Garðbæingar og Seltirningar mótfallnir Borgarlínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 06:13 Á þessari mynd má sjá fyrstu 25 stöðvarnar sem áætlað er að verði teknar í notkun í fyrsta áfanga Borgarlínu árið 2023. borgarlína Borgarlína nýtur áfram mikils stuðnings, ef marka má könnun sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið. Stuðningurinn er mestur í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði en í Garðabæ og Seltjarnarnesi mælist meiri andstaða við Borgarlínu. Næstum helmingur þeirra 1400 sem létu í ljós afstöðu sína í könnuninni segist hlynntur Borgarlínu en þrír af hverjum tíu eru henni andvígir. Stuðningurinn hefur þannig minnkað lítið eitt frá því í október, þegar Zentar vann sambærilega könnun. Konur eru hlynntari hraðvagnakerfinu en karlar og stuðningurinn er meiri meðal yngri aldurshópa. Þegar litið er til einstakra sveitarfélaga nýtur Borgarlínan mests stuðnings í Reykjavík. Þar mælist 57 prósent stuðningur en 29 prósent Reykvíkinga segjast andvíg verkefninu. „Það kemur kannski ekki á óvart að stuðningurinn sé sterkastur þar sem framkvæmdirnar varða fólk mest og fyrstu áfangarnir eru,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Fréttablaðið. Mesta andstaðan á Seltjarnarnesi Næstmestur stuðningur er í Kópavogi og í Hafnarfirði þar sem tæplega helmingur segist hlynntur Borgarlínu og á bilinu 20 til 25 prósent segjast henni mótfallin. Skiptari skoðanir eru í Mosfellsbæ, þar segjast 38 prósent styðja verkefnið en 35 andvíg því. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi mælist hins vegar meiri andstaða við Borgarlínu heldur en stuðningur. Aðeins um þriðjungur Garðbæinga er hlynntur Borgarlínu en um helmingur mótfallinn henni. Svipaða sögu er að segja af Seltjarnarnesi. Þar segjast 39 prósent styðja verkefnið en heilt 61 prósent aðspurðra Seltirninga er andvígt Borgarlínu. Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum. Vagnar Borgarlínu munu geta tekið um 150-200 farþega, „tíðni ferða verður mikil, stöðvar verða yfir- byggðar, aðlaðandi og þægilegar með góðu aðgengi beint inn í vagnanna,“ eins og það er orðað á kynningarvef Borgarlínunnar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið. Samgöngur Borgarlína Skipulag Garðabær Seltjarnarnes Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Borgarlína nýtur áfram mikils stuðnings, ef marka má könnun sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið. Stuðningurinn er mestur í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði en í Garðabæ og Seltjarnarnesi mælist meiri andstaða við Borgarlínu. Næstum helmingur þeirra 1400 sem létu í ljós afstöðu sína í könnuninni segist hlynntur Borgarlínu en þrír af hverjum tíu eru henni andvígir. Stuðningurinn hefur þannig minnkað lítið eitt frá því í október, þegar Zentar vann sambærilega könnun. Konur eru hlynntari hraðvagnakerfinu en karlar og stuðningurinn er meiri meðal yngri aldurshópa. Þegar litið er til einstakra sveitarfélaga nýtur Borgarlínan mests stuðnings í Reykjavík. Þar mælist 57 prósent stuðningur en 29 prósent Reykvíkinga segjast andvíg verkefninu. „Það kemur kannski ekki á óvart að stuðningurinn sé sterkastur þar sem framkvæmdirnar varða fólk mest og fyrstu áfangarnir eru,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Fréttablaðið. Mesta andstaðan á Seltjarnarnesi Næstmestur stuðningur er í Kópavogi og í Hafnarfirði þar sem tæplega helmingur segist hlynntur Borgarlínu og á bilinu 20 til 25 prósent segjast henni mótfallin. Skiptari skoðanir eru í Mosfellsbæ, þar segjast 38 prósent styðja verkefnið en 35 andvíg því. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi mælist hins vegar meiri andstaða við Borgarlínu heldur en stuðningur. Aðeins um þriðjungur Garðbæinga er hlynntur Borgarlínu en um helmingur mótfallinn henni. Svipaða sögu er að segja af Seltjarnarnesi. Þar segjast 39 prósent styðja verkefnið en heilt 61 prósent aðspurðra Seltirninga er andvígt Borgarlínu. Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum. Vagnar Borgarlínu munu geta tekið um 150-200 farþega, „tíðni ferða verður mikil, stöðvar verða yfir- byggðar, aðlaðandi og þægilegar með góðu aðgengi beint inn í vagnanna,“ eins og það er orðað á kynningarvef Borgarlínunnar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið.
Samgöngur Borgarlína Skipulag Garðabær Seltjarnarnes Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira