Fimm beinar útsendingar eru á dagskránni á Stöð 2 Sport í dag en boðið er upp á fjórar útsendingar af fótbolta og eina úr golfinu.
Það er tvíhöfði í ítalska boltanum á Stöð 2 Sport 3 í dag. Sampdoria og AC Milan mætast klukkan 17.30 og klukkan 19.40 verður flautað til leiks í Cagliari er Juventus getur tryggt sér titilinn.
Það er svo stórleikur í Pepsi Max-deild kvenna klukkan 19.15 er Fylkir og Breiðablik mætast í Árbænum en rimur þessara liða hafa verið ansi áhugaverðar síðustu ár.
Swansea er 1-0 yfir gegn Brentford eftir fyrri leikinn í undanúrslitunum um sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðin mætast klukkan 18.45 á Griffin Park í kvöld.
PGA Special: FedEx Cares Charity mótið fer fram í dag en útsending frá því hefst klukkan 18.00.
Alla útsendingar dagsins má sjá hér.