Miklar líkur taldar á hertari aðgerðum í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 06:11 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að samkomuhöft verði þrengd. Það sé öllum fyrir bestu. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Talið er líklegra en ekki að aðgerðir verði hertar gegn faraldrinum sem skotið hefur aftur upp kollinum síðustu daga. Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra um næstu skref. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en til skoðunar er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Hópurinn mun aftur funda nú í morgunsárið og segir Fréttablaðið „miklar líkur“ á að tilkynnt verði um harðari aðgerðir eftir fund morgunsins. Í orðsendingu frá almannavörnum í gærkvöldi sagði að til skoðunar sé að þrengja fjöldatakmarkanir og gera tveggja metra regluna aftur að skyldu í mannlegum samskiptum. Hún hefur verið valkvæð síðustu vikur og þannig gert margvíslegri verslun og þjónustu kleift að starfa með nokkuð hefðbundnum hætti. Eigendur skemmtistaða óttast hins vegar að þurfa að loka aftur ef tveggja metra reglan verður ekki lengur aðeins tilmæli. Að sama skapi segja almannavarnir að til skoðunar sé að breyta áherslum og jafnvel grípa til harðari úrræða á landamærunum. Þó eigi eftir að greina betur gögn úr landamæraskimun til að taka ákvörðun í þeim efnum. Kári vill þrengja höft Segja má að Kári Stefánsson hafi sett þrýsting á stjórnvöld í gærkvöldi þegar hann sagði í samtali við vef Morgunblaðsins að starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni ef samkomuhöft verða ekki hert. Tilkynnt var í gær að Íslensk erfðagreining, sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum, kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ segir Kári. Hann segir það eðlilegt að grípa til hertra aðgerða, það sé bæði eðli farsótta auk þess sem faraldurinn virðist aftur vera að blossa upp í löndunum í kringum okkur - löndum þaðan sem Íslendingar fá ferðamenn. Það skipti ekki síst máli að þrengja samkomuhöft í ljósi þess að skólastarf hefst aftur innan nokkura vikna. Hertar aðgerðir þjóni hagsmunum allra, líka ferðaþjónustunnar. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ segir Kári við Morgunblaðið. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49 Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Talið er líklegra en ekki að aðgerðir verði hertar gegn faraldrinum sem skotið hefur aftur upp kollinum síðustu daga. Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra um næstu skref. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en til skoðunar er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Hópurinn mun aftur funda nú í morgunsárið og segir Fréttablaðið „miklar líkur“ á að tilkynnt verði um harðari aðgerðir eftir fund morgunsins. Í orðsendingu frá almannavörnum í gærkvöldi sagði að til skoðunar sé að þrengja fjöldatakmarkanir og gera tveggja metra regluna aftur að skyldu í mannlegum samskiptum. Hún hefur verið valkvæð síðustu vikur og þannig gert margvíslegri verslun og þjónustu kleift að starfa með nokkuð hefðbundnum hætti. Eigendur skemmtistaða óttast hins vegar að þurfa að loka aftur ef tveggja metra reglan verður ekki lengur aðeins tilmæli. Að sama skapi segja almannavarnir að til skoðunar sé að breyta áherslum og jafnvel grípa til harðari úrræða á landamærunum. Þó eigi eftir að greina betur gögn úr landamæraskimun til að taka ákvörðun í þeim efnum. Kári vill þrengja höft Segja má að Kári Stefánsson hafi sett þrýsting á stjórnvöld í gærkvöldi þegar hann sagði í samtali við vef Morgunblaðsins að starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni ef samkomuhöft verða ekki hert. Tilkynnt var í gær að Íslensk erfðagreining, sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum, kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ segir Kári. Hann segir það eðlilegt að grípa til hertra aðgerða, það sé bæði eðli farsótta auk þess sem faraldurinn virðist aftur vera að blossa upp í löndunum í kringum okkur - löndum þaðan sem Íslendingar fá ferðamenn. Það skipti ekki síst máli að þrengja samkomuhöft í ljósi þess að skólastarf hefst aftur innan nokkura vikna. Hertar aðgerðir þjóni hagsmunum allra, líka ferðaþjónustunnar. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ segir Kári við Morgunblaðið. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49 Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49
Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53