Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 07:45 Pedro Sanchez á blaðamannafundi í upphafi mánaðar. Getty/Eduardo Parra Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. Fyrirvaralaus ákvörðun þeirra um að krefjast tveggja vikna sóttkvíar við komuna til Bretlands frá Spáni kom flatt upp á ferðaþjónustuna og ferðalanga. Utanríkisráðherra Breta sagði um helgina, morguninn eftir að nýju reglurnar tóku gildi, að nauðsynlegt hafi verið að grípa til ákvörðunarinnar sökum snarpar fjölgunar kórónuveirusmitaðra á Spáni síðustu daga. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir hins vegar að ferðalangar séu öruggari í flestum ríkjum Spánar en í Bretlandi. Staðan er einna verst í Katalóníu, ekki síst í Barcelona, þar sem búið er að innleiða samkomuhöft sambærileg þeim sem voru við lýði meðan neyðarástands vegna veirunnar naut við. Búið er að loka skemmtistöðum, leyfilegur viðskiptavinafjöldi veitingastaða hefur verið lækkaður og íþróttaiðkun takmörkuð. Sánchez segir að stjórnvöld á Spáni og Bretland reyni nú að finna sameiginlega lausn á málinu. Ekki aðeins standi tveggja vikna sóttkvíin í Spánverjum heldur jafnframt að Bretar hafi verið hvattir til að sleppa öllum ónauðsynlegum ferðum til Spánar. Bretar eru mikilvægir spænskri ferðaþjónustu en þeir gera sér um 18 milljón ferðir til Spánar árlega. Spánn er þannig vinsælasti áfangastaður Breta. Þar að auki eru um 250 þúsund Bretar með varanlega búsetu á Spáni. Ekki hefur þó annað heyrst frá breskum stjórnvöldum en að nýju sóttvarnaráðstafanirnar séu ekki á förum strax. Þarlendi Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir ruglingsleg fyrirmæli og ákvarðanafælni í faraldrinum. Spænski forsætisráðherrann segir að ákvörðun breskra stjórnvalda hafi verið mistök. Þegar litið sé til landsins í heild megi aðeins segja að ástandið sé slæmt í tveimur fylkjum Spánar, Katalóníu og Aragón. Þar greinist 64,5 prósent allra smita en annars staðar á Spáni séu minni líkur á smiti en á Bretlandseyjum. Þá sé enn minni smithætta á Mallorca og Kanaríeyjum. Sem stendur eru 35,1 smit á hverja 100 þúsund íbúa á Spáni en 14,7 smit á Bretlandi, samkvæmt nýjustu tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Spánn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. Fyrirvaralaus ákvörðun þeirra um að krefjast tveggja vikna sóttkvíar við komuna til Bretlands frá Spáni kom flatt upp á ferðaþjónustuna og ferðalanga. Utanríkisráðherra Breta sagði um helgina, morguninn eftir að nýju reglurnar tóku gildi, að nauðsynlegt hafi verið að grípa til ákvörðunarinnar sökum snarpar fjölgunar kórónuveirusmitaðra á Spáni síðustu daga. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir hins vegar að ferðalangar séu öruggari í flestum ríkjum Spánar en í Bretlandi. Staðan er einna verst í Katalóníu, ekki síst í Barcelona, þar sem búið er að innleiða samkomuhöft sambærileg þeim sem voru við lýði meðan neyðarástands vegna veirunnar naut við. Búið er að loka skemmtistöðum, leyfilegur viðskiptavinafjöldi veitingastaða hefur verið lækkaður og íþróttaiðkun takmörkuð. Sánchez segir að stjórnvöld á Spáni og Bretland reyni nú að finna sameiginlega lausn á málinu. Ekki aðeins standi tveggja vikna sóttkvíin í Spánverjum heldur jafnframt að Bretar hafi verið hvattir til að sleppa öllum ónauðsynlegum ferðum til Spánar. Bretar eru mikilvægir spænskri ferðaþjónustu en þeir gera sér um 18 milljón ferðir til Spánar árlega. Spánn er þannig vinsælasti áfangastaður Breta. Þar að auki eru um 250 þúsund Bretar með varanlega búsetu á Spáni. Ekki hefur þó annað heyrst frá breskum stjórnvöldum en að nýju sóttvarnaráðstafanirnar séu ekki á förum strax. Þarlendi Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir ruglingsleg fyrirmæli og ákvarðanafælni í faraldrinum. Spænski forsætisráðherrann segir að ákvörðun breskra stjórnvalda hafi verið mistök. Þegar litið sé til landsins í heild megi aðeins segja að ástandið sé slæmt í tveimur fylkjum Spánar, Katalóníu og Aragón. Þar greinist 64,5 prósent allra smita en annars staðar á Spáni séu minni líkur á smiti en á Bretlandseyjum. Þá sé enn minni smithætta á Mallorca og Kanaríeyjum. Sem stendur eru 35,1 smit á hverja 100 þúsund íbúa á Spáni en 14,7 smit á Bretlandi, samkvæmt nýjustu tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar.
Spánn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira