Grjóthörð og með geggjaða tækni - Ætti ekki að fara aftur til Keflavíkur Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 10:00 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar með liðsfélögum sínum eftir eitt markanna gegn Val. VÍSIR/DANÍEL „Hún er ekki bara fljót. Hún er með geggjaða boltatækni og er grjóthörð,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max-mörkunum þegar sérfræðingarnir ræddu um Sveindísi Jane Jónsdóttur. Sveindís stal senunni í toppslag Breiðabliks og Vals þegar hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika síðasta þriðjudag og ljóst að erfitt verður að líta framhjá henni þegar A-landsliðið snýr aftur til keppni í september. „Þetta var bara hennar leikur. Það var hún sem skildi á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir um frammistöðu Sveindísar. Sveindís, sem er aðeins 19 ára, kom að láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur eftir að Keflavík féll niður í 1. deild. Keflvíkingar virðast á góðri leið með að komast aftur upp í efstu deild og spurning hvað Sveindís gerir þá. „Mér finnst að hún ætti að vera í Breiðabliki í nokkur ár en svo á hún bara að fara út í sterkari deild – ekki til baka til Keflavíkur þó að það sé örugglega gott að vera í Keflavík,“ sagði Kristín Ýr. Sýndi að hún hefur leikskilninginn Sérfræðingarnir eru ánægðir með að sjá hve vel Sveindís hefur spjarað sig í nýju og betra liði: „Hún er líka í allt annarri stöðu. Við vorum búnar að sjá að hún væri góð ein frammi, með Keflavík, en það sem að mann langaði mjög mikið að sjá var hvort hún myndi fúnkera vel inni í svona vel skipulögðu liði. Hvort hún væri með leikskilninginn, í stað þess að vera bara ein að gera allt. Hún sýnir það þarna,“ sagði Kristín Ýr. Með Sveindísi, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur í fremstu víglínu virðist Blikaliðið illviðráðanlegt. „Þær hafa meiri vídd í sóknarleiknum sínum en Valur. Þær eru með ólíkari leikmenn sem að hafa allar eitthvað mismunandi fram að færa. Þær geta róterað mikið betur. Þú færð hlaup á bakvið línu frá miðjumönnum, kantmenn koma inn á miðsvæðið, en hjá Val ertu að treysta á Elínu Mettu og Hlín og ef þær eru ekki „on“ þá er ekki hægt að gera neitt,“ sagði Bára. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um Sveindísi Breiðablik Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
„Hún er ekki bara fljót. Hún er með geggjaða boltatækni og er grjóthörð,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max-mörkunum þegar sérfræðingarnir ræddu um Sveindísi Jane Jónsdóttur. Sveindís stal senunni í toppslag Breiðabliks og Vals þegar hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika síðasta þriðjudag og ljóst að erfitt verður að líta framhjá henni þegar A-landsliðið snýr aftur til keppni í september. „Þetta var bara hennar leikur. Það var hún sem skildi á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir um frammistöðu Sveindísar. Sveindís, sem er aðeins 19 ára, kom að láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur eftir að Keflavík féll niður í 1. deild. Keflvíkingar virðast á góðri leið með að komast aftur upp í efstu deild og spurning hvað Sveindís gerir þá. „Mér finnst að hún ætti að vera í Breiðabliki í nokkur ár en svo á hún bara að fara út í sterkari deild – ekki til baka til Keflavíkur þó að það sé örugglega gott að vera í Keflavík,“ sagði Kristín Ýr. Sýndi að hún hefur leikskilninginn Sérfræðingarnir eru ánægðir með að sjá hve vel Sveindís hefur spjarað sig í nýju og betra liði: „Hún er líka í allt annarri stöðu. Við vorum búnar að sjá að hún væri góð ein frammi, með Keflavík, en það sem að mann langaði mjög mikið að sjá var hvort hún myndi fúnkera vel inni í svona vel skipulögðu liði. Hvort hún væri með leikskilninginn, í stað þess að vera bara ein að gera allt. Hún sýnir það þarna,“ sagði Kristín Ýr. Með Sveindísi, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur í fremstu víglínu virðist Blikaliðið illviðráðanlegt. „Þær hafa meiri vídd í sóknarleiknum sínum en Valur. Þær eru með ólíkari leikmenn sem að hafa allar eitthvað mismunandi fram að færa. Þær geta róterað mikið betur. Þú færð hlaup á bakvið línu frá miðjumönnum, kantmenn koma inn á miðsvæðið, en hjá Val ertu að treysta á Elínu Mettu og Hlín og ef þær eru ekki „on“ þá er ekki hægt að gera neitt,“ sagði Bára. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um Sveindísi
Breiðablik Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30
Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50