„Ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2020 10:29 Högni hefur barist við geðhvarfasýki í átta ár. Högni Egilsson tónlistarmaður segir fordóma og skilningsleysi ríkja um geðhvörf. Hann ræddi málefnið í tengslum við Kanye West í hlaðvarpi Skoðanabræðra á föstudaginn og rifjaði það um leið upp þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild. „Hann er náttúrulega með bipolar,“ sagði Högni um Kanye. „Ég kljáist við það á hverjum einasta degi af vandvirkni. Það lærist með aldrinum að gera það. Traustið verður að vera til heilbrigðisstofnananna, lækna og svoleiðis. Það er erfiðast í heimi fyrst, eins og hann er að tala um að það sé verið að læsa hann inni á geðdeild. Það er ógeðslega erfitt skref að fara inn á geðdeild, fyrir hvern sem er.“ Það hefur ratað í fréttir undanfarið að Kanye West á við geðræna erfiðleika að stríða. Þeir hafa meðal annars brotist út í opinskáum en á köflum fjarstæðukenndum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum um fjölskyldu hans. Kross að bera en brunnur að tilfinningalífi Högni er sjálfur með geðhvörf, greindist fyrir átta árum en er að eigin sögn kominn á stöðugan stað. „Með árunum minnka sveiflurnar. Þetta snýst allt um sveiflur. Að taka lyfin sín sómasamlega, halda sig frá örvandi efnum og svolítið vera æðrulaus gagnvart því að þú ert með sjúkdóminn. Það sem ég held að Kanye sé ekki er æðrulaus gagnvart því að hann sé með þetta. Þegar manían fer svona hátt þá er hann bara: „Þið eruð að reyna að taka mig niður. Ég er engill. Ég er guðleg vera.“ Högni segir að það sé leiðinleg hlið af sjúkdómnum. „Sem er kross að bera en er líka minn brunnur af einhverju tilfinningalífi sem ég myndi aldrei snerta á öðruvísi,“ sagði Högni. Högni rifjaði það upp í þættinum þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild og setti í samhengi við það sem Kanye gengur í gegnum nú um mundir. Bergþór og Snorri halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. „Ég man eftir því fyrst þegar ég fór inn á geðdeild. Þá þurfti ég að halda tónleika inni á Snaps og ég þurfti að hlaupa á móti Reykjavíkurmaraþoninu, af því að ég þurfti að búa til einhverja táknræna aðgerð og snertast við engla. Þú ferð inn í einhvern dulrænan heim sem er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum af því að þetta eru svo kraftmiklar upplifanir.“ Ekki rómantískt að geðveikasti listamaðurinn sé besti listamaðurinn Högni telur ekki að eigi að upphefja geðsjúkdóma í tengslum við listir. „Það hjálpar þér ekkert að fara inn á geðdeild fimm sinnum í músíkinni. Það sem hjálpar þér er að læra að vera stabíll, að vera góður við umhverfið þitt. Það er ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn. Það er alls ekki þannig,“ sagði Högni. Hann telur Kim Kardashian, eiginkonu Kanye, bregðast rétt við. „Af því að það eru líka svo miklir fordómar og skilningsleysi, enda líka frekar flókið fyrirbæri, af því að allt í einu heldur Kanye West að hann sé Yeezy eða Guð en síðan fer hann örugglega djúpt í þunglyndi.“ Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræðrum. Í viðtalinu við Högna ræddu þeir auk geðhvarfanna og Kanye allt á milli himins og jarðar, allt frá kvikmyndatónlist til ferðar Högna til Ítalíu í miðri kórónuveirunni. Geðheilbrigði Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Högni Egilsson tónlistarmaður segir fordóma og skilningsleysi ríkja um geðhvörf. Hann ræddi málefnið í tengslum við Kanye West í hlaðvarpi Skoðanabræðra á föstudaginn og rifjaði það um leið upp þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild. „Hann er náttúrulega með bipolar,“ sagði Högni um Kanye. „Ég kljáist við það á hverjum einasta degi af vandvirkni. Það lærist með aldrinum að gera það. Traustið verður að vera til heilbrigðisstofnananna, lækna og svoleiðis. Það er erfiðast í heimi fyrst, eins og hann er að tala um að það sé verið að læsa hann inni á geðdeild. Það er ógeðslega erfitt skref að fara inn á geðdeild, fyrir hvern sem er.“ Það hefur ratað í fréttir undanfarið að Kanye West á við geðræna erfiðleika að stríða. Þeir hafa meðal annars brotist út í opinskáum en á köflum fjarstæðukenndum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum um fjölskyldu hans. Kross að bera en brunnur að tilfinningalífi Högni er sjálfur með geðhvörf, greindist fyrir átta árum en er að eigin sögn kominn á stöðugan stað. „Með árunum minnka sveiflurnar. Þetta snýst allt um sveiflur. Að taka lyfin sín sómasamlega, halda sig frá örvandi efnum og svolítið vera æðrulaus gagnvart því að þú ert með sjúkdóminn. Það sem ég held að Kanye sé ekki er æðrulaus gagnvart því að hann sé með þetta. Þegar manían fer svona hátt þá er hann bara: „Þið eruð að reyna að taka mig niður. Ég er engill. Ég er guðleg vera.“ Högni segir að það sé leiðinleg hlið af sjúkdómnum. „Sem er kross að bera en er líka minn brunnur af einhverju tilfinningalífi sem ég myndi aldrei snerta á öðruvísi,“ sagði Högni. Högni rifjaði það upp í þættinum þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild og setti í samhengi við það sem Kanye gengur í gegnum nú um mundir. Bergþór og Snorri halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. „Ég man eftir því fyrst þegar ég fór inn á geðdeild. Þá þurfti ég að halda tónleika inni á Snaps og ég þurfti að hlaupa á móti Reykjavíkurmaraþoninu, af því að ég þurfti að búa til einhverja táknræna aðgerð og snertast við engla. Þú ferð inn í einhvern dulrænan heim sem er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum af því að þetta eru svo kraftmiklar upplifanir.“ Ekki rómantískt að geðveikasti listamaðurinn sé besti listamaðurinn Högni telur ekki að eigi að upphefja geðsjúkdóma í tengslum við listir. „Það hjálpar þér ekkert að fara inn á geðdeild fimm sinnum í músíkinni. Það sem hjálpar þér er að læra að vera stabíll, að vera góður við umhverfið þitt. Það er ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn. Það er alls ekki þannig,“ sagði Högni. Hann telur Kim Kardashian, eiginkonu Kanye, bregðast rétt við. „Af því að það eru líka svo miklir fordómar og skilningsleysi, enda líka frekar flókið fyrirbæri, af því að allt í einu heldur Kanye West að hann sé Yeezy eða Guð en síðan fer hann örugglega djúpt í þunglyndi.“ Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræðrum. Í viðtalinu við Högna ræddu þeir auk geðhvarfanna og Kanye allt á milli himins og jarðar, allt frá kvikmyndatónlist til ferðar Högna til Ítalíu í miðri kórónuveirunni.
Geðheilbrigði Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira