Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 13:34 Leitin mun líklegast standa yfir þar til á morgun en verið er að grafa á nokkrum stöðum á jarðeigninni. EPA/JONAS NOLDEN Hópur lögregluþjóna hóf í gær leit á jarðareign í Hanover í Þýskalandi og er leitin sögð tengjast hvarfi Madeleine McCann. Helsti grunaði aðili lögreglunnar um þessar mundir er Christian B, sem er 43 ára Þjóðverji og hefur hann verið dæmdur minnst tvisvar sinnum fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann situr nú í fangelsi í Þýskalandi en hann mun hafa verið á ferð á húsbíl sínum um svæðið þar sem Madeleine hvarf á sínum tíma. Leitin mun líklegast standa yfir þar til á morgun en samkvæmt Sky News er verið að grafa á nokkrum stöðum á lóðinni. Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar. Lögreglan segir, samkvæmt frétt BBC, að Christian B hafi haldið til í Algarve frá 1995 til 2007. Þar hafi hann unnið ýmis störf og jafnvel brotist inn á hótel og selt fíkniefni. Þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugi ekki til til að ákæra hann. Sjá einnig: Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Lóðin þar sem leitað er rúma 60 kílómetra frá borginni Braunschweig. Christian B var skráður til heimilis í borginni. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hverju verið er að leita að en blaðamaður Sky segir tré hafa verið felld og að notað sé við smáa beltagröfu. Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hópur lögregluþjóna hóf í gær leit á jarðareign í Hanover í Þýskalandi og er leitin sögð tengjast hvarfi Madeleine McCann. Helsti grunaði aðili lögreglunnar um þessar mundir er Christian B, sem er 43 ára Þjóðverji og hefur hann verið dæmdur minnst tvisvar sinnum fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann situr nú í fangelsi í Þýskalandi en hann mun hafa verið á ferð á húsbíl sínum um svæðið þar sem Madeleine hvarf á sínum tíma. Leitin mun líklegast standa yfir þar til á morgun en samkvæmt Sky News er verið að grafa á nokkrum stöðum á lóðinni. Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar. Lögreglan segir, samkvæmt frétt BBC, að Christian B hafi haldið til í Algarve frá 1995 til 2007. Þar hafi hann unnið ýmis störf og jafnvel brotist inn á hótel og selt fíkniefni. Þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugi ekki til til að ákæra hann. Sjá einnig: Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Lóðin þar sem leitað er rúma 60 kílómetra frá borginni Braunschweig. Christian B var skráður til heimilis í borginni. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hverju verið er að leita að en blaðamaður Sky segir tré hafa verið felld og að notað sé við smáa beltagröfu.
Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59
Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08
Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36