KR fengið öll sjö stigin sín eftir sóttkvína: „Held að hún hafi gert okkur gott“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 15:15 Ingunn Haraldsdóttir er fyrirliði KR. vísir/vilhelm „Við erum bara mjög vel stemmdar og erum taplausar eftir sóttkvína. Við erum mjög spenntar fyrir því að ná í þrjú stig fyrir norðan,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hennar í dag. Ingunn og stöllur hennar í KR voru þá nýlentar á Akureyri þar sem þær mæta Þór/KA í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. KR-ingar mæta með kassann úti til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Venjulega væri ekki óskastaða að fara í tveggja vikna sóttkví í upphafi tímabils en svo virðist sem sóttkvíin sem KR þurfti að fara í hafi gert liðinu gott. Vesturbæingar hafa nefnilega náð í öll sín sjö stig í Pepsi Max-deildinni eftir sóttkvína sem liðið þurfti að fara í eftir 6-0 tap fyrir Blikum 23. júní. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður tími fyrir okkur til að líta inn á við. Svo fengum við líka tíma til að vinna í líkamlegum þáttum. Þótt það hafi verið erfitt að vera í burtu frá liðinu held ég að sóttkvíin hafi gert okkur gott,“ sagði Ingunn. Með sigri á Þór/KA í kvöld kemst KR upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm En gerðu KR-ingar eitthvað öðruvísi í sóttkvínni en í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins fyrir tímabilið? „Það voru öðruvísi áherslur. Það var auðvitað skrítið að fara í tveggja vikna frí á miðju tímabili. Við náðum líka að þjappa hópnum saman og vorum mikið í sambandi á samfélagsmiðlum. Kannski var þetta bara gott fyrir okkur, til að koma okkur af stað og byrja mótið aftur af krafti,“ sagði Ingunn. KR tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 1-12. Liðið hefur hins unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Í síðasta leik vann KR öruggan sigur á FH, 3-0. „Ég höfum náð að skipuleggja varnarleikinn betur. Við erum að spila mjög skipulagðan og góðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns. Við erum með marga nýja leikmenn og fengum lítinn tíma til að slípa okkur saman í vetur,“ sagði Ingunn. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað fjögur mörk í sumar, öll eftir sóttkvína.vísir/vilhelm Að öðrum ólöstuðum hefur Katrín Ásbjörnsdóttir verið besti leikmaður KR eftir sóttkvína. Hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum KR og sýnt gamla takta. „Hún hefur algjörlega blómstrað sem og aðrir leikmenn eftir sóttkvína. Við erum að kynnast betur og læra betur hver á aðra,“ sagði Ingunn sem hefur leikið alla sex deildarleiki KR í sumar. Á meðan KR-ingar eru með vindinn í bakið hefur gefið á bátinn hjá Þór/KA að undanförnu en Akureyringar eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þrátt fyrir það á Ingunn von á strembnum leik í kvöld. „Það er meðbyr með okkur en það er alltaf erfitt að koma á þennan útivöll. Þær eru alltaf fastar fyrir og góðar í návígum. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ingunn að endingu. Leikur Þórs/KA og KR hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mörkin úr síðustu þremur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild kvenna KR Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira
„Við erum bara mjög vel stemmdar og erum taplausar eftir sóttkvína. Við erum mjög spenntar fyrir því að ná í þrjú stig fyrir norðan,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hennar í dag. Ingunn og stöllur hennar í KR voru þá nýlentar á Akureyri þar sem þær mæta Þór/KA í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. KR-ingar mæta með kassann úti til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Venjulega væri ekki óskastaða að fara í tveggja vikna sóttkví í upphafi tímabils en svo virðist sem sóttkvíin sem KR þurfti að fara í hafi gert liðinu gott. Vesturbæingar hafa nefnilega náð í öll sín sjö stig í Pepsi Max-deildinni eftir sóttkvína sem liðið þurfti að fara í eftir 6-0 tap fyrir Blikum 23. júní. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður tími fyrir okkur til að líta inn á við. Svo fengum við líka tíma til að vinna í líkamlegum þáttum. Þótt það hafi verið erfitt að vera í burtu frá liðinu held ég að sóttkvíin hafi gert okkur gott,“ sagði Ingunn. Með sigri á Þór/KA í kvöld kemst KR upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm En gerðu KR-ingar eitthvað öðruvísi í sóttkvínni en í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins fyrir tímabilið? „Það voru öðruvísi áherslur. Það var auðvitað skrítið að fara í tveggja vikna frí á miðju tímabili. Við náðum líka að þjappa hópnum saman og vorum mikið í sambandi á samfélagsmiðlum. Kannski var þetta bara gott fyrir okkur, til að koma okkur af stað og byrja mótið aftur af krafti,“ sagði Ingunn. KR tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 1-12. Liðið hefur hins unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Í síðasta leik vann KR öruggan sigur á FH, 3-0. „Ég höfum náð að skipuleggja varnarleikinn betur. Við erum að spila mjög skipulagðan og góðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns. Við erum með marga nýja leikmenn og fengum lítinn tíma til að slípa okkur saman í vetur,“ sagði Ingunn. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað fjögur mörk í sumar, öll eftir sóttkvína.vísir/vilhelm Að öðrum ólöstuðum hefur Katrín Ásbjörnsdóttir verið besti leikmaður KR eftir sóttkvína. Hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum KR og sýnt gamla takta. „Hún hefur algjörlega blómstrað sem og aðrir leikmenn eftir sóttkvína. Við erum að kynnast betur og læra betur hver á aðra,“ sagði Ingunn sem hefur leikið alla sex deildarleiki KR í sumar. Á meðan KR-ingar eru með vindinn í bakið hefur gefið á bátinn hjá Þór/KA að undanförnu en Akureyringar eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þrátt fyrir það á Ingunn von á strembnum leik í kvöld. „Það er meðbyr með okkur en það er alltaf erfitt að koma á þennan útivöll. Þær eru alltaf fastar fyrir og góðar í návígum. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ingunn að endingu. Leikur Þórs/KA og KR hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mörkin úr síðustu þremur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild kvenna KR Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira