Bandarískur forstjóri flutti fjölskylduna til Íslands þar sem börnin geta verið frjáls Birgir Olgeirsson skrifar 28. júlí 2020 19:05 Kevin Laws, forstjóri AngelList. Forstjóri bandarísks stórfyrirtækisins ákvað að flytja með fjölskylduna til Íslands til að geta lifað eðlilegu lífi. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Kevin Laws er forstjóri bandaríska fyrirtækisins AngelList sem aðstoðar sprotafyrirtæki við að vaxa og dafna. Voru eignir fyrirtækisins metnar á 244 milljarða íslenskra króna í fyrra. Kevin og fjölskylda hans búa í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að líf barnanna yrði takmörkum háð, sökum sóttvarnaráðstafana í borginni, leitaði Kevin að stað þar sem þau gætu verið frjálsari. Þegar hann fékk boð um að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi stóð ekki á svörum. „Ég hafði fylgst með því hvaða lönd höfðu brugðist vel við kórónuveirufaraldrinum. Ísland var eitt þeirra landa. Mér var boðið að vinna með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjölskylduna. Hér er hægt að lifa eðlilegu lífi á öruggan máta,“ segir Kevin Laws. Má vera í 90 daga Hann sjálfur getur unnið vinnuna sína hvar sem er, svo lengi sem hann hefur nettengingu. Þannig hefur það verið hjá fólki sem starfar í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Sumir hafa valið að flytja til aldraðra foreldra sinna og vinna þaðan á meðan þeir hugsa um þá. Aðrir hafa leitað uppi öruggari lönd á borð við Nýja Sjáland og Ísland. Kevin tekur þó fram að þó hann sætti sig við að vera nánast hvar sem er svo lengi sem hann hefur aðgang að nettenginu, þá eigi það sama ekki við um börnin hans, þau þurfi aðeins meira frelsi en hann. „Líkt og sonur minn sem fór á fótboltaæfingar í gegnum fjarfundi á Zoom-forritinu. Á Íslandi fá þau að æfa sig á fótboltavellinum og skemmta sér konunglega.“ Verandi frá Bandaríkjunum þurfti Kevin að fá boð frá íslensku fyrirtæki um að vinna á Íslandi til að fá að ferðast hingað. Yfirvöld hafi farið yfir umsóknina og samþykki fékkst. Hann má vera hér í 90 daga með fjölskyldu sinni, eða fram í október, en segir að dvölin muni ráðast af því hvort að skólastarf barnanna muni fara fram í gegnum fjarkennslu eða ekki. Ef þau eigi að mæta í skólann þá fari þau aftur til Bandaríkjanna. Frelsið einstakt Hann segir þau hafa farið Gullna hringinn en aðallega hafi þau notið þess að vera frjáls utan dyra í Reykjavík. Eitthvað sem er ekki hægt að gera í Kaliforníu. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með það ástandið sem þeir búa við. „Það að hafa ríkisstjórn sem hefur komið á góðri leið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum, með prófum og smitrakningu, sem verður þess valdandi að þið getið verði örugg en á sama tíma opin. Það eru ekki margir staðir á jörðinni þannig núna.“ Þó ástandið sé dökkt í Bandaríkjunum í dag er hann bjartsýnn á að það muni lagast í vetur. „Jákvæðni er svolítið bundin við þann geira sem ég starfa í. En ég er bjartsýnn því ég veit hvað er að gerast þegar kemur að þróun meðferða við veikindunum og bóluefnis. Ég trúi því að í lok vetrar munum við sjá eitthvað af því fyrir almenning. Þangað til snýst þetta um að geta lifað af bæði heilsufarslega og efnahagslega þar til bóluefni kemst á markað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Forstjóri bandarísks stórfyrirtækisins ákvað að flytja með fjölskylduna til Íslands til að geta lifað eðlilegu lífi. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Kevin Laws er forstjóri bandaríska fyrirtækisins AngelList sem aðstoðar sprotafyrirtæki við að vaxa og dafna. Voru eignir fyrirtækisins metnar á 244 milljarða íslenskra króna í fyrra. Kevin og fjölskylda hans búa í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að líf barnanna yrði takmörkum háð, sökum sóttvarnaráðstafana í borginni, leitaði Kevin að stað þar sem þau gætu verið frjálsari. Þegar hann fékk boð um að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi stóð ekki á svörum. „Ég hafði fylgst með því hvaða lönd höfðu brugðist vel við kórónuveirufaraldrinum. Ísland var eitt þeirra landa. Mér var boðið að vinna með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjölskylduna. Hér er hægt að lifa eðlilegu lífi á öruggan máta,“ segir Kevin Laws. Má vera í 90 daga Hann sjálfur getur unnið vinnuna sína hvar sem er, svo lengi sem hann hefur nettengingu. Þannig hefur það verið hjá fólki sem starfar í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Sumir hafa valið að flytja til aldraðra foreldra sinna og vinna þaðan á meðan þeir hugsa um þá. Aðrir hafa leitað uppi öruggari lönd á borð við Nýja Sjáland og Ísland. Kevin tekur þó fram að þó hann sætti sig við að vera nánast hvar sem er svo lengi sem hann hefur aðgang að nettenginu, þá eigi það sama ekki við um börnin hans, þau þurfi aðeins meira frelsi en hann. „Líkt og sonur minn sem fór á fótboltaæfingar í gegnum fjarfundi á Zoom-forritinu. Á Íslandi fá þau að æfa sig á fótboltavellinum og skemmta sér konunglega.“ Verandi frá Bandaríkjunum þurfti Kevin að fá boð frá íslensku fyrirtæki um að vinna á Íslandi til að fá að ferðast hingað. Yfirvöld hafi farið yfir umsóknina og samþykki fékkst. Hann má vera hér í 90 daga með fjölskyldu sinni, eða fram í október, en segir að dvölin muni ráðast af því hvort að skólastarf barnanna muni fara fram í gegnum fjarkennslu eða ekki. Ef þau eigi að mæta í skólann þá fari þau aftur til Bandaríkjanna. Frelsið einstakt Hann segir þau hafa farið Gullna hringinn en aðallega hafi þau notið þess að vera frjáls utan dyra í Reykjavík. Eitthvað sem er ekki hægt að gera í Kaliforníu. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með það ástandið sem þeir búa við. „Það að hafa ríkisstjórn sem hefur komið á góðri leið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum, með prófum og smitrakningu, sem verður þess valdandi að þið getið verði örugg en á sama tíma opin. Það eru ekki margir staðir á jörðinni þannig núna.“ Þó ástandið sé dökkt í Bandaríkjunum í dag er hann bjartsýnn á að það muni lagast í vetur. „Jákvæðni er svolítið bundin við þann geira sem ég starfa í. En ég er bjartsýnn því ég veit hvað er að gerast þegar kemur að þróun meðferða við veikindunum og bóluefnis. Ég trúi því að í lok vetrar munum við sjá eitthvað af því fyrir almenning. Þangað til snýst þetta um að geta lifað af bæði heilsufarslega og efnahagslega þar til bóluefni kemst á markað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent