Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 09:57 Einar Hermannsson nýr formaður SÁÁ. Vísir/Vilhelm Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. Vandinn sé bæði fólginn í heilbrigði og félagslegum vanda og eigi það sérstaklega við um börn og ungmenni sem glími við vímuefnavanda. „Núna er þróunin svo hröð, það eru alls konar efni í gangi, hvort sem það eru lögleg vímuefni eða ólögleg. Ég held að það komi krakkar og ungt fólk í meðferð í dag sem hafa varla smakkað bjór. Þau eru bara í einhverjum öðrum efnum sem eru miklu sterkari og hafa miklu verri áhrif á styttri tíma,“ segir Einar Hermannsson, nýr formaður SÁÁ en hann ræddi áfengismenningu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir vandann margþættan, og þá sérstaklega hjá ungu fólki. Það sé orðið félagslega einangrað og miklu veikara en hafi áður sést. „Þetta svokallaða „læknadóp“ sem flæðir um allt og virðist vera auðvelt að flytja inn og nálgast yfir höfuð, það er mjög slæm þróun og þessir krakkar sem ánetjast því, þau verða svo veik svo hratt.“ „Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu „læknadópi“ því þegar þú ert farinn að misnota þetta þá finnst mér, horfandi upp á þessa ungu krakka, þau verða bara svo fljótt veik og þau verða svo mikið veik. Hvað tekur við eftir meðferð? Að sögn Einars verður félagslegi þátturinn stöðugt stærri og segir hann þann þátt orðinn meira vandamál. „Það er eitt að verða edrú en hvað tekur svo við? Þessir krakkar sem eru í ákveðnum hópi sem er í neyslu hafa kannski ekkert að fara, krakkar sem hafa kannski verið í grasneyslu þau hafa bara einangrað sig.“ „Eftir þessa tíu daga sem er þá afeitrunin og hugsanlega þrjátíu daga sem fara í eftirmeðferðina, mér finnst úrræði til að taka við þessum einstaklingum þannig að þau fari ekki bara aftur í sömu aðstæðurnar sem er oft og tíðum bara auðveldast fyrir þau, því það er ekkert annað sem bíður þeirra,“ segir Einar. Hann segir ungmenni frekar ánetjast fíkniefnum en áfengi. Áfengi sé þó enn mikið vandamál og segir hann nýlegar rannsóknir benda til þess að samfélagsmiðlar hafi á tímum Covid meðal annars aukið sýnileika áfengis. „Samfélagsmiðlar juku auglýsingar á Instagram, YouTube og öllu þessu um rúm 300 prósent. Markaðssetningin fór þá beint til þeirra sem eru heima.“ Hann segir það mjög erfitt þessa dagana að komast í meðferð. „Við erum reyndar að opna Vík á morgun sem er eftirmeðferðarstöðin okkar, hún er búin að vera lokuð núna út af sumarfríi. Núna um miðjan ágúst opnar göngudeildin. En við erum með fimm hundruð og eitthvað manns á biðlista, því miður. Það sem er líka slæmt er að við erum með 120 börn á biðlista sem eru að bíða eftir að komast til sálfræðings, sem hafa búið innan um alkóhólista.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bítið Fíkn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni 30. júní 2020 22:14 Kaflaskil SÁÁ Afstaða, félag fanga, hefur nokkurn áhuga á aðalfundi SÁÁ á morgun, þriðjudaginn 30. júní 2020, og stjórnarkosningum sem fara fram á fundinum. 29. júní 2020 21:21 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. Vandinn sé bæði fólginn í heilbrigði og félagslegum vanda og eigi það sérstaklega við um börn og ungmenni sem glími við vímuefnavanda. „Núna er þróunin svo hröð, það eru alls konar efni í gangi, hvort sem það eru lögleg vímuefni eða ólögleg. Ég held að það komi krakkar og ungt fólk í meðferð í dag sem hafa varla smakkað bjór. Þau eru bara í einhverjum öðrum efnum sem eru miklu sterkari og hafa miklu verri áhrif á styttri tíma,“ segir Einar Hermannsson, nýr formaður SÁÁ en hann ræddi áfengismenningu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir vandann margþættan, og þá sérstaklega hjá ungu fólki. Það sé orðið félagslega einangrað og miklu veikara en hafi áður sést. „Þetta svokallaða „læknadóp“ sem flæðir um allt og virðist vera auðvelt að flytja inn og nálgast yfir höfuð, það er mjög slæm þróun og þessir krakkar sem ánetjast því, þau verða svo veik svo hratt.“ „Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu „læknadópi“ því þegar þú ert farinn að misnota þetta þá finnst mér, horfandi upp á þessa ungu krakka, þau verða bara svo fljótt veik og þau verða svo mikið veik. Hvað tekur við eftir meðferð? Að sögn Einars verður félagslegi þátturinn stöðugt stærri og segir hann þann þátt orðinn meira vandamál. „Það er eitt að verða edrú en hvað tekur svo við? Þessir krakkar sem eru í ákveðnum hópi sem er í neyslu hafa kannski ekkert að fara, krakkar sem hafa kannski verið í grasneyslu þau hafa bara einangrað sig.“ „Eftir þessa tíu daga sem er þá afeitrunin og hugsanlega þrjátíu daga sem fara í eftirmeðferðina, mér finnst úrræði til að taka við þessum einstaklingum þannig að þau fari ekki bara aftur í sömu aðstæðurnar sem er oft og tíðum bara auðveldast fyrir þau, því það er ekkert annað sem bíður þeirra,“ segir Einar. Hann segir ungmenni frekar ánetjast fíkniefnum en áfengi. Áfengi sé þó enn mikið vandamál og segir hann nýlegar rannsóknir benda til þess að samfélagsmiðlar hafi á tímum Covid meðal annars aukið sýnileika áfengis. „Samfélagsmiðlar juku auglýsingar á Instagram, YouTube og öllu þessu um rúm 300 prósent. Markaðssetningin fór þá beint til þeirra sem eru heima.“ Hann segir það mjög erfitt þessa dagana að komast í meðferð. „Við erum reyndar að opna Vík á morgun sem er eftirmeðferðarstöðin okkar, hún er búin að vera lokuð núna út af sumarfríi. Núna um miðjan ágúst opnar göngudeildin. En við erum með fimm hundruð og eitthvað manns á biðlista, því miður. Það sem er líka slæmt er að við erum með 120 börn á biðlista sem eru að bíða eftir að komast til sálfræðings, sem hafa búið innan um alkóhólista.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bítið Fíkn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni 30. júní 2020 22:14 Kaflaskil SÁÁ Afstaða, félag fanga, hefur nokkurn áhuga á aðalfundi SÁÁ á morgun, þriðjudaginn 30. júní 2020, og stjórnarkosningum sem fara fram á fundinum. 29. júní 2020 21:21 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni 30. júní 2020 22:14
Kaflaskil SÁÁ Afstaða, félag fanga, hefur nokkurn áhuga á aðalfundi SÁÁ á morgun, þriðjudaginn 30. júní 2020, og stjórnarkosningum sem fara fram á fundinum. 29. júní 2020 21:21
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45