Sigmundur telur baráttu Black Lives Matter endurvekja kynþáttafordóma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2020 12:02 Sigmundur Davíð segir „nýju menningarbyltinguna“ fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju, og vísar þar í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum undir formerkjum slagorðsins „Black Lives Matter.“ Vísir/Vilhelm - Getty/John Rudoff Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lýsir yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Baráttan beri að hans mati öll einkenni kínversku menningarbyltingar Mao Zedong. Í heilsíðugrein í Morgunblaðinu í dag gerir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna að umfjöllunarefni sínu, en hún hefur verið í algleymingi allt frá því að George Floyd var myrtur af lögreglumönnum í Minneapolis í lok maí. Fyrirsögn greinarinnar er „Sumarið 2020 og nýja menningarbyltingin.“ Þar skírskotar hann til hinnar svo kölluðu menningarbyltingar í Kína þar sem öfgafull öfl innan Kommúnistaflokksins stunduðu grimmilegar hreinsanir í samfélaginu með fangelsunum, morðum og tilraun til að endurstilla hugsanahátt kínversku þjóðarinnar Orðin „Öll líf geta ekki skipt máli fyrr en svört líf skipta máli,“ eru rituð á gangstétt í New York borg.Getty/Ira L. Black Hann gagnrýnir þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Þá hafi rétttrúnaðarfylkingin að hans sögn haft meiri tíma á meðan Covid-mókið stóð sem hæst til að stilla saman strengi og „liggja á netinu [áður en] vitleysan náði nýjum lægðum.“ Þá hafi það eina sem vantaði, að sögn Sigmundar, verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í formi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „BLM hafa verið þekkt sem herská samtök á jaðri stjórnmálanna“ Morðið vakti hörð viðbrögð, þúsundir mótmæla enn á götum bandarískra stórborga og kalla eftir umbótum á þarlendu réttarkerfi. Fyrirferðamest í þeirri baráttu hefur verið hreyfingin Black Lives Matter, eða svört líf skipta máli, og segir Sigmundur að þó svo að allt vitiborið fólk hljóti að vera sammála þessari fullyrðingu sé óneitanlega sérkennilegt að litgreina líf. Það gangi gegn grunngildum vestrænnar siðmenningar að mati Sigmundar og um þau þurfi að standa vörð. „BLM hafa verið þekkt sem herská samtök á jaðri stjórnmálanna. En nú skiptir bara nafnið máli,“ skrifar Sigmundur. „Fyrr en varði fór fólk að klifra hvert yfir annað til að komast fremst í röð þeirra sem styddu BLM. Alþjóðafyrirtæki sem lengi hafa sýnt undirgefni gagnvart þeim tíðaranda sem hæst ber hverju sinni fóru þar framarlega í flokki og fræga fólkið lét ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn. Þátttaka var reyndar skylda.“ Mikil átök hafa verið í mörgum stærri borgum Bandaríkjanna. Hér beita alríkislögreglumenn mótmælendur táragasi í Portland í Oregon ríki.John Rudoff/Getty Hugmyndir Black Lives Matter séu þannig til marks um nýja menningarbyltingum að mati Sigmundar, byltingu sem feli í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Þegar langt var komið með að útrýma þeirri bábilju hafi hún nú endurvakin og fólk aftur skilgreint út frá húðlit, skrifar Sigmundur. Þessi fullyrðing Sigmundar hefur þegar sætt gagnrýni. Með henni ýi Sigmundur að því að Black Lives Matter, sem vill útrýma innbyggðri kynþáttahyggju í bandarísku samfélagi, hafi endurvakið rasisma í stað þess að varpa ljósi á hann. Þar að auki tóni skrif Sigmundar við málstað gagnhreyfingarinnar All Lives Matter, sem gagnrýnd hefur verið fyrir að gera lítið úr því misrétti sem minnihlutahópar vestanhafs sæta í hlutfallslega meira mæli en hvítur meirihlutinn. Erfitt sé að sjá hvernig enski boltinn tengist lögreglumálum í Minneapolis Sigmundur bendir jafnframt á það að það séu öðrum fremur hvítir „aðgerðasinnar“ sem viðhafi mestu ólætin sem eins og jafnan snúist um „sjálfsupphafningu fremur en málstaðinn.“ „Nýja menningarbyltingin felur í sér endurvakningu kynþáttahyggju, þess að flokka fólk eftir húðlit. Hún ber líka með sér öll einkenni öfgatrúar, þ.m.t. trúarathafnir sem fólki er ætlað að undirgangast til að sanna undirgefni sína gagnvart rétttrúnaðinum.“ Leikmenn Los Angeles Dodgers krjúpa fyrir hafnaboltaleik til stuðnings BLM þann 23. júlí.Getty/Keith Birmingham Í því samhengi nefnir hann einna helst það sem hann kallar „að taka hné,“ eða það að krjúpa, til að sýna stuðning við BLM. Þá rekur hann hvernig það að krjúpa til stuðnings BLM hefur verið áberandi innan íþróttahreyfinga, í fótbolta, Kappakstri og fleiri íþróttagreinum. „Þótt erfitt sé að átta sig á því hvað enski boltinn hefur með lögreglumál í Minneapolis að gera samþykktu öll liðin að spila með áletrunina „Black Lives Matter“ á bakinu í stað leikmanna og auðvitað taka hné fyrir leik.“ White man s burden á heilsíðu í mbl í dag. Allir minnihlutahópar sem berjast skipulega fyrir bætti stöðu eru, samkvæmt greininni, sameiginlegur óvinur vestrænnar (og þar af leiðandi hvítrar) siðmenningar. Menningarbyltingarpólitík mætt af fullum krafti til Íslands. pic.twitter.com/vQYsIorew8— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) July 25, 2020 Ritstjóri Kjarnans gerir sér þannig mat úr skrifum Sigmundar og segir hana senda þau skilaboð að þeir minnihlutahópar sem berjast skipulega fyrir bætti stöðu séu sameiginlegur óvinur vestrænnar (og þar af leiðandi hvítrar) siðmenningar. Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lýsir yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Baráttan beri að hans mati öll einkenni kínversku menningarbyltingar Mao Zedong. Í heilsíðugrein í Morgunblaðinu í dag gerir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna að umfjöllunarefni sínu, en hún hefur verið í algleymingi allt frá því að George Floyd var myrtur af lögreglumönnum í Minneapolis í lok maí. Fyrirsögn greinarinnar er „Sumarið 2020 og nýja menningarbyltingin.“ Þar skírskotar hann til hinnar svo kölluðu menningarbyltingar í Kína þar sem öfgafull öfl innan Kommúnistaflokksins stunduðu grimmilegar hreinsanir í samfélaginu með fangelsunum, morðum og tilraun til að endurstilla hugsanahátt kínversku þjóðarinnar Orðin „Öll líf geta ekki skipt máli fyrr en svört líf skipta máli,“ eru rituð á gangstétt í New York borg.Getty/Ira L. Black Hann gagnrýnir þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Þá hafi rétttrúnaðarfylkingin að hans sögn haft meiri tíma á meðan Covid-mókið stóð sem hæst til að stilla saman strengi og „liggja á netinu [áður en] vitleysan náði nýjum lægðum.