var í gær að Íslensk erfðagreining, sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum, kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ segir Kári. Hann segir það eðlilegt að grípa til hertra aðgerða, það sé bæði eðli farsótta auk þess sem faraldurinn virðist aftur vera að blossa upp í löndunum í kringum okkur - löndum þaðan sem Íslendingar fá ferðamenn. Það skipti ekki síst máli að þrengja samkomuhöft í ljósi þess að skólastarf hefst aftur innan nokkura vikna. Hertar aðgerðir þjóni hagsmunum allra, líka ferðaþjónustunnar. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ segir Kári við Morgunblaðið. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49 Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49
Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“