„Ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2020 10:29 Högni hefur barist við geðhvarfasýki í átta ár. Högni Egilsson tónlistarmaður segir fordóma og skilningsleysi ríkja um geðhvörf. Hann ræddi málefnið í tengslum við Kanye West í hlaðvarpi Skoðanabræðra á föstudaginn og rifjaði það um leið upp þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild. „Hann er náttúrulega með bipolar,“ sagði Högni um Kanye. „Ég kljáist við það á hverjum einasta degi af vandvirkni. Það lærist með aldrinum að gera það. Traustið verður að vera til heilbrigðisstofnananna, lækna og svoleiðis. Það er erfiðast í heimi fyrst, eins og hann er að tala um að það sé verið að læsa hann inni á geðdeild. Það er ógeðslega erfitt skref að fara inn á geðdeild, fyrir hvern sem er.“ Það hefur ratað í fréttir undanfarið að Kanye West á við geðræna erfiðleika að stríða. Þeir hafa meðal annars brotist út í opinskáum en á köflum fjarstæðukenndum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum um fjölskyldu hans. Kross að bera en brunnur að tilfinningalífi Högni er sjálfur með geðhvörf, greindist fyrir átta árum en er að eigin sögn kominn á stöðugan stað. „Með árunum minnka sveiflurnar. Þetta snýst allt um sveiflur. Að taka lyfin sín sómasamlega, halda sig frá örvandi efnum og svolítið vera æðrulaus gagnvart því að þú ert með sjúkdóminn. Það sem ég held að Kanye sé ekki er æðrulaus gagnvart því að hann sé með þetta. Þegar manían fer svona hátt þá er hann bara: „Þið eruð að reyna að taka mig niður. Ég er engill. Ég er guðleg vera.“ Högni segir að það sé leiðinleg hlið af sjúkdómnum. „Sem er kross að bera en er líka minn brunnur af einhverju tilfinningalífi sem ég myndi aldrei snerta á öðruvísi,“ sagði Högni. Högni rifjaði það upp í þættinum þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild og setti í samhengi við það sem Kanye gengur í gegnum nú um mundir. Bergþór og Snorri halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. „Ég man eftir því fyrst þegar ég fór inn á geðdeild. Þá þurfti ég að halda tónleika inni á Snaps og ég þurfti að hlaupa á móti Reykjavíkurmaraþoninu, af því að ég þurfti að búa til einhverja táknræna aðgerð og snertast við engla. Þú ferð inn í einhvern dulrænan heim sem er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum af því að þetta eru svo kraftmiklar upplifanir.“ Ekki rómantískt að geðveikasti listamaðurinn sé besti listamaðurinn Högni telur ekki að eigi að upphefja geðsjúkdóma í tengslum við listir. „Það hjálpar þér ekkert að fara inn á geðdeild fimm sinnum í músíkinni. Það sem hjálpar þér er að læra að vera stabíll, að vera góður við umhverfið þitt. Það er ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn. Það er alls ekki þannig,“ sagði Högni. Hann telur Kim Kardashian, eiginkonu Kanye, bregðast rétt við. „Af því að það eru líka svo miklir fordómar og skilningsleysi, enda líka frekar flókið fyrirbæri, af því að allt í einu heldur Kanye West að hann sé Yeezy eða Guð en síðan fer hann örugglega djúpt í þunglyndi.“ Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræðrum. Í viðtalinu við Högna ræddu þeir auk geðhvarfanna og Kanye allt á milli himins og jarðar, allt frá kvikmyndatónlist til ferðar Högna til Ítalíu í miðri kórónuveirunni. Geðheilbrigði Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Sjá meira
Högni Egilsson tónlistarmaður segir fordóma og skilningsleysi ríkja um geðhvörf. Hann ræddi málefnið í tengslum við Kanye West í hlaðvarpi Skoðanabræðra á föstudaginn og rifjaði það um leið upp þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild. „Hann er náttúrulega með bipolar,“ sagði Högni um Kanye. „Ég kljáist við það á hverjum einasta degi af vandvirkni. Það lærist með aldrinum að gera það. Traustið verður að vera til heilbrigðisstofnananna, lækna og svoleiðis. Það er erfiðast í heimi fyrst, eins og hann er að tala um að það sé verið að læsa hann inni á geðdeild. Það er ógeðslega erfitt skref að fara inn á geðdeild, fyrir hvern sem er.“ Það hefur ratað í fréttir undanfarið að Kanye West á við geðræna erfiðleika að stríða. Þeir hafa meðal annars brotist út í opinskáum en á köflum fjarstæðukenndum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum um fjölskyldu hans. Kross að bera en brunnur að tilfinningalífi Högni er sjálfur með geðhvörf, greindist fyrir átta árum en er að eigin sögn kominn á stöðugan stað. „Með árunum minnka sveiflurnar. Þetta snýst allt um sveiflur. Að taka lyfin sín sómasamlega, halda sig frá örvandi efnum og svolítið vera æðrulaus gagnvart því að þú ert með sjúkdóminn. Það sem ég held að Kanye sé ekki er æðrulaus gagnvart því að hann sé með þetta. Þegar manían fer svona hátt þá er hann bara: „Þið eruð að reyna að taka mig niður. Ég er engill. Ég er guðleg vera.“ Högni segir að það sé leiðinleg hlið af sjúkdómnum. „Sem er kross að bera en er líka minn brunnur af einhverju tilfinningalífi sem ég myndi aldrei snerta á öðruvísi,“ sagði Högni. Högni rifjaði það upp í þættinum þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild og setti í samhengi við það sem Kanye gengur í gegnum nú um mundir. Bergþór og Snorri halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. „Ég man eftir því fyrst þegar ég fór inn á geðdeild. Þá þurfti ég að halda tónleika inni á Snaps og ég þurfti að hlaupa á móti Reykjavíkurmaraþoninu, af því að ég þurfti að búa til einhverja táknræna aðgerð og snertast við engla. Þú ferð inn í einhvern dulrænan heim sem er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum af því að þetta eru svo kraftmiklar upplifanir.“ Ekki rómantískt að geðveikasti listamaðurinn sé besti listamaðurinn Högni telur ekki að eigi að upphefja geðsjúkdóma í tengslum við listir. „Það hjálpar þér ekkert að fara inn á geðdeild fimm sinnum í músíkinni. Það sem hjálpar þér er að læra að vera stabíll, að vera góður við umhverfið þitt. Það er ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn. Það er alls ekki þannig,“ sagði Högni. Hann telur Kim Kardashian, eiginkonu Kanye, bregðast rétt við. „Af því að það eru líka svo miklir fordómar og skilningsleysi, enda líka frekar flókið fyrirbæri, af því að allt í einu heldur Kanye West að hann sé Yeezy eða Guð en síðan fer hann örugglega djúpt í þunglyndi.“ Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræðrum. Í viðtalinu við Högna ræddu þeir auk geðhvarfanna og Kanye allt á milli himins og jarðar, allt frá kvikmyndatónlist til ferðar Högna til Ítalíu í miðri kórónuveirunni.
Geðheilbrigði Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Sjá meira