“ Þá hafi það eina sem vantaði, að sögn Sigmundar, verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í formi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „BLM hafa verið þekkt sem herská samtök á jaðri stjórnmálanna“ Morðið vakti hörð viðbrögð, þúsundir mótmæla enn á götum bandarískra stórborga og kalla eftir umbótum á þarlendu réttarkerfi. Fyrirferðamest í þeirri baráttu hefur verið hreyfingin Black Lives Matter, eða svört líf skipta máli, og segir Sigmundur að þó svo að allt vitiborið fólk hljóti að vera sammála þessari fullyrðingu sé óneitanlega sérkennilegt að litgreina líf. Það gangi gegn grunngildum vestrænnar siðmenningar að mati Sigmundar og um þau þurfi að standa vörð. „BLM hafa verið þekkt sem herská samtök á jaðri stjórnmálanna. En nú skiptir bara nafnið máli,“ skrifar Sigmundur. „Fyrr en varði fór fólk að klifra hvert yfir annað til að komast fremst í röð þeirra sem styddu BLM. Alþjóðafyrirtæki sem lengi hafa sýnt undirgefni gagnvart þeim tíðaranda sem hæst ber hverju sinni fóru þar framarlega í flokki og fræga fólkið lét ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn. Þátttaka var reyndar skylda.“ Mikil átök hafa verið í mörgum stærri borgum Bandaríkjanna. Hér beita alríkislögreglumenn mótmælendur táragasi í Portland í Oregon ríki.John Rudoff/Getty Hugmyndir Black Lives Matter séu þannig til marks um nýja menningarbyltingum að mati Sigmundar, byltingu sem feli í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Þegar langt var komið með að útrýma þeirri bábilju hafi hún nú endurvakin og fólk aftur skilgreint út frá húðlit, skrifar Sigmundur. Þessi fullyrðing Sigmundar hefur þegar sætt gagnrýni. Með henni ýi Sigmundur að því að Black Lives Matter, sem vill útrýma innbyggðri kynþáttahyggju í bandarísku samfélagi, hafi endurvakið rasisma í stað þess að varpa ljósi á hann. Þar að auki tóni skrif Sigmundar við málstað gagnhreyfingarinnar All Lives Matter, sem gagnrýnd hefur verið fyrir að gera lítið úr því misrétti sem minnihlutahópar vestanhafs sæta í hlutfallslega meira mæli en hvítur meirihlutinn. Erfitt sé að sjá hvernig enski boltinn tengist lögreglumálum í Minneapolis Sigmundur bendir jafnframt á það að það séu öðrum fremur hvítir „aðgerðasinnar“ sem viðhafi mestu ólætin sem eins og jafnan snúist um „sjálfsupphafningu fremur en málstaðinn.“ „Nýja menningarbyltingin felur í sér endurvakningu kynþáttahyggju, þess að flokka fólk eftir húðlit. Hún ber líka með sér öll einkenni öfgatrúar, þ.m.t. trúarathafnir sem fólki er ætlað að undirgangast til að sanna undirgefni sína gagnvart rétttrúnaðinum.“ Leikmenn Los Angeles Dodgers krjúpa fyrir hafnaboltaleik til stuðnings BLM þann 23. júlí.Getty/Keith Birmingham Í því samhengi nefnir hann einna helst það sem hann kallar „að taka hné,“ eða það að krjúpa, til að sýna stuðning við BLM. Þá rekur hann hvernig það að krjúpa til stuðnings BLM hefur verið áberandi innan íþróttahreyfinga, í fótbolta, Kappakstri og fleiri íþróttagreinum. „Þótt erfitt sé að átta sig á því hvað enski boltinn hefur með lögreglumál í Minneapolis að gera samþykktu öll liðin að spila með áletrunina „Black Lives Matter“ á bakinu í stað leikmanna og auðvitað taka hné fyrir leik.“ White man s burden á heilsíðu í mbl í dag. Allir minnihlutahópar sem berjast skipulega fyrir bætti stöðu eru, samkvæmt greininni, sameiginlegur óvinur vestrænnar (og þar af leiðandi hvítrar) siðmenningar. Menningarbyltingarpólitík mætt af fullum krafti til Íslands. pic.twitter.com/vQYsIorew8— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) July 25, 2020 Ritstjóri Kjarnans gerir sér þannig mat úr skrifum Sigmundar og segir hana senda þau skilaboð að þeir minnihlutahópar sem berjast skipulega fyrir bætti stöðu séu sameiginlegur óvinur vestrænnar (og þar af leiðandi hvítrar) siðmenningar.
Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
„Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52
Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02